Líðan fimm mánaða drengs með e. coli farið versnandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. júlí 2019 12:15 Drengurinn var lagður inn á Barnaspítala Hringsins í gær. Mynd/freyr Ólafsson Líðan fimm mánaða drengs sem lagður var inn á Barnaspítala Hringsins í gær með bráðanýrnabilun af völdum e. coli-sýkingar hefur farið versnandi. Það skýrist í dag eða á morgun hvort drengurinn þurfi að fara í blóðhreinsun. Landlæknir áréttar að það eina sem e. coli-smituðu börnin áttu sameiginlegt var neysla íss á Efstadal II, þar sem smitið kom upp. Samkvæmt upplýsingum frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni er ekki hægt að fullyrða að öll börnin hafi smitast af umgengni við kálfana á Efstadal II, helmingurinn af börnunum sem smituðust snertu þá ekki. Öll börnin eigi það hins vegar sameiginlegt að hafa borðað ís á staðnum. Nú standa yfir fleiri bakteríurannsóknir á bænum, m.a. á starfsfólki staðarins.Viðar Örn Eðvarðsson, sérfræðingur í nýrnalækningum.Mynd/landspítaliAlls hafa tíu börn smitast af e. coli og þar af hafa þrjú verið lögð inn á Barnaspítala hringsins með HUS, bráðanýrnabilun. Samkvæmt upplýsingum frá Viðari Erni Eðvarðssyni sérfræðingi í nýrnalækningum er fyrsta barnið útskrifað og við ágæta heilsu, annað barnið þurfti blóðhreinsun og er nú á batavegi. Þriðja barnið sem lagt var inn í gær er enn mjög veikt. „Þriðji einstaklingurinn sem var lagður inn í gær, fimm mánaða drengur, sem er aftur á móti versnandi og það kemur í ljós núna fljótlega hvort hann muni þurfa blóðhreinsun. Það kemur í ljós í dag eða á morgun.“Flestir ná sér að fullu Hinum börnunum sem fengu e. coli-sýkingu heilsast nokkuð vel, að sögn Viðars. Enn sé þó ekki útséð hvort þau fái HUS. „En það er rétt að hafa í huga að maður getur ekki verið öruggur um að þeir sem fá þá sýkingu fái ekki þessa nýrnabilun fyrr en liðnir eru að minnsta kosti tíu dagar frá því að niðurgangur hófst. Þannig að það þarf að fylgja þessu vel eftir og við erum búin að vera í sambandi við alla í morgun og þetta virðist vera að ganga þokkalega. En þetta er lúmskt og það þarf að fylgja þessu eftir með rannsóknum, blóðrannsóknum.“Sjá einnig: Lítur loksins vel út eftir tveggja vikna þrautagöngu Viðar segir að flestir sem fá HUS nái sér að fullu. „Þó nokkrir þó eru með skerta nýrnastarfsemi eitthvað þegar frá líður en geta lifað alveg eðlilegu lífi í sjálfu sér en þurfa eftirlit, kannski eftirlit nýrnalæknis.“ Þá beinir Viðar því til þeirra sem eru með blóðugan niðurgang að koma í eftirlit á Landspítalanum. Aðrir sem fá niðurgang eigi að leita á heilsugæslustöðvar til að meta ástandið. E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ís í Efstadal II það eina sem börnin níu eiga sameiginlegt Sóttvarnalæknir og aðrir opinberir aðilar sem haft hafa til rannsóknar e.coli smit sem rekja má til ferðaþjónustubæjarins Efstadals II í Bláskógabyggð vilja árétta að ekki sé hægt að fullyrða að þau níu börn sem smituðust af e.coli á bænum hafi sýkst af umgengni við kálfa sem þar voru í stíu og hægt var að klappa. 10. júlí 2019 11:15 Lítur loksins vel út eftir tveggja vikna þrautagöngu Foreldrar Anítu Katrínar vona að hún komist heim til sín fyrir þriggja ára afmælisdaginn sinn í lok mánaðar. 10. júlí 2019 12:00 Vill helst skríða undir sæng og fara að gráta Eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Efstadals tvö í Bláskógabyggð harmar e.coli-smit sem kom upp þar. 9. júlí 2019 18:30 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Líðan fimm mánaða drengs sem lagður var inn á Barnaspítala Hringsins í gær með bráðanýrnabilun af völdum e. coli-sýkingar hefur farið versnandi. Það skýrist í dag eða á morgun hvort drengurinn þurfi að fara í blóðhreinsun. Landlæknir áréttar að það eina sem e. coli-smituðu börnin áttu sameiginlegt var neysla