Ágúst: Mikilvægt fyrir okkur að komast áfram Anton Ingi Leifsson skrifar 11. júlí 2019 06:00 Breiðablik spilar í kvöld fyrri leikinn við FC Vaduz sem kemur frá Liechtenstein en spilar í svissnesku B-deildinni. Leikurinn er liður í forkeppni Evrópudeildarinnar og er fyrri leikur liðanna. Ágúst Gylfason, þjálfari Blika, hefur undanfarna daga verið duglegur að skoða andstæðinganna fyrir leikinn á Kópavogsvelli í kvöld og segir Vaduz-liðið býsna sterkt. „Við erum að spila á móti atvinnumannaliði sem eru sterkir. Ég er búinn að horfa á mikið af leikjum hjá þeim og þeir eru góðir á boltann. Þeir vilja stýra leikjum,“ sagði Ágúst við Arnar Björnsson. „Við þurfum að átta okkur á því að við erum ekki að fara keyra mikið á þetta lið. Við þurfum að vera þolinmóðir og liggja aðeins til baka og beita skyndisóknum sem við gerðum mjög vel í fyrra.“ Breiðablik spilaði mjög þéttan varnarleik í fyrra og beitti öflugum skyndisóknum og boðar Ágúst svipað upplegg fyrir leikinn í kvöld. „Við erum ekki eins öflugir og beinskeyttir núna. Við erum aðeins að breyta um takt og þetta er nýtt mót. Það er mikilvægt fyrir okkur að komast áfram og við leggjum leikinn upp þannig á morgun að við ætlum að liggja til baka og vera þolinmóðir.“ „Vonandi dugar það gegn þessu góða Vaduz-liði,“ en í kringum lið Breiðabliks eru tveir menn sem spiluðu með Vaduz á sínum tíma. Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Blika, spilaði þar og á sama tíma var framherjinn Guðmundur Steinarsson hjá félaginu. Guðmundur er nú aðstoðarþjálfari Blika en Gunnleifur segir að liðið sé býsna gott atvinnumannalið. „Þetta er atvinnumannalið sem er í Evrópukeppni ár eftir ár. Þeir vinna bikarinn í Liechtenstein og spila í svissnesku B-deildinni núna. Þeir eru þaulvant alvöru keppnum og vita hvað þeir eru að gera,“ sagði Gunnleifur og bætti við að lokum: „Ég ætla ekki að draga úr neinu eða byggja neitt upp en þetta er Evrópukeppni. Íslensk lið verða alltaf að virða andstæðinginn í þessu og vera með öryggið á oddinum og Það eru engar hugmyndir um öruggan sigur á heimavelli.“ Leikur Beiðabliks og Vaduz hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður leikurinn að sjálfsögðu í Boltavaktinni á Vísi í kvöld. Evrópudeild UEFA Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fleiri fréttir Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Sjá meira
Breiðablik spilar í kvöld fyrri leikinn við FC Vaduz sem kemur frá Liechtenstein en spilar í svissnesku B-deildinni. Leikurinn er liður í forkeppni Evrópudeildarinnar og er fyrri leikur liðanna. Ágúst Gylfason, þjálfari Blika, hefur undanfarna daga verið duglegur að skoða andstæðinganna fyrir leikinn á Kópavogsvelli í kvöld og segir Vaduz-liðið býsna sterkt. „Við erum að spila á móti atvinnumannaliði sem eru sterkir. Ég er búinn að horfa á mikið af leikjum hjá þeim og þeir eru góðir á boltann. Þeir vilja stýra leikjum,“ sagði Ágúst við Arnar Björnsson. „Við þurfum að átta okkur á því að við erum ekki að fara keyra mikið á þetta lið. Við þurfum að vera þolinmóðir og liggja aðeins til baka og beita skyndisóknum sem við gerðum mjög vel í fyrra.“ Breiðablik spilaði mjög þéttan varnarleik í fyrra og beitti öflugum skyndisóknum og boðar Ágúst svipað upplegg fyrir leikinn í kvöld. „Við erum ekki eins öflugir og beinskeyttir núna. Við erum aðeins að breyta um takt og þetta er nýtt mót. Það er mikilvægt fyrir okkur að komast áfram og við leggjum leikinn upp þannig á morgun að við ætlum að liggja til baka og vera þolinmóðir.“ „Vonandi dugar það gegn þessu góða Vaduz-liði,“ en í kringum lið Breiðabliks eru tveir menn sem spiluðu með Vaduz á sínum tíma. Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Blika, spilaði þar og á sama tíma var framherjinn Guðmundur Steinarsson hjá félaginu. Guðmundur er nú aðstoðarþjálfari Blika en Gunnleifur segir að liðið sé býsna gott atvinnumannalið. „Þetta er atvinnumannalið sem er í Evrópukeppni ár eftir ár. Þeir vinna bikarinn í Liechtenstein og spila í svissnesku B-deildinni núna. Þeir eru þaulvant alvöru keppnum og vita hvað þeir eru að gera,“ sagði Gunnleifur og bætti við að lokum: „Ég ætla ekki að draga úr neinu eða byggja neitt upp en þetta er Evrópukeppni. Íslensk lið verða alltaf að virða andstæðinginn í þessu og vera með öryggið á oddinum og Það eru engar hugmyndir um öruggan sigur á heimavelli.“ Leikur Beiðabliks og Vaduz hefst klukkan 20.00 í kvöld og verður leikurinn að sjálfsögðu í Boltavaktinni á Vísi í kvöld.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fleiri fréttir Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Sjá meira