Tillaga Íslands samþykkt og Filippseyingar bregðast illa við Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. júlí 2019 11:03 Filippseyingar höfnuðu ályktun mannréttindaráðsins að lokinni atkvæðagreiðslu. Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í morgun ályktun sem Ísland hafði lagt fram í ráðinu um stöðu mannréttindamála á Filippseyjum. Með samþykkt ályktunarinnar lýsir mannréttindaráðið formlega yfir áhyggjum af ástandinu á Filippseyjum, hvetur stjórnvöld í landinu til að stöðva aftökur á fólki án dóms og laga og draga þá til ábyrgðar sem hafa staðið fyrir slíku. Enn fremur er farið fram á að stjórnvöld á Filippseyjum sýni skrifstofu mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna, sem og stofnunum mannréttindaráðsins, fullan samstarfsvilja. Loks er mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna falið að standa fyrir skýrslugerð um stöðu mannréttindamála á Filippseyjum og leggja fyrir mannréttindaráðið að ári liðnu. Atkvæðagreiðslunni lyktaði þannig að 18 studdu ályktunina, 15 sátu hjá og 14 voru á móti. Er þetta í fyrsta skipti sem Ísland lætur að sér kveða með þessum hætti í ráðinu og í fyrsta skipti sem ályktun er samþykkt á þessum vettvangi um stöðu mannréttinda á Filippseyjum. Fulltrúi Filippseyja í ráðinu segir þjóðirnar sem greiddu atkvæði með ályktuninni hræsnara. Filippseyingar verði sérstaklega óvinir þeirra þjóða sem þykist vera vinir þeirra en séu ekki, svokallaðir falsvinir. Klippa: Filippseyingar brugðust illa við tillögu Íslendinga Mannréttindaráðið standi undir nafni „Með því að leggja fram þessa ályktun var Ísland að fylgja eftir fyrra frumkvæði sínu. Það er afar mikilvægt enda hefur það sýnt sig að ástand mannréttindamála í Filippseyjum hefur farið stigversnandi. Mannréttindi eru hornsteinn í utanríkisstefnu Íslands og við hétum því þegar við tókum sæti í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að setja mark okkar á starfsemi ráðsins og láta til okkar taka þar sem þörf er á. Það höfum við gert meðal annars í málefnum Filippseyja, sem og gagnvart Sádi-Arabíu. Ég er ánægður með niðurstöðuna í dag og tel að með samþykkt þessarar ályktunar sé mannréttindaráðið að standa undir nafni sem helsti vettvangur umræðu um mannréttindamál í heiminum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Harald Aspelund, fastafulltrúi Íslands, flytur ávarp við upphaf atkvæðagreiðslunnar. Alls voru þrjátíu og eitt ríki meðflytjendur að ályktun Íslands. Tildrög ályktunarinnar eru þau að Ísland hefur á síðustu tveimur árum þrívegis flutt sameiginlega yfirlýsingu í mannréttindaráðinu fyrir hönd fjölda ríkja um mannréttindaástandið á Filippseyjum, einkum í tengslum við aftökur án dóms og laga sem stjórnvöld hafa réttlætt á grundvelli svokallaðs stríðs gegn eiturlyfjum.Í síðustu sameiginlegu yfirlýsingunni sem Ísland flutti, þá fyrir hönd 39 ríkja í júní 2018, var sérstaklega tekið fram að ef stjórnvöld á Filippseyjum væru ekki tilbúin til að leyfa heimsóknir og eftirlit sérfræðinga á vegum mannréttindaráðsins, eða skrifstofu mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna, yrði mannréttindaráðið að íhuga frekari skref, þ.m.t. að mögulega samþykkja ályktun um ástandið. Ellefu sérstakir skýrslugjafar á vegum mannréttindaráðsins sendu 7. júní síðastliðinn frá sér tilmæli til aðildarríkja ráðsins um að stíga nú skrefið til fulls og setja á laggirnar óháða rannsókn á mannréttindabrotum á Filippseyjum. Var þar vísað til þess að mannréttindaástandið í landinu færi sífellt versnandi, meðal annars væri æ algengara að baráttufólk fyrir mannréttindum yrði fyrir ofsóknum og árásum vegna gagnrýni á þær aðferðir sem stjórnvöld á Filippseyjum beittu í svonefndu stríði gegn eiturlyfjum. Guðlaugur Þór Þórðarson segir mannréttindaráðið standa undir nafni með ályktun sinni. Fjörutíu og sjö ríki sitja í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna og hafa þar atkvæðisrétt, þeirra á meðal bæði Ísland og Filippseyjar. Ísland tók sæti í mannréttindaráðinu í fyrsta sinn í júlí 2018. Kjörtímabili Íslands lýkur í lok þessa árs. Verulega ósáttir Filippseyingar hafa brugðist afar illa við tillögu Íslendinga og sakað þá um hræsni og sagt Íslendinga handbendi eiturlyfjabaróna. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur sagt málflutning Filippseyinga ekki svaraverðan. Fulltrúi Filippseyja í mannréttindaráðinu sagði að lokinni atkvæðagreiðslu að Filippseyingar verði andstæðingar óvina sinna, liðsfélagar vina sinna en enn meiri andstæðingar falskra vina. Henni yrði ekki tekið þegjandi. Ítrekaði hann ásakanir um hræsni í garð þeirra þjóða sem greiddu atkvæði með tillögu Íslands. Þá sagði hann að freistingin væri mikil að ganga frá mannréttindaráðinu í ljósi þessarar niðurstöðu. Filippseyingar yrðu aftur á móti að standa áfram vörð um mannréttindi. Þá hafði hann eftir forseta landsins að stefnu landsins í utanríkismálum yrði ekki haggað. „Það má segja að utanríkisstefna okkar hafi í heildina snúist um að vera vinir allra og óvinir engra. Í ljósi aðstæðna í dag þá erum við nú vinir vina okkar, óvinir óvina okkar og enn meiri óvinir falskra vina. Við endurnýjum samstöðu við sanna vini sem hafa staðið með okkur í gegnum þennan farsa. En við munum ekki láta viðgangast nokkra óvirðingu eða gjörðir í annarlegum tilgangi. Það verða afleiðingar, sem munu teygja sig langt.“ Tengd skjöl Tillaga Íslands í mannréttindaráði SÞ vegna mannréttindaástandsins á Filippseyjum Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Kókaín flýtur á land á Filippseyjum Undanfarna mánuði hafa kókaínkubbar, sem áætlað er að séu mörg hundruð milljón króna virði, flotið á land við austurströnd Filippseyj 9. júlí 2019 08:16 Aftökur án dóms og laga tíðar á Filippseyjum Mannréttindasamtök hvetja mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna að samþykkja tillögu um að rannsaka fíkniefnastríðið á Filippseyjum. 8. júlí 2019 08:14 Ummælin til marks um slæma samvisku Málflutningur utanríkisráðherra Filippseyja er ekki svaraverður. Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í samtali við Fréttablaðið. 11. júlí 2019 06:30 Segir Íslendinga handbendi eiturlyfjabaróna Fari svo að tillaga, sem gerir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta, verði samþykkt munu allir sem að henni standa fá veglega bónusgreiðslu frá eiturlyfjahringjum. 10. júlí 2019 09:15 Vísar ásökunum um hræsni til föðurhúsanna Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vísar ásökunum sendiherra Filippseyja um hræsni Íslendinga í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna til föðurhúsanna. 9. júlí 2019 12:55 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í morgun ályktun sem Ísland hafði lagt fram í ráðinu um stöðu mannréttindamála á Filippseyjum. Með samþykkt ályktunarinnar lýsir mannréttindaráðið formlega yfir áhyggjum af ástandinu á Filippseyjum, hvetur stjórnvöld í landinu til að stöðva aftökur á fólki án dóms og laga og draga þá til ábyrgðar sem hafa staðið fyrir slíku. Enn fremur er farið fram á að stjórnvöld á Filippseyjum sýni skrifstofu mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna, sem og stofnunum mannréttindaráðsins, fullan samstarfsvilja. Loks er mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna falið að standa fyrir skýrslugerð um stöðu mannréttindamála á Filippseyjum og leggja fyrir mannréttindaráðið að ári liðnu. Atkvæðagreiðslunni lyktaði þannig að 18 studdu ályktunina, 15 sátu hjá og 14 voru á móti. Er þetta í fyrsta skipti sem Ísland lætur að sér kveða með þessum hætti í ráðinu og í fyrsta skipti sem ályktun er samþykkt á þessum vettvangi um stöðu mannréttinda á Filippseyjum. Fulltrúi Filippseyja í ráðinu segir þjóðirnar sem greiddu atkvæði með ályktuninni hræsnara. Filippseyingar verði sérstaklega óvinir þeirra þjóða sem þykist vera vinir þeirra en séu ekki, svokallaðir falsvinir. Klippa: Filippseyingar brugðust illa við tillögu Íslendinga Mannréttindaráðið standi undir nafni „Með því að leggja fram þessa ályktun var Ísland að fylgja eftir fyrra frumkvæði sínu. Það er afar mikilvægt enda hefur það sýnt sig að ástand mannréttindamála í Filippseyjum hefur farið stigversnandi. Mannréttindi eru hornsteinn í utanríkisstefnu Íslands og við hétum því þegar við tókum sæti í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að setja mark okkar á starfsemi ráðsins og láta til okkar taka þar sem þörf er á. Það höfum við gert meðal annars í málefnum Filippseyja, sem og gagnvart Sádi-Arabíu. Ég er ánægður með niðurstöðuna í dag og tel að með samþykkt þessarar ályktunar sé mannréttindaráðið að standa undir nafni sem helsti vettvangur umræðu um mannréttindamál í heiminum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Harald Aspelund, fastafulltrúi Íslands, flytur ávarp við upphaf atkvæðagreiðslunnar. Alls voru þrjátíu og eitt ríki meðflytjendur að ályktun Íslands. Tildrög ályktunarinnar eru þau að Ísland hefur á síðustu tveimur árum þrívegis flutt sameiginlega yfirlýsingu í mannréttindaráðinu fyrir hönd fjölda ríkja um mannréttindaástandið á Filippseyjum, einkum í tengslum við aftökur án dóms og laga sem stjórnvöld hafa réttlætt á grundvelli svokallaðs stríðs gegn eiturlyfjum.Í síðustu sameiginlegu yfirlýsingunni sem Ísland flutti, þá fyrir hönd 39 ríkja í júní 2018, var sérstaklega tekið fram að ef stjórnvöld á Filippseyjum væru ekki tilbúin til að leyfa heimsóknir og eftirlit sérfræðinga á vegum mannréttindaráðsins, eða skrifstofu mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna, yrði mannréttindaráðið að íhuga frekari skref, þ.m.t. að mögulega samþykkja ályktun um ástandið. Ellefu sérstakir skýrslugjafar á vegum mannréttindaráðsins sendu 7. júní síðastliðinn frá sér tilmæli til aðildarríkja ráðsins um að stíga nú skrefið til fulls og setja á laggirnar óháða rannsókn á mannréttindabrotum á Filippseyjum. Var þar vísað til þess að mannréttindaástandið í landinu færi sífellt versnandi, meðal annars væri æ algengara að baráttufólk fyrir mannréttindum yrði fyrir ofsóknum og árásum vegna gagnrýni á þær aðferðir sem stjórnvöld á Filippseyjum beittu í svonefndu stríði gegn eiturlyfjum. Guðlaugur Þór Þórðarson segir mannréttindaráðið standa undir nafni með ályktun sinni. Fjörutíu og sjö ríki sitja í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna og hafa þar atkvæðisrétt, þeirra á meðal bæði Ísland og Filippseyjar. Ísland tók sæti í mannréttindaráðinu í fyrsta sinn í júlí 2018. Kjörtímabili Íslands lýkur í lok þessa árs. Verulega ósáttir Filippseyingar hafa brugðist afar illa við tillögu Íslendinga og sakað þá um hræsni og sagt Íslendinga handbendi eiturlyfjabaróna. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur sagt málflutning Filippseyinga ekki svaraverðan. Fulltrúi Filippseyja í mannréttindaráðinu sagði að lokinni atkvæðagreiðslu að Filippseyingar verði andstæðingar óvina sinna, liðsfélagar vina sinna en enn meiri andstæðingar falskra vina. Henni yrði ekki tekið þegjandi. Ítrekaði hann ásakanir um hræsni í garð þeirra þjóða sem greiddu atkvæði með tillögu Íslands. Þá sagði hann að freistingin væri mikil að ganga frá mannréttindaráðinu í ljósi þessarar niðurstöðu. Filippseyingar yrðu aftur á móti að standa áfram vörð um mannréttindi. Þá hafði hann eftir forseta landsins að stefnu landsins í utanríkismálum yrði ekki haggað. „Það má segja að utanríkisstefna okkar hafi í heildina snúist um að vera vinir allra og óvinir engra. Í ljósi aðstæðna í dag þá erum við nú vinir vina okkar, óvinir óvina okkar og enn meiri óvinir falskra vina. Við endurnýjum samstöðu við sanna vini sem hafa staðið með okkur í gegnum þennan farsa. En við munum ekki láta viðgangast nokkra óvirðingu eða gjörðir í annarlegum tilgangi. Það verða afleiðingar, sem munu teygja sig langt.“ Tengd skjöl Tillaga Íslands í mannréttindaráði SÞ vegna mannréttindaástandsins á Filippseyjum
Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Kókaín flýtur á land á Filippseyjum Undanfarna mánuði hafa kókaínkubbar, sem áætlað er að séu mörg hundruð milljón króna virði, flotið á land við austurströnd Filippseyj 9. júlí 2019 08:16 Aftökur án dóms og laga tíðar á Filippseyjum Mannréttindasamtök hvetja mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna að samþykkja tillögu um að rannsaka fíkniefnastríðið á Filippseyjum. 8. júlí 2019 08:14 Ummælin til marks um slæma samvisku Málflutningur utanríkisráðherra Filippseyja er ekki svaraverður. Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í samtali við Fréttablaðið. 11. júlí 2019 06:30 Segir Íslendinga handbendi eiturlyfjabaróna Fari svo að tillaga, sem gerir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta, verði samþykkt munu allir sem að henni standa fá veglega bónusgreiðslu frá eiturlyfjahringjum. 10. júlí 2019 09:15 Vísar ásökunum um hræsni til föðurhúsanna Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vísar ásökunum sendiherra Filippseyja um hræsni Íslendinga í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna til föðurhúsanna. 9. júlí 2019 12:55 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Kókaín flýtur á land á Filippseyjum Undanfarna mánuði hafa kókaínkubbar, sem áætlað er að séu mörg hundruð milljón króna virði, flotið á land við austurströnd Filippseyj 9. júlí 2019 08:16
Aftökur án dóms og laga tíðar á Filippseyjum Mannréttindasamtök hvetja mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna að samþykkja tillögu um að rannsaka fíkniefnastríðið á Filippseyjum. 8. júlí 2019 08:14
Ummælin til marks um slæma samvisku Málflutningur utanríkisráðherra Filippseyja er ekki svaraverður. Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í samtali við Fréttablaðið. 11. júlí 2019 06:30
Segir Íslendinga handbendi eiturlyfjabaróna Fari svo að tillaga, sem gerir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta, verði samþykkt munu allir sem að henni standa fá veglega bónusgreiðslu frá eiturlyfjahringjum. 10. júlí 2019 09:15
Vísar ásökunum um hræsni til föðurhúsanna Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vísar ásökunum sendiherra Filippseyja um hræsni Íslendinga í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna til föðurhúsanna. 9. júlí 2019 12:55