íss á Efstadal II, þar sem smitið kom upp. Samkvæmt upplýsingum frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni er ekki hægt að fullyrða að öll börnin hafi smitast af umgengni við kálfana á Efstadal II, helmingurinn af börnunum sem smituðust snertu þá ekki. Öll börnin eigi það hins vegar sameiginlegt að hafa borðað ís á staðnum. Nú standa yfir fleiri bakteríurannsóknir á bænum, m.a. á starfsfólki staðarins.Viðar Örn Eðvarðsson, sérfræðingur í nýrnalækningum.Mynd/landspítaliAlls hafa tíu börn smitast af e. coli og þar af hafa þrjú verið lögð inn á Barnaspítala hringsins með HUS, bráðanýrnabilun. Samkvæmt upplýsingum frá Viðari Erni Eðvarðssyni sérfræðingi í nýrnalækningum er fyrsta barnið útskrifað og við ágæta heilsu, annað barnið þurfti blóðhreinsun og er nú á batavegi. Þriðja barnið sem lagt var inn í gær er enn mjög veikt. „Þriðji einstaklingurinn sem var lagður inn í gær, fimm mánaða drengur, sem er aftur á móti versnandi og það kemur í ljós núna fljótlega hvort hann muni þurfa blóðhreinsun. Það kemur í ljós í dag eða á morgun.“Flestir ná sér að fullu Hinum börnunum sem fengu e. coli-sýkingu heilsast nokkuð vel, að sögn Viðars. Enn sé þó ekki útséð hvort þau fái HUS. „En það er rétt að hafa í huga að maður getur ekki verið öruggur um að þeir sem fá þá sýkingu fái ekki þessa nýrnabilun fyrr en liðnir eru að minnsta kosti tíu dagar frá því að niðurgangur hófst. Þannig að það þarf að fylgja þessu vel eftir og við erum búin að vera í sambandi við alla í morgun og þetta virðist vera að ganga þokkalega. En þetta er lúmskt og það þarf að fylgja þessu eftir með rannsóknum, blóðrannsóknum.“Sjá einnig: Lítur loksins vel út eftir tveggja vikna þrautagöngu Viðar segir að flestir sem fá HUS nái sér að fullu. „Þó nokkrir þó eru með skerta nýrnastarfsemi eitthvað þegar frá líður en geta lifað alveg eðlilegu lífi í sjálfu sér en þurfa eftirlit, kannski eftirlit nýrnalæknis.“ Þá beinir Viðar því til þeirra sem eru með blóðugan niðurgang að koma í eftirlit á Landspítalanum. Aðrir sem fá niðurgang eigi að leita á heilsugæslustöðvar til að meta ástandið.
E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ís í Efstadal II það eina sem börnin níu eiga sameiginlegt Sóttvarnalæknir og aðrir opinberir aðilar sem haft hafa til rannsóknar e.coli smit sem rekja má til ferðaþjónustubæjarins Efstadals II í Bláskógabyggð vilja árétta að ekki sé hægt að fullyrða að þau níu börn sem smituðust af e.coli á bænum hafi sýkst af umgengni við kálfa sem þar voru í stíu og hægt var að klappa. 10. júlí 2019 11:15 Lítur loksins vel út eftir tveggja vikna þrautagöngu Foreldrar Anítu Katrínar vona að hún komist heim til sín fyrir þriggja ára afmælisdaginn sinn í lok mánaðar. 10. júlí 2019 12:00 Vill helst skríða undir sæng og fara að gráta Eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Efstadals tvö í Bláskógabyggð harmar e.coli-smit sem kom upp þar. 9. júlí 2019 18:30 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Ís í Efstadal II það eina sem börnin níu eiga sameiginlegt Sóttvarnalæknir og aðrir opinberir aðilar sem haft hafa til rannsóknar e.coli smit sem rekja má til ferðaþjónustubæjarins Efstadals II í Bláskógabyggð vilja árétta að ekki sé hægt að fullyrða að þau níu börn sem smituðust af e.coli á bænum hafi sýkst af umgengni við kálfa sem þar voru í stíu og hægt var að klappa. 10. júlí 2019 11:15
Lítur loksins vel út eftir tveggja vikna þrautagöngu Foreldrar Anítu Katrínar vona að hún komist heim til sín fyrir þriggja ára afmælisdaginn sinn í lok mánaðar. 10. júlí 2019 12:00
Vill helst skríða undir sæng og fara að gráta Eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Efstadals tvö í Bláskógabyggð harmar e.coli-smit sem kom upp þar. 9. júlí 2019 18:30
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent