Ágúst: Mikilvægt fyrir okkur að komast áfram Anton Ingi Leifsson skrifar 11. júlí 2019 06:00 Breiðablik spilar í kvöld fyrri leikinn við FC Vaduz sem kemur frá Liechtenstein en spilar í svissnesku B-deildinni. Leikurinn er liður í forkeppni Evrópudeildarinnar og er fyrri leikur liðanna. Ágúst Gylfason, þjálfari Blika, hefur undanfarna daga verið duglegur að skoða andstæðinganna fyrir leikinn á Kópavogsvelli í kvöld og segir Vaduz-liðið býsna sterkt. „Við erum að spila á móti atvinnumannaliði sem eru sterkir. Ég er búinn að horfa á mikið af leikjum hjá þeim og þeir eru góðir á boltann. Þeir vilja stýra leikjum,“ sagði Ágúst við Arnar Björnsson. „Við þurfum að átta okkur á því að við erum ekki að fara keyra mikið á þetta lið. Við þurfum að vera þolinmóðir og liggja aðeins til baka og beita skyndisóknum sem við gerðum mjög vel í fyrra.“ Breiðablik spilaði mjög þéttan varnarleik í fyrra og beitti öflugum skyndisóknum og boðar Ágúst svipað upplegg fyrir leikinn í kvöld. „Við erum ekki eins öflugir og beinskeyttir núna. Við erum aðeins að breyta um takt og þetta er nýtt mót. Það er mikilvægt fyrir okkur að komast áfram og við leggjum leikinn upp þannig á morgun að við ætlum að liggja til baka og vera þolinmóðir.“ „Vonandi dugar það gegn þessu góða Vaduz-liði,“ en í kringum lið Breiðabliks eru tveir menn sem spiluðu með Vaduz á sínum tíma. Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Blika, spilaði þar og á sama tíma var framherjinn Guðmundur Steinarsson hjá félaginu. Guðmundur er nú aðstoðarþjálfari Blika en Gunnleifur segir að liðið sé býsna gott atvinnumannalið. „Þetta er atvinnumannalið sem er í Evrópukeppni ár eftir ár. Þeir vinna bikarinn í Liechtenstein og spila í svissnesku B-deildinni núna. Þeir eru þaulvant alvöru keppnum og vita hvað þeir eru að gera,“ sagði Gunnleifur og bætti við að lokum: „Ég ætla ekki að draga úr neinu eða byggja neitt upp en þetta er Evrópukeppni. Íslensk lið verða alltaf að virða andstæðinginn í þessu og vera með öryggið á oddinum og Það eru engar hugmyndir um öruggan sigur á heimavelli.“ Leikur Beiðabliks og Vaduz hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður leikurinn að sjálfsögðu í Boltavaktinni á Vísi í kvöld. Evrópudeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Sjá meira
Breiðablik spilar í kvöld fyrri leikinn við FC Vaduz sem kemur frá Liechtenstein en spilar í svissnesku B-deildinni. Leikurinn er liður í forkeppni Evrópudeildarinnar og er fyrri leikur liðanna. Ágúst Gylfason, þjálfari Blika, hefur undanfarna daga verið duglegur að skoða andstæðinganna fyrir leikinn á Kópavogsvelli í kvöld og segir Vaduz-liðið býsna sterkt. „Við erum að spila á móti atvinnumannaliði sem eru sterkir. Ég er búinn að horfa á mikið af leikjum hjá þeim og þeir eru góðir á boltann. Þeir vilja stýra leikjum,“ sagði Ágúst við Arnar Björnsson. „Við þurfum að átta okkur á því að við erum ekki að fara keyra mikið á þetta lið. Við þurfum að vera þolinmóðir og liggja aðeins til baka og beita skyndisóknum sem við gerðum mjög vel í fyrra.“ Breiðablik spilaði mjög þéttan varnarleik í fyrra og beitti öflugum skyndisóknum og boðar Ágúst svipað upplegg fyrir leikinn í kvöld. „Við erum ekki eins öflugir og beinskeyttir núna. Við erum aðeins að breyta um takt og þetta er nýtt mót. Það er mikilvægt fyrir okkur að komast áfram og við leggjum leikinn upp þannig á morgun að við ætlum að liggja til baka og vera þolinmóðir.“ „Vonandi dugar það gegn þessu góða Vaduz-liði,“ en í kringum lið Breiðabliks eru tveir menn sem spiluðu með Vaduz á sínum tíma. Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Blika, spilaði þar og á sama tíma var framherjinn Guðmundur Steinarsson hjá félaginu. Guðmundur er nú aðstoðarþjálfari Blika en Gunnleifur segir að liðið sé býsna gott atvinnumannalið. „Þetta er atvinnumannalið sem er í Evrópukeppni ár eftir ár. Þeir vinna bikarinn í Liechtenstein og spila í svissnesku B-deildinni núna. Þeir eru þaulvant alvöru keppnum og vita hvað þeir eru að gera,“ sagði Gunnleifur og bætti við að lokum: „Ég ætla ekki að draga úr neinu eða byggja neitt upp en þetta er Evrópukeppni. Íslensk lið verða alltaf að virða andstæðinginn í þessu og vera með öryggið á oddinum og Það eru engar hugmyndir um öruggan sigur á heimavelli.“ Leikur Beiðabliks og Vaduz hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður leikurinn að sjálfsögðu í Boltavaktinni á Vísi í kvöld.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti