Segir Hegningarhúsið frátekið fyrir lögmenn Kristinn Haukur Guðnason skrifar 11. júlí 2019 06:30 Margir hafa augastað á Níunni enda á frábærum stað. Fréttablaðið/Stefán „Við myndum auðvitað vilja vera með okkar aðstöðu í þessu húsi og teljum okkur eiga meira tilkall til þess en lögmenn enda húsið byggt yfir okkur, svona þannig lagað,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, um Hegningarhúsið við Skólavörðustíg. Unnið er að viðhaldi hússins eins og Fréttablaðið greindi frá í vor en ekki liggur fyrir hvaða starfsemi verður í því til framtíðar. „Þegar ég lýsti áhuga félagsins á að fá aðstöðu fyrir fanga og fyrrverandi fanga í húsinu, var mér tjáð að húsið væri frátekið fyrir Lögmannafélagið,“ segir Guðmundur og segir málið hafa komið til umræðu í kerfinu fyrir stuttu þar sem var verið að ræða fangelsismál. Afstaða hefur leigt húsnæði fyrir starfsemina í Ártúnshöfða en þar er fyrirhugað að vera með skrifstofuaðstöðu félagsins, móttökumiðstöð fyrir aðstandendur og neyðargistiúrræði fyrir þá sem lokið hafa afplánun en þurfa tíma til að aðlagast samfélaginu og fóta sig á eigin spýtur. „Það væri frábært fyrir okkar félag að vera meira miðsvæðis og geta boðið skjólstæðingum okkar þjónustu þar sem þeir eru. Og við byggðum þetta hús yfir okkur sjálfir, í sögulegu ljósi allavega og því eigum við auðvitað meira tilkall til þess en nokkur annar þjóðfélagshópur,“ segir Guðmundur. Aðspurður segir hann að félagið myndi alls ekki þurfa allt húsið. „Ég efast ég ekki um að samskipti okkar við lögmenn yrðu góð á níunni hér eftir sem hingað til,“ segir Guðmundur og vísar til sambands verjenda við fanga um árabil í húsinu. „Draumurinn væri sá að þarna yrði ákveðin „regnhlíf“ þar sem margir aðilar sem tengjast fangelsismálum myndu mynda hóp þar sem unnið væri að betrunarstefnu og úrræðum í fangelsismálum. Ég sé fyrir mér aðkomu Afstöðu, Fangelsismálastofnunar, Sambands sveitarfélaga, Rauða krossins, Hjálpræðishersins, lögreglunnar, Lögmannafélagsins, Geðhjálpar, Stígamóta og Mannréttindaskrifstofu Íslands. Þetta held ég að myndi aðstoða okkur við að komast inn í nútímann í fangelsismálum, sáttamiðlunum og skaðaminnkunum, þar sem unnið væri með dómþola, aðstandendur og brotaþola,“ segir Guðmundur og leggur áherslu gildi fræðslu og samvinnu. Óvissa hefur ríkt um framtíð hússins síðan starfseminni var hætt þar sumarið 2016. Fréttablaðið hefur áður greint frá því að það kosti 300 milljónir að gera húsið upp að utan. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu er áætlað að kostnaður við að innrétta húsið fyrir nýja starfsemi sé ekki undir einum milljarði króna. Ráðuneytið hefur ekki enn viljað svara því hvers kyns starfsemi það yrði og því óljóst hver muni bera kostnaðinn. Í samtali við Fréttablaðið sagðist Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélagsins, ekki kannast við neitt vilyrði eða nein skilaboð frá stjórnvöldum varðandi húsið. Hún segir félagið hafa sýnt áhuga í tíð fyrri formanns, Reimars Péturssonar. „Það hefur ekkert verið rætt um þetta síðastliðið ár, ekki síðan ég kom þarna inn.“ segir Berglind en vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira
„Við myndum auðvitað vilja vera með okkar aðstöðu í þessu húsi og teljum okkur eiga meira tilkall til þess en lögmenn enda húsið byggt yfir okkur, svona þannig lagað,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, um Hegningarhúsið við Skólavörðustíg. Unnið er að viðhaldi hússins eins og Fréttablaðið greindi frá í vor en ekki liggur fyrir hvaða starfsemi verður í því til framtíðar. „Þegar ég lýsti áhuga félagsins á að fá aðstöðu fyrir fanga og fyrrverandi fanga í húsinu, var mér tjáð að húsið væri frátekið fyrir Lögmannafélagið,“ segir Guðmundur og segir málið hafa komið til umræðu í kerfinu fyrir stuttu þar sem var verið að ræða fangelsismál. Afstaða hefur leigt húsnæði fyrir starfsemina í Ártúnshöfða en þar er fyrirhugað að vera með skrifstofuaðstöðu félagsins, móttökumiðstöð fyrir aðstandendur og neyðargistiúrræði fyrir þá sem lokið hafa afplánun en þurfa tíma til að aðlagast samfélaginu og fóta sig á eigin spýtur. „Það væri frábært fyrir okkar félag að vera meira miðsvæðis og geta boðið skjólstæðingum okkar þjónustu þar sem þeir eru. Og við byggðum þetta hús yfir okkur sjálfir, í sögulegu ljósi allavega og því eigum við auðvitað meira tilkall til þess en nokkur annar þjóðfélagshópur,“ segir Guðmundur. Aðspurður segir hann að félagið myndi alls ekki þurfa allt húsið. „Ég efast ég ekki um að samskipti okkar við lögmenn yrðu góð á níunni hér eftir sem hingað til,“ segir Guðmundur og vísar til sambands verjenda við fanga um árabil í húsinu. „Draumurinn væri sá að þarna yrði ákveðin „regnhlíf“ þar sem margir aðilar sem tengjast fangelsismálum myndu mynda hóp þar sem unnið væri að betrunarstefnu og úrræðum í fangelsismálum. Ég sé fyrir mér aðkomu Afstöðu, Fangelsismálastofnunar, Sambands sveitarfélaga, Rauða krossins, Hjálpræðishersins, lögreglunnar, Lögmannafélagsins, Geðhjálpar, Stígamóta og Mannréttindaskrifstofu Íslands. Þetta held ég að myndi aðstoða okkur við að komast inn í nútímann í fangelsismálum, sáttamiðlunum og skaðaminnkunum, þar sem unnið væri með dómþola, aðstandendur og brotaþola,“ segir Guðmundur og leggur áherslu gildi fræðslu og samvinnu. Óvissa hefur ríkt um framtíð hússins síðan starfseminni var hætt þar sumarið 2016. Fréttablaðið hefur áður greint frá því að það kosti 300 milljónir að gera húsið upp að utan. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu er áætlað að kostnaður við að innrétta húsið fyrir nýja starfsemi sé ekki undir einum milljarði króna. Ráðuneytið hefur ekki enn viljað svara því hvers kyns starfsemi það yrði og því óljóst hver muni bera kostnaðinn. Í samtali við Fréttablaðið sagðist Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélagsins, ekki kannast við neitt vilyrði eða nein skilaboð frá stjórnvöldum varðandi húsið. Hún segir félagið hafa sýnt áhuga í tíð fyrri formanns, Reimars Péturssonar. „Það hefur ekkert verið rætt um þetta síðastliðið ár, ekki síðan ég kom þarna inn.“ segir Berglind en vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira