Líðan fimm mánaða drengs með e. coli farið versnandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. júlí 2019 12:15 Drengurinn var lagður inn á Barnaspítala Hringsins í gær. Mynd/freyr Ólafsson Líðan fimm mánaða drengs sem lagður var inn á Barnaspítala Hringsins í gær með bráðanýrnabilun af völdum e. coli-sýkingar hefur farið versnandi. Það skýrist í dag eða á morgun hvort drengurinn þurfi að fara í blóðhreinsun. Landlæknir áréttar að það eina sem e. coli-smituðu börnin áttu sameiginlegt var neysla íss á Efstadal II, þar sem smitið kom upp. Samkvæmt upplýsingum frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni er ekki hægt að fullyrða að öll börnin hafi smitast af umgengni við kálfana á Efstadal II, helmingurinn af börnunum sem smituðust snertu þá ekki. Öll börnin eigi það hins vegar sameiginlegt að hafa borðað ís á staðnum. Nú standa yfir fleiri bakteríurannsóknir á bænum, m.a. á starfsfólki staðarins.Viðar Örn Eðvarðsson, sérfræðingur í nýrnalækningum.Mynd/landspítaliAlls hafa tíu börn smitast af e. coli og þar af hafa þrjú verið lögð inn á Barnaspítala hringsins með HUS, bráðanýrnabilun. Samkvæmt upplýsingum frá Viðari Erni Eðvarðssyni sérfræðingi í nýrnalækningum er fyrsta barnið útskrifað og við ágæta heilsu, annað barnið þurfti blóðhreinsun og er nú á batavegi. Þriðja barnið sem lagt var inn í gær er enn mjög veikt. „Þriðji einstaklingurinn sem var lagður inn í gær, fimm mánaða drengur, sem er aftur á móti versnandi og það kemur í ljós núna fljótlega hvort hann muni þurfa blóðhreinsun. Það kemur í ljós í dag eða á morgun.“Flestir ná sér að fullu Hinum börnunum sem fengu e. coli-sýkingu heilsast nokkuð vel, að sögn Viðars. Enn sé þó ekki útséð hvort þau fái HUS. „En það er rétt að hafa í huga að maður getur ekki verið öruggur um að þeir sem fá þá sýkingu fái ekki þessa nýrnabilun fyrr en liðnir eru að minnsta kosti tíu dagar frá því að niðurgangur hófst. Þannig að það þarf að fylgja þessu vel eftir og við erum búin að vera í sambandi við alla í morgun og þetta virðist vera að ganga þokkalega. En þetta er lúmskt og það þarf að fylgja þessu eftir með rannsóknum, blóðrannsóknum.“Sjá einnig: Lítur loksins vel út eftir tveggja vikna þrautagöngu Viðar segir að flestir sem fá HUS nái sér að fullu. „Þó nokkrir þó eru með skerta nýrnastarfsemi eitthvað þegar frá líður en geta lifað alveg eðlilegu lífi í sjálfu sér en þurfa eftirlit, kannski eftirlit nýrnalæknis.“ Þá beinir Viðar því til þeirra sem eru með blóðugan niðurgang að koma í eftirlit á Landspítalanum. Aðrir sem fá niðurgang eigi að leita á heilsugæslustöðvar til að meta ástandið. E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ís í Efstadal II það eina sem börnin níu eiga sameiginlegt Sóttvarnalæknir og aðrir opinberir aðilar sem haft hafa til rannsóknar e.coli smit sem rekja má til ferðaþjónustubæjarins Efstadals II í Bláskógabyggð vilja árétta að ekki sé hægt að fullyrða að þau níu börn sem smituðust af e.coli á bænum hafi sýkst af umgengni við kálfa sem þar voru í stíu og hægt var að klappa. 10. júlí 2019 11:15 Lítur loksins vel út eftir tveggja vikna þrautagöngu Foreldrar Anítu Katrínar vona að hún komist heim til sín fyrir þriggja ára afmælisdaginn sinn í lok mánaðar. 10. júlí 2019 12:00 Vill helst skríða undir sæng og fara að gráta Eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Efstadals tvö í Bláskógabyggð harmar e.coli-smit sem kom upp þar. 9. júlí 2019 18:30 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Fleiri fréttir Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Sjá meira
Líðan fimm mánaða drengs sem lagður var inn á Barnaspítala Hringsins í gær með bráðanýrnabilun af völdum e. coli-sýkingar hefur farið versnandi. Það skýrist í dag eða á morgun hvort drengurinn þurfi að fara í blóðhreinsun. Landlæknir áréttar að það eina sem e. coli-smituðu börnin áttu sameiginlegt var neysla íss á Efstadal II, þar sem smitið kom upp. Samkvæmt upplýsingum frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni er ekki hægt að fullyrða að öll börnin hafi smitast af umgengni við kálfana á Efstadal II, helmingurinn af börnunum sem smituðust snertu þá ekki. Öll börnin eigi það hins vegar sameiginlegt að hafa borðað ís á staðnum. Nú standa yfir fleiri bakteríurannsóknir á bænum, m.a. á starfsfólki staðarins.Viðar Örn Eðvarðsson, sérfræðingur í nýrnalækningum.Mynd/landspítaliAlls hafa tíu börn smitast af e. coli og þar af hafa þrjú verið lögð inn á Barnaspítala hringsins með HUS, bráðanýrnabilun. Samkvæmt upplýsingum frá Viðari Erni Eðvarðssyni sérfræðingi í nýrnalækningum er fyrsta barnið útskrifað og við ágæta heilsu, annað barnið þurfti blóðhreinsun og er nú á batavegi. Þriðja barnið sem lagt var inn í gær er enn mjög veikt. „Þriðji einstaklingurinn sem var lagður inn í gær, fimm mánaða drengur, sem er aftur á móti versnandi og það kemur í ljós núna fljótlega hvort hann muni þurfa blóðhreinsun. Það kemur í ljós í dag eða á morgun.“Flestir ná sér að fullu Hinum börnunum sem fengu e. coli-sýkingu heilsast nokkuð vel, að sögn Viðars. Enn sé þó ekki útséð hvort þau fái HUS. „En það er rétt að hafa í huga að maður getur ekki verið öruggur um að þeir sem fá þá sýkingu fái ekki þessa nýrnabilun fyrr en liðnir eru að minnsta kosti tíu dagar frá því að niðurgangur hófst. Þannig að það þarf að fylgja þessu vel eftir og við erum búin að vera í sambandi við alla í morgun og þetta virðist vera að ganga þokkalega. En þetta er lúmskt og það þarf að fylgja þessu eftir með rannsóknum, blóðrannsóknum.“Sjá einnig: Lítur loksins vel út eftir tveggja vikna þrautagöngu Viðar segir að flestir sem fá HUS nái sér að fullu. „Þó nokkrir þó eru með skerta nýrnastarfsemi eitthvað þegar frá líður en geta lifað alveg eðlilegu lífi í sjálfu sér en þurfa eftirlit, kannski eftirlit nýrnalæknis.“ Þá beinir Viðar því til þeirra sem eru með blóðugan niðurgang að koma í eftirlit á Landspítalanum. Aðrir sem fá niðurgang eigi að leita á heilsugæslustöðvar til að meta ástandið.
E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ís í Efstadal II það eina sem börnin níu eiga sameiginlegt Sóttvarnalæknir og aðrir opinberir aðilar sem haft hafa til rannsóknar e.coli smit sem rekja má til ferðaþjónustubæjarins Efstadals II í Bláskógabyggð vilja árétta að ekki sé hægt að fullyrða að þau níu börn sem smituðust af e.coli á bænum hafi sýkst af umgengni við kálfa sem þar voru í stíu og hægt var að klappa. 10. júlí 2019 11:15 Lítur loksins vel út eftir tveggja vikna þrautagöngu Foreldrar Anítu Katrínar vona að hún komist heim til sín fyrir þriggja ára afmælisdaginn sinn í lok mánaðar. 10. júlí 2019 12:00 Vill helst skríða undir sæng og fara að gráta Eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Efstadals tvö í Bláskógabyggð harmar e.coli-smit sem kom upp þar. 9. júlí 2019 18:30 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Fleiri fréttir Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Sjá meira
Ís í Efstadal II það eina sem börnin níu eiga sameiginlegt Sóttvarnalæknir og aðrir opinberir aðilar sem haft hafa til rannsóknar e.coli smit sem rekja má til ferðaþjónustubæjarins Efstadals II í Bláskógabyggð vilja árétta að ekki sé hægt að fullyrða að þau níu börn sem smituðust af e.coli á bænum hafi sýkst af umgengni við kálfa sem þar voru í stíu og hægt var að klappa. 10. júlí 2019 11:15
Lítur loksins vel út eftir tveggja vikna þrautagöngu Foreldrar Anítu Katrínar vona að hún komist heim til sín fyrir þriggja ára afmælisdaginn sinn í lok mánaðar. 10. júlí 2019 12:00
Vill helst skríða undir sæng og fara að gráta Eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Efstadals tvö í Bláskógabyggð harmar e.coli-smit sem kom upp þar. 9. júlí 2019 18:30