Óvissa ríkir um afkomu ferðaþjónustufyrirtækja í haust Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 10. júlí 2019 20:00 Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar Aukið sætaframboð í flugi myndi breyta landslagi íslenskrar ferðaþjónustu, en mikil óvissa ríkir um afkomu fyrirtækja í greininni í haust, að mati formanns Samtaka ferðaþjónustu. Nokkrir fjárfestar ásamt tveimur fyrrverandi stjórnendum WOW Air vinna að því, í samfloti við írskan fjárfestingarsjóð sem tengist lággjaldaflugfélaginu Ryanair, að stofna nýtt íslenskt flugfélag.Vinnuheiti nýja félagsins er WAB Air en það stendur fyrir We Are Back, enda samanstendur fjárfestahópurinn af nokkrum lykilmönnum WOW air. Hópurinn hefur leitað til að minnsta kosti tveggja banka hér á landi og óskað eftir láni upp á 31 milljón evra, sem eru um fjórir milljarðar íslenskra króna. Írski sjóðurinn sem heitir Avianta Capital mun eignast 75 prósenta hlut í hinu nýja flugfélagi á móti 25 prósenta hlut íslenska hópsins. Markaður fréttablaðsins greindi frá þessu í dag. Áætlað er að flugfélagið hefji rekstur í haust. „Ferðaþjónusta áÍslandi byggir á flugsamgöngum fyrst og fremst og því er gott sætaframboð til landsins bæði að austan og vestan lykilatriði fyrir greinina. Það virðist ekki enn sjá til lands með Boeing Max vélarnar og við vitum ekki enn með framboð frá erlendum flugfélögum. Þannig aðþað er töluver óvissa í kortunum,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Samgöngustofa gefur ekki upp hvort hafi verið sótt um flugrekstraleyfi og enn ríkir óvissa um lánveitingar. Félagið á að vera byggt á grunni WOW Air. Í samtali við fréttastofu staðfestir Svein Andri Sveinsson, annar skiptastjóri þrotabús WOW, að hópurinn hafi sýnt eignum úr þrotabúinu áhuga, gert tilboð en ekkert samkomulag hafi náðst. „Haustið verður þungt fyrir mörg fyrirtæki. Menn eru á vertíðinni í sumar, sem virðist svona ganga þokkalega. Við erum samt að sjá svona tíu til tuttugu prósent samdrátt hjá mörgum heilt yfir. En í haust þá verða menn að treysta á það að fá þá inn september og október sem góða mánuði. Það er ekki á vísan að róa með það. Bókunarstaðan er ekki góð. Það hefur að hluta til að gera með framboð á sætum,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Play WOW Air Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Sjá meira
Aukið sætaframboð í flugi myndi breyta landslagi íslenskrar ferðaþjónustu, en mikil óvissa ríkir um afkomu fyrirtækja í greininni í haust, að mati formanns Samtaka ferðaþjónustu. Nokkrir fjárfestar ásamt tveimur fyrrverandi stjórnendum WOW Air vinna að því, í samfloti við írskan fjárfestingarsjóð sem tengist lággjaldaflugfélaginu Ryanair, að stofna nýtt íslenskt flugfélag.Vinnuheiti nýja félagsins er WAB Air en það stendur fyrir We Are Back, enda samanstendur fjárfestahópurinn af nokkrum lykilmönnum WOW air. Hópurinn hefur leitað til að minnsta kosti tveggja banka hér á landi og óskað eftir láni upp á 31 milljón evra, sem eru um fjórir milljarðar íslenskra króna. Írski sjóðurinn sem heitir Avianta Capital mun eignast 75 prósenta hlut í hinu nýja flugfélagi á móti 25 prósenta hlut íslenska hópsins. Markaður fréttablaðsins greindi frá þessu í dag. Áætlað er að flugfélagið hefji rekstur í haust. „Ferðaþjónusta áÍslandi byggir á flugsamgöngum fyrst og fremst og því er gott sætaframboð til landsins bæði að austan og vestan lykilatriði fyrir greinina. Það virðist ekki enn sjá til lands með Boeing Max vélarnar og við vitum ekki enn með framboð frá erlendum flugfélögum. Þannig aðþað er töluver óvissa í kortunum,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Samgöngustofa gefur ekki upp hvort hafi verið sótt um flugrekstraleyfi og enn ríkir óvissa um lánveitingar. Félagið á að vera byggt á grunni WOW Air. Í samtali við fréttastofu staðfestir Svein Andri Sveinsson, annar skiptastjóri þrotabús WOW, að hópurinn hafi sýnt eignum úr þrotabúinu áhuga, gert tilboð en ekkert samkomulag hafi náðst. „Haustið verður þungt fyrir mörg fyrirtæki. Menn eru á vertíðinni í sumar, sem virðist svona ganga þokkalega. Við erum samt að sjá svona tíu til tuttugu prósent samdrátt hjá mörgum heilt yfir. En í haust þá verða menn að treysta á það að fá þá inn september og október sem góða mánuði. Það er ekki á vísan að róa með það. Bókunarstaðan er ekki góð. Það hefur að hluta til að gera með framboð á sætum,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Play WOW Air Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Sjá meira