Risaskipti í NBA deildinni og Westbrook orðinn leikmaður Houston Rockets Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2019 08:00 Russell Westbrook og James Harden. Getty/Elsa Sviptingarnar í NBA-deildinni í körfubolta í sumar hafa verið ótrúlega miklar og enn ein stóra breytingin varð í gær þegar Houston Rockets og Oklahoma City Thunder komu sér saman um að skipta á stjörnum sínum. Russell Westbrook fer til Houston Rockets en Thunder fær í staðinn Chris Paul og tvo valrétti og tvo svokallaða skiptivalrétti. Valréttirnir sem Oklahoma City færi eru í fyrstu umferð 2024 og 2026.James Harden and Russell Westbrook are back together Westbrook is headed to the Rockets, per @wojespn and @royceyoung. pic.twitter.com/4mNLIyS1QX — ESPN (@espn) July 12, 2019Oklahoma City Thunder vildi skipta á Russell Westbrook eftir að ljóst varð að liðið ætlaði að byggja upp nýtt framtíðarlið. Westbrook var orðaður við Miami Heat en sú skipti voru of allt of langsótt. Liðið getur síðan skipts á valréttum við Houston 2021 og 2025. Westbrook er fjórum árum yngri en Chris Paul og verður nú liðsfélagi James Harden á nýjan leik. Þeir léku áður saman með Oklahoma City Thunder og það lið, með Kevin Durant þeim við hlið, fór alla leið í lokaúrslitin um NBA-titilinn. Harden og Westbrook er sagðir báðir mjög spenntir að fá tækifæri til að spila saman. Það fylgir jafnframt sögunni að Oklahoma City Thunder mun reyna að finna nýtt lið fyrir Chris Paul. Chris Paul er orðinn 34 ára gamall og vill komast til lið sem gefur honum tækifæri á að vinna NBA-titilinn í fyrsta sinn á ferlinum. Hann er því ekki mjög spenntur fyrir því að eyða síðustu tímabilunum á ferlinum í eitthvað uppbyggingarstarf í Oklahoma City.Russ and Harden were determined to reunite, per @WindhorstESPN. Full podcast: https://t.co/Z3Ct02Jx5ppic.twitter.com/dalsnoGivL — NBA on ESPN (@ESPNNBA) July 12, 2019Westbrook á fjögur ár eftir af samningi sínum og fær fyrir það 171 milljón dollara. Chris Paul á þrjú ár eftir af sínum samningi sem gefa hinum 124 milljónir dollara.This NBA offseason brought together some superstar duos pic.twitter.com/iBv6bfVnsO — SportsCenter (@SportsCenter) July 12, 2019 Russell Westbrook hefur verið með þrennu að meðaltali undanfarin þrjú tímabil en á síðasta tímabili var hann með 22,9 stig, 11,1 frákast og 10,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Chris Paul var aftur á móti með 15,6 stig, 8,2 stoðsendingar og 4,6 fráköst að meðaltali í leik en hann skoraði 17,0 stig að meðaltali í úrslitakeppninni.Russ will go down as one of the best in franchise history 2016-17 MVP 8-time All-Star Scored 18,859 points with Thunder, most in franchise 1 of 10 players in NBA history to record 15,000 points, 5,000 rebounds and 5,000 assists with a single franchise pic.twitter.com/SQnqvAko0H — SportsCenter (@SportsCenter) July 12, 2019 NBA Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Sviptingarnar í NBA-deildinni í körfubolta í sumar hafa verið ótrúlega miklar og enn ein stóra breytingin varð í gær þegar Houston Rockets og Oklahoma City Thunder komu sér saman um að skipta á stjörnum sínum. Russell Westbrook fer til Houston Rockets en Thunder fær í staðinn Chris Paul og tvo valrétti og tvo svokallaða skiptivalrétti. Valréttirnir sem Oklahoma City færi eru í fyrstu umferð 2024 og 2026.James Harden and Russell Westbrook are back together Westbrook is headed to the Rockets, per @wojespn and @royceyoung. pic.twitter.com/4mNLIyS1QX — ESPN (@espn) July 12, 2019Oklahoma City Thunder vildi skipta á Russell Westbrook eftir að ljóst varð að liðið ætlaði að byggja upp nýtt framtíðarlið. Westbrook var orðaður við Miami Heat en sú skipti voru of allt of langsótt. Liðið getur síðan skipts á valréttum við Houston 2021 og 2025. Westbrook er fjórum árum yngri en Chris Paul og verður nú liðsfélagi James Harden á nýjan leik. Þeir léku áður saman með Oklahoma City Thunder og það lið, með Kevin Durant þeim við hlið, fór alla leið í lokaúrslitin um NBA-titilinn. Harden og Westbrook er sagðir báðir mjög spenntir að fá tækifæri til að spila saman. Það fylgir jafnframt sögunni að Oklahoma City Thunder mun reyna að finna nýtt lið fyrir Chris Paul. Chris Paul er orðinn 34 ára gamall og vill komast til lið sem gefur honum tækifæri á að vinna NBA-titilinn í fyrsta sinn á ferlinum. Hann er því ekki mjög spenntur fyrir því að eyða síðustu tímabilunum á ferlinum í eitthvað uppbyggingarstarf í Oklahoma City.Russ and Harden were determined to reunite, per @WindhorstESPN. Full podcast: https://t.co/Z3Ct02Jx5ppic.twitter.com/dalsnoGivL — NBA on ESPN (@ESPNNBA) July 12, 2019Westbrook á fjögur ár eftir af samningi sínum og fær fyrir það 171 milljón dollara. Chris Paul á þrjú ár eftir af sínum samningi sem gefa hinum 124 milljónir dollara.This NBA offseason brought together some superstar duos pic.twitter.com/iBv6bfVnsO — SportsCenter (@SportsCenter) July 12, 2019 Russell Westbrook hefur verið með þrennu að meðaltali undanfarin þrjú tímabil en á síðasta tímabili var hann með 22,9 stig, 11,1 frákast og 10,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Chris Paul var aftur á móti með 15,6 stig, 8,2 stoðsendingar og 4,6 fráköst að meðaltali í leik en hann skoraði 17,0 stig að meðaltali í úrslitakeppninni.Russ will go down as one of the best in franchise history 2016-17 MVP 8-time All-Star Scored 18,859 points with Thunder, most in franchise 1 of 10 players in NBA history to record 15,000 points, 5,000 rebounds and 5,000 assists with a single franchise pic.twitter.com/SQnqvAko0H — SportsCenter (@SportsCenter) July 12, 2019
NBA Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum