MDE dæmir Exeter-mál á þriðjudaginn Kristinn Haukur Guðnason skrifar 11. júlí 2019 07:15 Styrmir Þór í héraðsdómi. fréttablaðið/Stefán Karlsson Mannréttindadómstóll Evrópu mun kveða upp dóm í máli Styrmis Þórs Bragasonar gegn íslenska ríkinu á þriðjudag, 17. júlí. Styrmir, sem er fyrrverandi forstjóri MP banka, var árið 2013 dæmdur af Hæstarétti Íslands til eins árs fangelsis í hinu svokallaða Exeter-máli. Styrmir kvartaði til Mannréttindadómstólsins sem tók málið til meðferðar vorið 2016. Styrmir var fundinn sekur um hlutdeild í umboðssvikum tengdum lánveitingum sparisjóðsins Byrs til Tæknisetursins Arkea ehf. til kaupa á stofnfjárbréfum í sjóðnum. Samkvæmt dómnum hafi hann lagt á ráðin um það ásamt Jóni Þorsteinssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Byrs, og Ragnari Z. Guðjónssyni, fyrrverandi sparisjóðsstjóra. Hlutu þeir hvor um sig fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm í málinu. Héraðsdómur sýknaði Styrmi í tvígang í málinu en Hæstiréttur komst að annarri niðurstöðu. Kæra Styrmis fyrir Mannréttindadómstólnum lýtur að því að brotið hafi verið gegn reglu um milliliðalausa sönnunarfærslu. Hafi Hæstiréttur endurmetið sönnunargildi munnlegs framburðar án þess að vitnin hafi komið fyrir réttinn og gefið skýrslu. Þetta er sama atriði og var meðal annars notað í hinu svokallaða Vegasmáli frá 2003. Þá komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði ekki veitt sakborningi réttláta málsmeðferð í manndrápsmáli. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Innlent Fleiri fréttir „Þetta er beinlínis hryllingur“ Hildur H. Dungal nýr skrifstofustjóri hjá Ingu Sæland Segja fullreynt að ræða við Vegagerðina og biðla til ráðherra um aðgerðir Sláandi myndskeið af meintu dýraníði og einhleypir koma saman Handtekinn grunaður um líkamsárás eftir að vitni elti hann uppi „Við viljum bara keyra hlutina í gang“ Ólafur Reynir nýr starfsmaður þingflokks Framsóknar Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Hætta áætlunarflugi til Húsavíkur í næsta mánuði Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Lagði hendur á lögreglumenn í landgangi Undanþágubeiðninni ekki hafnað Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu mun kveða upp dóm í máli Styrmis Þórs Bragasonar gegn íslenska ríkinu á þriðjudag, 17. júlí. Styrmir, sem er fyrrverandi forstjóri MP banka, var árið 2013 dæmdur af Hæstarétti Íslands til eins árs fangelsis í hinu svokallaða Exeter-máli. Styrmir kvartaði til Mannréttindadómstólsins sem tók málið til meðferðar vorið 2016. Styrmir var fundinn sekur um hlutdeild í umboðssvikum tengdum lánveitingum sparisjóðsins Byrs til Tæknisetursins Arkea ehf. til kaupa á stofnfjárbréfum í sjóðnum. Samkvæmt dómnum hafi hann lagt á ráðin um það ásamt Jóni Þorsteinssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Byrs, og Ragnari Z. Guðjónssyni, fyrrverandi sparisjóðsstjóra. Hlutu þeir hvor um sig fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm í málinu. Héraðsdómur sýknaði Styrmi í tvígang í málinu en Hæstiréttur komst að annarri niðurstöðu. Kæra Styrmis fyrir Mannréttindadómstólnum lýtur að því að brotið hafi verið gegn reglu um milliliðalausa sönnunarfærslu. Hafi Hæstiréttur endurmetið sönnunargildi munnlegs framburðar án þess að vitnin hafi komið fyrir réttinn og gefið skýrslu. Þetta er sama atriði og var meðal annars notað í hinu svokallaða Vegasmáli frá 2003. Þá komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði ekki veitt sakborningi réttláta málsmeðferð í manndrápsmáli.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Innlent Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Innlent Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Innlent Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Innlent Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Innlent Svekktar og reiðar yfir viðbrögðum veitingamannsins Innlent Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Innlent Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Erlent Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista Innlent Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Innlent Fleiri fréttir „Þetta er beinlínis hryllingur“ Hildur H. Dungal nýr skrifstofustjóri hjá Ingu Sæland Segja fullreynt að ræða við Vegagerðina og biðla til ráðherra um aðgerðir Sláandi myndskeið af meintu dýraníði og einhleypir koma saman Handtekinn grunaður um líkamsárás eftir að vitni elti hann uppi „Við viljum bara keyra hlutina í gang“ Ólafur Reynir nýr starfsmaður þingflokks Framsóknar Vilja afnema sérréttindi opinberra starfsmanna Hætta áætlunarflugi til Húsavíkur í næsta mánuði Jóhann Páll hækkar hreindýraveiðileyfi hressilega Missa herbergið eftir allt saman: „Með eindæmum lítilmannlegt“ Kristín til aðstoðar forsætisráðherra Lagði hendur á lögreglumenn í landgangi Undanþágubeiðninni ekki hafnað Samúel Jói og Shamsudin-tvíburarnir á leið í steininn Ekkert sem bendi til þess að þetta ætti ekki að takast Borgaryfirvöld svara engu og Búseti ekki séð neinar breytingatillögur Flugfélögum verði skylt að afhenda farþegalista „Séra Jón stjórnmálaflokkanna og bara Jón almennings“ Meirihlutaviðræður enn í gangi Sigrún aðstoðar kryddpíurnar í borginni Lýsir ógnarástandi í bekk dóttur sinnar: „Ofbeldið er enn þá alvarlegra en fólk heldur“ Fundað um afmarkaðan þátt kjaradeilunnar Saksóknari hefði þurft að geta í eyðurnar Stöðvar framkvæmdir við Þorlákshöfn vegna kæru brimbrettafólks „Við vitum að þessu er stjórnað af Áslaugu Örnu“ Samgöngustofa hafnar beiðni Norlandair um undanþágu frá lokun Húsbrot, þjófnaðir og slagsmál Vill auka eftirlit með þungaflutningum Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Sjá meira