Bara 7 af 24 leikmönnum í Stjörnuleik NBA 2017 eru enn hjá sama liði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2019 15:45 Kevin Durant og Kawhi Leonard mættust í lokaúrslitum í ár en verða báðir hjá nýjum liðum á næstu leiktíð. Getty/Steve Russell Það eru bara liðin rúm tvö ár frá Stjörnuleik NBA-deildarinnar í körfubolta sem fór fram í New Orleans í Louisiana fylki 19. febúar 2017. Gríðarlegar sviptingar í NBA í sumar kom vel fram ef við skoðum félög stjörnuleikmanna deildarinnar þá og nú. Nú síðast skiptu Houston Rockets og Oklahoma City Thunder á tveimur stjörnuleikmönnum í nótt og úr varð nýtt ofurtvíeyki í Houston. NBA-greinandinn Steve Ilardi benti á magnaða staðreynd á Twitter. Aðeins 7 af 24 leikmönnum sem spiluðu í Stjörnuleik NBA árið 2017 eru enn hjá sama liði.Of the 24 players in the 2017 NBA All-Star Game, just 7 are still with the same team pic.twitter.com/vQXe8MOGAv — Steve Ilardi (@dr_ilardi) July 12, 2019Leikmennirnir sjö sem eru enn hjá sama liði og fyrir tveimur árum eru Stephen Curry, Klay Thompson og Draymond Green sem eru enn hjá Golden State Warriors, Giannis Antetokounmpo hjá Milwaukee Bucks, James Harden hjá Houston Rockets, Kyle Lowry hjá Toronto Raptors og John Wall hjá Washington Wizards. Hinir sautján hafa fundið sér nýtt lið á þessum þrjátíu mánuðum. Sumir hafa verið með lausan samning en öðrum hefur verið skipt á milli liða. Þetta eru ótrúlegar breytingar á heimilisfangi bestu leikmanna NBA-deildarinnar á ekki lengri tíma. Það sem meira er að margir leikmannanna hafa skipt oftar en einu sinni um lið á þessum tíma. Það eru menn eins og Kyrie Irving, Jimmy Butler, Isaiah Thomas, Paul George, Kawhi Leonard, DeMarcus Cousins, Carmelo Anthony og DeAndre Jordan.Leikmenn í Stjörnuleiknum 2017 sem hafa breytt um lið:Austurströndin: Kyrie Irving, Cleveland Cavaliers til Brooklyn Nets DeMar DeRozan, Toronto Raptors til San Antonio Spurs LeBron James, Cleveland Cavaliers til Los Angeles Lakers Jimmy Butler, Chicago Bulls til Miami Heat Isaiah Thomas, Boston Celtics til Washington Wizards Carmelo Anthony, New York Knicks - án liðs Paul George, Indiana Pacers til Los Angeles Clippers Kemba Walker, Charlotte Hornets til Boston Celtics Paul Millsap, Atlanta Hawks til Denver NuggetsVesturströndin Kevin Durant, Golden State Warriors til Brooklyn Nets Kawhi Leonard, San Antonio Spurs til Los Angeles Clippers Anthony Davis, New Orleans Pelicans til Los Angeles Lakers Russell Westbrook, Oklahoma City Thunder til Houston Rockets DeMarcus Cousins, Sacramento Kings til Los Angeles Lakers Marc Gasol, Memphis Grizzlies til Toronto Raptors DeAndre Jordan, Los Angeles Clippers til Brooklyn Nets Gordon Hayward, Utah Jazz til Boston Celtics NBA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Það eru bara liðin rúm tvö ár frá Stjörnuleik NBA-deildarinnar í körfubolta sem fór fram í New Orleans í Louisiana fylki 19. febúar 2017. Gríðarlegar sviptingar í NBA í sumar kom vel fram ef við skoðum félög stjörnuleikmanna deildarinnar þá og nú. Nú síðast skiptu Houston Rockets og Oklahoma City Thunder á tveimur stjörnuleikmönnum í nótt og úr varð nýtt ofurtvíeyki í Houston. NBA-greinandinn Steve Ilardi benti á magnaða staðreynd á Twitter. Aðeins 7 af 24 leikmönnum sem spiluðu í Stjörnuleik NBA árið 2017 eru enn hjá sama liði.Of the 24 players in the 2017 NBA All-Star Game, just 7 are still with the same team pic.twitter.com/vQXe8MOGAv — Steve Ilardi (@dr_ilardi) July 12, 2019Leikmennirnir sjö sem eru enn hjá sama liði og fyrir tveimur árum eru Stephen Curry, Klay Thompson og Draymond Green sem eru enn hjá Golden State Warriors, Giannis Antetokounmpo hjá Milwaukee Bucks, James Harden hjá Houston Rockets, Kyle Lowry hjá Toronto Raptors og John Wall hjá Washington Wizards. Hinir sautján hafa fundið sér nýtt lið á þessum þrjátíu mánuðum. Sumir hafa verið með lausan samning en öðrum hefur verið skipt á milli liða. Þetta eru ótrúlegar breytingar á heimilisfangi bestu leikmanna NBA-deildarinnar á ekki lengri tíma. Það sem meira er að margir leikmannanna hafa skipt oftar en einu sinni um lið á þessum tíma. Það eru menn eins og Kyrie Irving, Jimmy Butler, Isaiah Thomas, Paul George, Kawhi Leonard, DeMarcus Cousins, Carmelo Anthony og DeAndre Jordan.Leikmenn í Stjörnuleiknum 2017 sem hafa breytt um lið:Austurströndin: Kyrie Irving, Cleveland Cavaliers til Brooklyn Nets DeMar DeRozan, Toronto Raptors til San Antonio Spurs LeBron James, Cleveland Cavaliers til Los Angeles Lakers Jimmy Butler, Chicago Bulls til Miami Heat Isaiah Thomas, Boston Celtics til Washington Wizards Carmelo Anthony, New York Knicks - án liðs Paul George, Indiana Pacers til Los Angeles Clippers Kemba Walker, Charlotte Hornets til Boston Celtics Paul Millsap, Atlanta Hawks til Denver NuggetsVesturströndin Kevin Durant, Golden State Warriors til Brooklyn Nets Kawhi Leonard, San Antonio Spurs til Los Angeles Clippers Anthony Davis, New Orleans Pelicans til Los Angeles Lakers Russell Westbrook, Oklahoma City Thunder til Houston Rockets DeMarcus Cousins, Sacramento Kings til Los Angeles Lakers Marc Gasol, Memphis Grizzlies til Toronto Raptors DeAndre Jordan, Los Angeles Clippers til Brooklyn Nets Gordon Hayward, Utah Jazz til Boston Celtics
NBA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira