Ólympíufarar og Íslandsmethafar á Meistaramóti Íslands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2019 16:30 Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir keppir á Laugardalsvellinum á morgun. Hún bætti Íslandsmetið í 100 metra hlaupi fyrir aðeins tveimur vikum. mynd/frí Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum fer fram á Laugardalsvellinum um helgina en fremsta frjálsíþróttafólk landsins verður samankomið á þjóðarleikvangi Íslands dagana 13. til 14. júlí. Í boði eru 37 Íslandsmeistaratitlar. Frjálsíþróttasamband Íslands er með skemmtilega og fróðlega samantekt á heimasíðu sinni en að þessu sinni eru 187 keppendur frá sextán félögum skráðir til keppnu á Meistaramótinu. Keppni fer fram báða dagana. Fyrsta grein mótsins er 110 metra grindahlaup sem hefst klukkan 12.00 á morgun. Síðasta grein laugardagsins er 4x100 metra boðhlaup kvenna sem hefst klukkan 15.00. Á sunnudaginn er fyrsta greinin forkeppni langstökks karla klukkan 11.00 og endar síðan á 4x400 metra boðhlaup kvenna sem hefst klukkan 15.00. Hér fyrir neðan má sjá kynningu FRÍ á áhugaverðustu greinum Meistaramóts Íslands 2019:Hraðasta fólk Íslandssögunnar Í 100 metra hlaupi karla og kvenna er mikið um sterka keppendur og erfitt er að spá fyrir um það hver hlýtur Íslandsmeistaratitilinn. Hjá konunum munu ÍR-ingarnir Tiana Ósk Whitworth og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir mætast. Þær brutu blað í sögunni fyrir tveimur vikum þegar þær hlupu hvor um sig tvisvar sinnum undir Íslandsmetinu, sem staðið hafði í fimmtán ár, á sterku móti út í Þýskalandi. Tiana Ósk byrjaði á því að bæta Íslandsmetið í undanrásunum og Guðbjörg Jóna bætti það svo aftur rúmum klukkutíma síðar í úrslitahlaupinu. Þær munu nú mætast aftur á Meistaramóti Íslands um helgina í fyrsta skipti frá því í Þýskalandi. Hjá körlunum má einnig búast við spennandi hlaupi. Íslandsmethafinn, Ari Bragi Kárason úr FH er mættur aftur á brautina eftir meiðsli. Hann mun þar mæta ríkjandi Íslandsmeistaranum í greininni, Jóhanni Birni Sigurbjörnssyni úr UMSS. Á meðal keppenda er einnig Kolbeinn Höður Gunnarsson, FH. Kolbeinn á Íslandsmetið í 200 metra hlaupi og muni því klárlega veita Ara Braga og Jóhanni Birni harða samkeppni. Þeir eru allir þrír á meðal tíu bestu 100 metra spretthlaupara Íslands frá upphafi og ef aðstæður eru góðar gæti hlaupið um helgina orðið með þeim hröðustu í sögunni. Undanrásir 100 metra hlaups karla fer fram á laugardeginum klukkan 12:30 og úrslitin sama dag klukkan 13:50. Undanrásir 100 metra hlaups kvenna fara fram 12:50 og úrslitin 13:40.Ólympíufarar á Laugardalsvellinum Þrátt fyrir að við Íslendingar séum fámenn þjóð þá stefnum við á að vera í heimsklassa í því sem við tökum okkur fyrir hendur. Það sama á við þegar kemur að íþróttum enda búum við yfir frábæru íþróttafólki. Á MÍ um helgina verða tveir íslenskir Ólympíufarar. Það eru þau Aníta Hinriksdóttir og Guðni Valur Guðnason sem keppa bæði fyrir ÍR. Aníta keppir í 800 metra hlaupi og Guðni Valur í kringlukasti. Þau eru bæði á meðal þeirra fremstu í sinni grein í heiminum, Aníta er að auki Íslandsmethafi í sinni grein og Guðni er í öðru sæti afrekalistans. Auk þess að keppa í sinni sterkustu grein þá mun Aníta einnig keppa í 1500 metra hlaupi og Guðni Valur í kúluvarpi. Aníta keppir í 1500 metra hlaupi klukkan 13:40 á laugardeginum og í 800 metra hlaupi klukkan 13:30 á sunnudeginum. Kúluvarp karla fer fram klukkan 14 á laugardeginum og kringlukastið 12:30 á sunnudeginum.Verðlaunahafar frá bandaríska háskólameistaramótinu Sífellt fleira íslenskt frjálsíþróttafólk heldur til Bandaríkjanna til þess að sækja sér menntun og verða betri íþróttamenn. Tveir þeirra eru FH-ingarnir Hilmar Örn Jónsson sem varð annar á bandaríska háskólameistaramótinu í sleggjukasti og Sindri Hrafnsson sem varð þriðji á sama móti í spjótkasti. Hilmar Örn bæti Íslandsmetið í sleggjukasti í vor og Sindri er í þriðja sæti afrekalistans í spjótkasti. Auk þeirra tveggja verða ÍR-ingarnir Thelma Lind Kristjánsdóttir og Erna Sóley Gunnarsdóttir á meðal keppenda. Thelma Lind á Íslandsmetið í kringlukasti og Erna Sóley hefur verið að færast upp afrekalistann í kúluvarpi. Hún situr nú í öðru sæti afrekalistans og er aðeins þrjátíu sentimetrum frá Íslandsmetinu. Thelma hafði náð lágmarki á EM U23 í sumar en tekur ekki þátt vegna meiðsla og Erna Sóley mun keppa á EM U20 síðar í sumar. Spjótkast karla og kúluvarp kvenna fara fram klukkan 12:30 á laugardeginum. Sleggjukast karla og kringlukast kvenna fara fram klukkan 14 á sunnudeginum.Fremstu ungmenni Evrópu Mikið af ungu og efnilegu íslensku frjálsíþróttafólki hefur verið að ná frábærum árangri undanfarið og um helgina keppa fimm ungmenni sem eru á meðal tíu bestu í sínum aldursflokki í Evrópu. Auk Guðbjargar Jónu, Tiönu Óskar og Ernu Sóleyjar sem minnst hefur verið á hér að ofan eru það Birna Kristín Kristjánsdóttir, Breiðablik og Valdimar Hjalti Erlendsson, FH. Sterkasta grein Birnu Kristínar er langstökk. Hún á aldursflokkamet 16-17 ára í greininni og var sú yngsta til þess að stökkva yfir sex metra. Birna mun keppa á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar síðar í sumar. Valdimar Hjalti er ungur kringlukastari og hefur stöðugt verið að bæta sig undanfarna mánuði. Hann er frekar nýr í greininni en er þrátt fyrir það komin í hóp fremstu kringlukastara Evrópu í sínum aldursflokki. Hann mun keppa á EM undir 20 ára í næstu viku. Forkeppni langstökks kvenna hefst á sunnudeginum klukkan 12 og úrslitin klukkan 14:05. Frjálsar íþróttir Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Sjá meira
Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum fer fram á Laugardalsvellinum um helgina en fremsta frjálsíþróttafólk landsins verður samankomið á þjóðarleikvangi Íslands dagana 13. til 14. júlí. Í boði eru 37 Íslandsmeistaratitlar. Frjálsíþróttasamband Íslands er með skemmtilega og fróðlega samantekt á heimasíðu sinni en að þessu sinni eru 187 keppendur frá sextán félögum skráðir til keppnu á Meistaramótinu. Keppni fer fram báða dagana. Fyrsta grein mótsins er 110 metra grindahlaup sem hefst klukkan 12.00 á morgun. Síðasta grein laugardagsins er 4x100 metra boðhlaup kvenna sem hefst klukkan 15.00. Á sunnudaginn er fyrsta greinin forkeppni langstökks karla klukkan 11.00 og endar síðan á 4x400 metra boðhlaup kvenna sem hefst klukkan 15.00. Hér fyrir neðan má sjá kynningu FRÍ á áhugaverðustu greinum Meistaramóts Íslands 2019:Hraðasta fólk Íslandssögunnar Í 100 metra hlaupi karla og kvenna er mikið um sterka keppendur og erfitt er að spá fyrir um það hver hlýtur Íslandsmeistaratitilinn. Hjá konunum munu ÍR-ingarnir Tiana Ósk Whitworth og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir mætast. Þær brutu blað í sögunni fyrir tveimur vikum þegar þær hlupu hvor um sig tvisvar sinnum undir Íslandsmetinu, sem staðið hafði í fimmtán ár, á sterku móti út í Þýskalandi. Tiana Ósk byrjaði á því að bæta Íslandsmetið í undanrásunum og Guðbjörg Jóna bætti það svo aftur rúmum klukkutíma síðar í úrslitahlaupinu. Þær munu nú mætast aftur á Meistaramóti Íslands um helgina í fyrsta skipti frá því í Þýskalandi. Hjá körlunum má einnig búast við spennandi hlaupi. Íslandsmethafinn, Ari Bragi Kárason úr FH er mættur aftur á brautina eftir meiðsli. Hann mun þar mæta ríkjandi Íslandsmeistaranum í greininni, Jóhanni Birni Sigurbjörnssyni úr UMSS. Á meðal keppenda er einnig Kolbeinn Höður Gunnarsson, FH. Kolbeinn á Íslandsmetið í 200 metra hlaupi og muni því klárlega veita Ara Braga og Jóhanni Birni harða samkeppni. Þeir eru allir þrír á meðal tíu bestu 100 metra spretthlaupara Íslands frá upphafi og ef aðstæður eru góðar gæti hlaupið um helgina orðið með þeim hröðustu í sögunni. Undanrásir 100 metra hlaups karla fer fram á laugardeginum klukkan 12:30 og úrslitin sama dag klukkan 13:50. Undanrásir 100 metra hlaups kvenna fara fram 12:50 og úrslitin 13:40.Ólympíufarar á Laugardalsvellinum Þrátt fyrir að við Íslendingar séum fámenn þjóð þá stefnum við á að vera í heimsklassa í því sem við tökum okkur fyrir hendur. Það sama á við þegar kemur að íþróttum enda búum við yfir frábæru íþróttafólki. Á MÍ um helgina verða tveir íslenskir Ólympíufarar. Það eru þau Aníta Hinriksdóttir og Guðni Valur Guðnason sem keppa bæði fyrir ÍR. Aníta keppir í 800 metra hlaupi og Guðni Valur í kringlukasti. Þau eru bæði á meðal þeirra fremstu í sinni grein í heiminum, Aníta er að auki Íslandsmethafi í sinni grein og Guðni er í öðru sæti afrekalistans. Auk þess að keppa í sinni sterkustu grein þá mun Aníta einnig keppa í 1500 metra hlaupi og Guðni Valur í kúluvarpi. Aníta keppir í 1500 metra hlaupi klukkan 13:40 á laugardeginum og í 800 metra hlaupi klukkan 13:30 á sunnudeginum. Kúluvarp karla fer fram klukkan 14 á laugardeginum og kringlukastið 12:30 á sunnudeginum.Verðlaunahafar frá bandaríska háskólameistaramótinu Sífellt fleira íslenskt frjálsíþróttafólk heldur til Bandaríkjanna til þess að sækja sér menntun og verða betri íþróttamenn. Tveir þeirra eru FH-ingarnir Hilmar Örn Jónsson sem varð annar á bandaríska háskólameistaramótinu í sleggjukasti og Sindri Hrafnsson sem varð þriðji á sama móti í spjótkasti. Hilmar Örn bæti Íslandsmetið í sleggjukasti í vor og Sindri er í þriðja sæti afrekalistans í spjótkasti. Auk þeirra tveggja verða ÍR-ingarnir Thelma Lind Kristjánsdóttir og Erna Sóley Gunnarsdóttir á meðal keppenda. Thelma Lind á Íslandsmetið í kringlukasti og Erna Sóley hefur verið að færast upp afrekalistann í kúluvarpi. Hún situr nú í öðru sæti afrekalistans og er aðeins þrjátíu sentimetrum frá Íslandsmetinu. Thelma hafði náð lágmarki á EM U23 í sumar en tekur ekki þátt vegna meiðsla og Erna Sóley mun keppa á EM U20 síðar í sumar. Spjótkast karla og kúluvarp kvenna fara fram klukkan 12:30 á laugardeginum. Sleggjukast karla og kringlukast kvenna fara fram klukkan 14 á sunnudeginum.Fremstu ungmenni Evrópu Mikið af ungu og efnilegu íslensku frjálsíþróttafólki hefur verið að ná frábærum árangri undanfarið og um helgina keppa fimm ungmenni sem eru á meðal tíu bestu í sínum aldursflokki í Evrópu. Auk Guðbjargar Jónu, Tiönu Óskar og Ernu Sóleyjar sem minnst hefur verið á hér að ofan eru það Birna Kristín Kristjánsdóttir, Breiðablik og Valdimar Hjalti Erlendsson, FH. Sterkasta grein Birnu Kristínar er langstökk. Hún á aldursflokkamet 16-17 ára í greininni og var sú yngsta til þess að stökkva yfir sex metra. Birna mun keppa á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar síðar í sumar. Valdimar Hjalti er ungur kringlukastari og hefur stöðugt verið að bæta sig undanfarna mánuði. Hann er frekar nýr í greininni en er þrátt fyrir það komin í hóp fremstu kringlukastara Evrópu í sínum aldursflokki. Hann mun keppa á EM undir 20 ára í næstu viku. Forkeppni langstökks kvenna hefst á sunnudeginum klukkan 12 og úrslitin klukkan 14:05.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti