Fjölskylduvænni námsaðstoð Lilja Alfreðsdóttir skrifar 12. júlí 2019 06:45 Frumvarpsdrög um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna, nýjan námsstyrkja- og lánasjóð, voru kynnt í samráðsgátt stjórnvalda í vikunni. Frumvarpið er afurð heildarendurskoðunar á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Markmið þess er að tryggja þeim sem falla undir lögin tækifæri til náms án tillits til efnahags og stöðu að öðru leyti, með því að veita námsmönnum fjárhagslega aðstoð í formi námslána og styrkja. Með samþykkt frumvarpsins verða gerðar róttækar breytingar á námslánakerfinu og verður stuðningur við barnafólk aukinn sérstaklega. Í núverandi námslánakerfi er lánað fyrir framfærslu barna en með nýju fyrirkomulagi geta lánþegar fengið styrk vegna slíkrar framfærslu. Ákvæði þetta er nýmæli en markmiðið með styrknum er að jafna aðstöðu lánþega sem eiga börn og annarra lánþega, og koma í veg fyrir hærri skuldsetningu þeirra að námi loknu. Gert er ráð fyrir að styrkur til framfærslu hvers barns sé í samræmi við námstíma námsmanns að hámarki 96 mánuðir. Fæðingartíðni á Íslandi er í sögulegu lágmarki og námsmenn á Íslandi eru líklegri til að hafa fjölskyldu á framfæri en námsmenn í öðrum Evrópuríkjum. Ríkisstjórnin leggur ríka áherslu á að styðja enn betur við barnafólk en í ársbyrjun voru til að mynda óskertar hámarksgreiðslur úr fæðingarorlofssjóði hækkaðar um rúm 15% og er lenging samanlagðs réttar foreldra til fæðingarorlofs úr 9 mánuðum í 12 í farvatninu. Með Stuðningssjóði íslenskra námsmanna munum við styðja betur við barnafólk sem þiggur lán hjá sjóðnum á meðan á námi stendur. Frumvarp um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna er mikilvægt og tímabært skref í þá átt að bæta kjör og aðstæður námsmanna líkt og fjallað er um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Ég þakka námsmannahreyfingunni og þeim fjölmörgu sem komið hafa að undirbúningi þessa tímamótafrumvarps og hvet áhugasama til þess að kynna sér frumvarpsdrögin sem nú eru aðgengileg í samráðsgátt stjórnvalda.Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lilja Alfreðsdóttir Námslán Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Frumvarpsdrög um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna, nýjan námsstyrkja- og lánasjóð, voru kynnt í samráðsgátt stjórnvalda í vikunni. Frumvarpið er afurð heildarendurskoðunar á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Markmið þess er að tryggja þeim sem falla undir lögin tækifæri til náms án tillits til efnahags og stöðu að öðru leyti, með því að veita námsmönnum fjárhagslega aðstoð í formi námslána og styrkja. Með samþykkt frumvarpsins verða gerðar róttækar breytingar á námslánakerfinu og verður stuðningur við barnafólk aukinn sérstaklega. Í núverandi námslánakerfi er lánað fyrir framfærslu barna en með nýju fyrirkomulagi geta lánþegar fengið styrk vegna slíkrar framfærslu. Ákvæði þetta er nýmæli en markmiðið með styrknum er að jafna aðstöðu lánþega sem eiga börn og annarra lánþega, og koma í veg fyrir hærri skuldsetningu þeirra að námi loknu. Gert er ráð fyrir að styrkur til framfærslu hvers barns sé í samræmi við námstíma námsmanns að hámarki 96 mánuðir. Fæðingartíðni á Íslandi er í sögulegu lágmarki og námsmenn á Íslandi eru líklegri til að hafa fjölskyldu á framfæri en námsmenn í öðrum Evrópuríkjum. Ríkisstjórnin leggur ríka áherslu á að styðja enn betur við barnafólk en í ársbyrjun voru til að mynda óskertar hámarksgreiðslur úr fæðingarorlofssjóði hækkaðar um rúm 15% og er lenging samanlagðs réttar foreldra til fæðingarorlofs úr 9 mánuðum í 12 í farvatninu. Með Stuðningssjóði íslenskra námsmanna munum við styðja betur við barnafólk sem þiggur lán hjá sjóðnum á meðan á námi stendur. Frumvarp um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna er mikilvægt og tímabært skref í þá átt að bæta kjör og aðstæður námsmanna líkt og fjallað er um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Ég þakka námsmannahreyfingunni og þeim fjölmörgu sem komið hafa að undirbúningi þessa tímamótafrumvarps og hvet áhugasama til þess að kynna sér frumvarpsdrögin sem nú eru aðgengileg í samráðsgátt stjórnvalda.Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun