Davíð segir Guðlaug Þór slá skjaldborg um filippeyska fíkniefnasala Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. júlí 2019 14:10 Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins. fbl/Ernir Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, sakar Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra um að slá skjaldborg utan um filippeyska fíkniefnasala í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag. Tilefni skrifa Davíðs er nýsamþykkt tillaga Íslands í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna um stöðu mannréttindamála á Filippseyjum. Tillagan, sem snerist um að fela mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna að rannsaka fíkniefnastríð forseta Filippseyja og hvetja hann til að láta af aftökum án dóms og laga, var samþykkt naumlega í Mannréttindaráðinu í liðinni viku. Stjórnvöld á Filippseyjum brugðust ókvæða við samþykktinni og hefur þarlend þinkona hvatt til þess að stjórnmálasambandinu við Íslendinga verði slitið. Utanríkisráðherra Filippseyja gaf auk þess í skyn að Íslendingar hafi með tillögunni tekið afstöðu með eiturlyfjahringjum.Sjá einnig: Ýjar að því að Filippseyingar ættu að draga sig úr Mannréttindaráðinu vegna Íslands Það eru þó ekki aðeins ráðamenn Filippseyja sem hafa út á framgöngu Íslands að setja. Það gerir jafnframt ritari Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins í dag. Hann skýlir sér venju samkvæmt á bakvið nafnleynd en ætla má að þar mundi ritstjórinn Davíð Oddsson pennann. Í Reykjavíkurbréfinu segir þessi fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins að íslenski utanríkisráðherrann, sjálfstæðismaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson, hafi með framgöngu sinni „slegið skjaldborg um vopnaða dópsala og grúppur af svipuðu tagi“ eins og það er orðað í Reykjavíkurbréfinu, sem speglar þannig málflutning fileyppeska utanríkisráðherrans. Davíð bætir um betur og segir að „íslenska utanríkisráðuneytið hafi þannig afvopnað löggæslumenn sem eru að abbast upp á dópsala með kalasnikoffa á Filippseyjum.“ Þessi gagnrýni á framgöngu íslensku utanríkisþjónustunnar kemur í kjölfar heiftúðugra deilna Morgunblaðsins og núverandi forystu Sjálfstæðisflokksins um þriðja orkupakkann. Guðlaugur Þór hefur til þessa gefið lítið fyrir samhljóða gagnrýni filippeyskra stjórnvalda. Það sé hlutverk Mannréttindaráðsins að þrýsta á ríki sem virði ekki mannréttindi þegna sinna. Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Duterte segir íslensku þjóðina bara borða ís Hann sagði enn fremur að Íslendingar skilji ekki þau félagslegu, efnahagslegu og pólitísku vandamál sem ríkið glími við. 12. júlí 2019 15:46 Ögurstund í sögu Sjálfstæðisflokksins að renna upp Sumarið notað til að þétta raðirnar og/eða ala á æsingi. 12. júlí 2019 14:30 Mannréttindavaktin fagnar hugrekki Íslands Sérfræðingur í málefnum Filippseyja hjá Mannréttindavaktinni segir ályktun Íslands aðeins fyrsta skrefið í að draga filippseysk stjórnvöld til ábyrgðar. 12. júlí 2019 06:30 Ýjar að því að Filippseyingar ættu að draga sig úr Mannréttindaráðinu vegna Íslands Teodoro Locsin utanríkisráðherra Filippseyja segir að stjórnvöld þar muni ekki leyfa Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka stríðið gegn fíkniefnum. 14. júlí 2019 13:00 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, sakar Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra um að slá skjaldborg utan um filippeyska fíkniefnasala í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins í dag. Tilefni skrifa Davíðs er nýsamþykkt tillaga Íslands í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna um stöðu mannréttindamála á Filippseyjum. Tillagan, sem snerist um að fela mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna að rannsaka fíkniefnastríð forseta Filippseyja og hvetja hann til að láta af aftökum án dóms og laga, var samþykkt naumlega í Mannréttindaráðinu í liðinni viku. Stjórnvöld á Filippseyjum brugðust ókvæða við samþykktinni og hefur þarlend þinkona hvatt til þess að stjórnmálasambandinu við Íslendinga verði slitið. Utanríkisráðherra Filippseyja gaf auk þess í skyn að Íslendingar hafi með tillögunni tekið afstöðu með eiturlyfjahringjum.Sjá einnig: Ýjar að því að Filippseyingar ættu að draga sig úr Mannréttindaráðinu vegna Íslands Það eru þó ekki aðeins ráðamenn Filippseyja sem hafa út á framgöngu Íslands að setja. Það gerir jafnframt ritari Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins í dag. Hann skýlir sér venju samkvæmt á bakvið nafnleynd en ætla má að þar mundi ritstjórinn Davíð Oddsson pennann. Í Reykjavíkurbréfinu segir þessi fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins að íslenski utanríkisráðherrann, sjálfstæðismaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson, hafi með framgöngu sinni „slegið skjaldborg um vopnaða dópsala og grúppur af svipuðu tagi“ eins og það er orðað í Reykjavíkurbréfinu, sem speglar þannig málflutning fileyppeska utanríkisráðherrans. Davíð bætir um betur og segir að „íslenska utanríkisráðuneytið hafi þannig afvopnað löggæslumenn sem eru að abbast upp á dópsala með kalasnikoffa á Filippseyjum.“ Þessi gagnrýni á framgöngu íslensku utanríkisþjónustunnar kemur í kjölfar heiftúðugra deilna Morgunblaðsins og núverandi forystu Sjálfstæðisflokksins um þriðja orkupakkann. Guðlaugur Þór hefur til þessa gefið lítið fyrir samhljóða gagnrýni filippeyskra stjórnvalda. Það sé hlutverk Mannréttindaráðsins að þrýsta á ríki sem virði ekki mannréttindi þegna sinna.
Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Duterte segir íslensku þjóðina bara borða ís Hann sagði enn fremur að Íslendingar skilji ekki þau félagslegu, efnahagslegu og pólitísku vandamál sem ríkið glími við. 12. júlí 2019 15:46 Ögurstund í sögu Sjálfstæðisflokksins að renna upp Sumarið notað til að þétta raðirnar og/eða ala á æsingi. 12. júlí 2019 14:30 Mannréttindavaktin fagnar hugrekki Íslands Sérfræðingur í málefnum Filippseyja hjá Mannréttindavaktinni segir ályktun Íslands aðeins fyrsta skrefið í að draga filippseysk stjórnvöld til ábyrgðar. 12. júlí 2019 06:30 Ýjar að því að Filippseyingar ættu að draga sig úr Mannréttindaráðinu vegna Íslands Teodoro Locsin utanríkisráðherra Filippseyja segir að stjórnvöld þar muni ekki leyfa Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka stríðið gegn fíkniefnum. 14. júlí 2019 13:00 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Duterte segir íslensku þjóðina bara borða ís Hann sagði enn fremur að Íslendingar skilji ekki þau félagslegu, efnahagslegu og pólitísku vandamál sem ríkið glími við. 12. júlí 2019 15:46
Ögurstund í sögu Sjálfstæðisflokksins að renna upp Sumarið notað til að þétta raðirnar og/eða ala á æsingi. 12. júlí 2019 14:30
Mannréttindavaktin fagnar hugrekki Íslands Sérfræðingur í málefnum Filippseyja hjá Mannréttindavaktinni segir ályktun Íslands aðeins fyrsta skrefið í að draga filippseysk stjórnvöld til ábyrgðar. 12. júlí 2019 06:30
Ýjar að því að Filippseyingar ættu að draga sig úr Mannréttindaráðinu vegna Íslands Teodoro Locsin utanríkisráðherra Filippseyja segir að stjórnvöld þar muni ekki leyfa Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka stríðið gegn fíkniefnum. 14. júlí 2019 13:00