Vill að smokkum verði dreift til grunnskólabarna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júlí 2019 20:00 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/baldur Sóttvarnalæknir vill að smokkum verði dreift í grunnskólum landsins, en segir að foreldrar grunnaskólabarna séu margir hverjir mótfallnir hugmyndum um slíkt. Nýlega var greint frá því að hvergi í Evrópu væru hlutfallslega greind fleiri sárasóttartilfelli heldur en hér á landi. Árið 2017 greindust 15,4 sárasóttartilfelli á hverja hundrað þúsund íbúa hér á landi. Sárasótt er almennt talin auðveld viðureignar, en sé ekkert að gert þegar fólk smitast af henni, getur hún valdið alvarlegum sjúkdómum og jafnvel valdið dauða fólks. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í viðtali við Ríkisútvarpið að ástæða fyrir fjölgun sárasóttartilfella hér á landi væri sú að fólk notaði síður smokkinn við samfarir. Smokkurinn er almennt talinn til einu getnaðarvarnarinnar sem komið getur í veg fyrir að kynsjúkdómar berist á milli fólks. Þórólfur segir kynlíf fólks almennt orðið frjálslegra og að menn og konur gæti ekki jafn vel að sér í kynlífi og áður fyrr. „Það er raun og veru eina skýringin á þessu. Ég vek athygli á því að aðrir kynsjúkdómar hafa fjölgað sér á Íslandi líka, eins og lekandinn. Og tíðni klamýdíu er há hér, hæsta sennilega í Evrópu,” segir Þórólfur í viðtalinu. Í fyrra greindust um 1850 klamýdíutilfelli hér á landi. Þórólfur segir hennar mest gæta hjá ungu fólki af báðum kynjum, á aldrinum 18 til 25 ára. Sárasóttin sé hins vegar mest áberandi hjá samkynhneigðum karlmönnum, líkt og annars staðar.Margir foreldrar andvígir dreifingu smokka í grunnskólum Þórólfur segist vilja að smokkum verði dreift í grunnskólum, líkt og tíðkast hefur í framhaldsskólum landsins. Hann segir þó marga foreldra ekki hrifna af hugmyndum um slíkt. „En þetta þarf að ræða mjög vel og við þurfum að gera allt sem við getum til þess að stoppa útbreiðslu þessara sjúkdóma, sem geta verið mjög alvarlegir,” segir Þórólfur. Hann segir fólk geta gengið með klamýdíu einkennalítið, eða jafnvel einkennalaust. Aðgengi fólks að greiningu og meðferð hér á landi sé þó mjög góð. Rætt hafi verið um að færa skimanir, rannsóknir og greiningu út í samfélagið, til áhættuhópa. „Það eru umræður í gangi um að gera það, en það er einn þáttur í að reyna að finna sem flesta á fyrstu stigum þannig að þeir fari ekki að smita út frá sér,” segir Þórólfur. Heilbrigðismál Kynlíf Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Íslendingar með flest sárasóttartilfelli í Evrópu Árið 2017 greindust 15,4 sárasóttartilfelli á hverja hundrað þúsund íbúa hér á landi, en það er meira en nokkurs staðar annars staðar í Evrópu. 12. júlí 2019 20:51 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði og Þrengsli opna ekki í dag Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Sjá meira
Sóttvarnalæknir vill að smokkum verði dreift í grunnskólum landsins, en segir að foreldrar grunnaskólabarna séu margir hverjir mótfallnir hugmyndum um slíkt. Nýlega var greint frá því að hvergi í Evrópu væru hlutfallslega greind fleiri sárasóttartilfelli heldur en hér á landi. Árið 2017 greindust 15,4 sárasóttartilfelli á hverja hundrað þúsund íbúa hér á landi. Sárasótt er almennt talin auðveld viðureignar, en sé ekkert að gert þegar fólk smitast af henni, getur hún valdið alvarlegum sjúkdómum og jafnvel valdið dauða fólks. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í viðtali við Ríkisútvarpið að ástæða fyrir fjölgun sárasóttartilfella hér á landi væri sú að fólk notaði síður smokkinn við samfarir. Smokkurinn er almennt talinn til einu getnaðarvarnarinnar sem komið getur í veg fyrir að kynsjúkdómar berist á milli fólks. Þórólfur segir kynlíf fólks almennt orðið frjálslegra og að menn og konur gæti ekki jafn vel að sér í kynlífi og áður fyrr. „Það er raun og veru eina skýringin á þessu. Ég vek athygli á því að aðrir kynsjúkdómar hafa fjölgað sér á Íslandi líka, eins og lekandinn. Og tíðni klamýdíu er há hér, hæsta sennilega í Evrópu,” segir Þórólfur í viðtalinu. Í fyrra greindust um 1850 klamýdíutilfelli hér á landi. Þórólfur segir hennar mest gæta hjá ungu fólki af báðum kynjum, á aldrinum 18 til 25 ára. Sárasóttin sé hins vegar mest áberandi hjá samkynhneigðum karlmönnum, líkt og annars staðar.Margir foreldrar andvígir dreifingu smokka í grunnskólum Þórólfur segist vilja að smokkum verði dreift í grunnskólum, líkt og tíðkast hefur í framhaldsskólum landsins. Hann segir þó marga foreldra ekki hrifna af hugmyndum um slíkt. „En þetta þarf að ræða mjög vel og við þurfum að gera allt sem við getum til þess að stoppa útbreiðslu þessara sjúkdóma, sem geta verið mjög alvarlegir,” segir Þórólfur. Hann segir fólk geta gengið með klamýdíu einkennalítið, eða jafnvel einkennalaust. Aðgengi fólks að greiningu og meðferð hér á landi sé þó mjög góð. Rætt hafi verið um að færa skimanir, rannsóknir og greiningu út í samfélagið, til áhættuhópa. „Það eru umræður í gangi um að gera það, en það er einn þáttur í að reyna að finna sem flesta á fyrstu stigum þannig að þeir fari ekki að smita út frá sér,” segir Þórólfur.
Heilbrigðismál Kynlíf Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Íslendingar með flest sárasóttartilfelli í Evrópu Árið 2017 greindust 15,4 sárasóttartilfelli á hverja hundrað þúsund íbúa hér á landi, en það er meira en nokkurs staðar annars staðar í Evrópu. 12. júlí 2019 20:51 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Hellisheiði og Þrengsli opna ekki í dag Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Sjá meira
Íslendingar með flest sárasóttartilfelli í Evrópu Árið 2017 greindust 15,4 sárasóttartilfelli á hverja hundrað þúsund íbúa hér á landi, en það er meira en nokkurs staðar annars staðar í Evrópu. 12. júlí 2019 20:51