Börnin snertu ekki öll kálfana Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 10. júlí 2019 06:15 Börnin smituðust í Efstadal II. Vísir/Magnús Hlynur Ísframleiðsla hjá ferðaþjónustubændum í Efstadal II hefur verið stöðvuð og er nú seldur aðkeyptur ís á staðnum. Eins og fram kom í yfirlýsingu frá Embætti landlæknis í gær á E. coli-sýkingin sem greinst hefur í tíu börnum uppruna sinn á ferðaþjónustubænum Efstadal II. Staðfest hefur verið að þær bakteríur sem greinst hafa í börnunum hafa fundist í kálfum í bænum sem eru nú í sóttkví. „Þá vaknar spurning um hvernig þetta hefur borist á milli. Það voru ekki öll börnin sem smituðust að kássast í kálfunum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og vísar til upplýsinga frá foreldrum hinna smituðu barna. Hann segir sýnatökur og rannsóknir hafa beinst að því hvað börnin borðuðu og öðru sem þau komu nálægt á bænum. Staðarhaldarar í Efstadal hafa gerilsneytt mjólk og framleitt sinn eigin ís sem er til sölu á staðnum. „Ísframleiðslan hefur verið stöðvuð en við höfum ekki getað staðfest eða fundið þessar bakteríur í ísnum og því ekki hægt að staðfesta að sýkingin hafi komið úr honum,“ segir Þórólfur. Aðspurður segir hann heldur ekki unnt að útiloka að ísinn sé smitleiðin. „Við erum náttúrulega ekki með ísinn sem börnin borðuðu, það er of langt liðið og komin önnur framleiðsla og ekki hægt að taka sýni úr þeim ís,“ segir Þórólfur og bætir við að smitleiðirnar kunni einnig að vera fleiri. Einhverjir hafi smitast eftir viðkomu hjá kálfunum og aðrir annars staðar. Hann segir að sýni hafi einnig verið tekin hjá starfsmönnum í Efstadal til að kanna hvort smitið hafi borist víðar. „Niðurstaða þeirra sýna segir okkur þó ekki endilega hver smitaði hvern og erfitt að túlka niðurstöðurnar öðru vísi en að þetta sé útbreitt á staðnum.“Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir„Við vinnum bara algjörlega eftir tilmælum frá yfirvöldum um hvernig við eigum að snúa okkur í því og ég bendi vissulega á að spjótin beinast að sýkingum frá kálfum sem er hægt að klappa og sýnin gefa til kynna að það sé engin tenging milli matvæla og þessa smits,“ segir Sölvi Arnarson, einn eigenda og staðarhaldara í Efstadal II aðspurður um hvort ísframleiðsla hafi verið stöðvuð á bænum. Hann játar því þó þegar fyrirspurnin er ítrekuð að heimaframleiddi ísinn sé ekki til sölu á bænum að svo stöddu, heldur selji þau nú aðkeyptan ís. „Það er alveg skýrt hverjir vinna fjósastörf og hverjir vinna við matvælaframleiðslu. Það er bara glæpur að blanda því eitthvað saman og það er ekki verið að stunda glæpi hér í Efstadal,“ segir Sölvi aðspurður um hvort starfsfólk gangi í öll störf á bænum hvort heldur er umhirðu dýra eða þjónustustörf og matvælaframleiðslu. Sölvi segist hins vegar líta svo á að skýringin á smitinu liggi í raun fyrir og yfirlýsing Landlæknisembættisins sýni að heilbrigðisyfirvöld líti svo á að smitleiðin sé í gegnum kálfaklapp barnanna sem svo fari og borði ís. Um líðan barnanna sem veiktust segir Þórólfur að sýkingin hafi haft nokkuð alvarlegar afleiðingar hjá þremur barnanna og eitt þeirra hafi þurft kviðskimun þar sem nýru þess störfuðu ekki eðlilega. Hann segir að liðið geti tíu dagar frá því niðurgangur hefst þar til alvarleg einkenni fara að koma í ljós. Börnin þurfa því að vera áfram í eftirliti á Barnaspítalanum og koma í prufur svo hægt sé að fylgjast með þróuninni. Birtist í Fréttablaðinu Bláskógabyggð Dýr E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Tengdar fréttir Efstadalsfjölskyldan miður sín vegna sýkingarinnar Björgvin Jóhannesson, einn rekstraraðila á bænum Efstadal II í Bláskógabyggð þar sem níu börn smituðust af E. coli bakteríu undanfarnar vikur, segir um leiðindamál að ræða. Sérstaklega fyrir börnin. 9. júlí 2019 14:42 Börn veikjast frekar en fullorðnir af völdum E. coli Alls hafa tíu börn greinst með sýkingu af völdum E.coli baktería 8. júlí 2019 20:00 Uppspretta E. coli-hrinunnar á Efstadal II Landlæknir telur ljóst að níu af þeim 10 börnum sem veikst hafa með sýkingu af völdum E. coli bakteríu hafi gert það á ferðaþjónustubænum Efstadal II í Bláskógabyggð fyrir 10 dögum til þremur vikum síðan. 9. júlí 2019 13:20 Vill helst skríða undir sæng og fara að gráta Eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Efstadals tvö í Bláskógabyggð harmar e.coli-smit sem kom upp þar. 9. júlí 2019 18:30 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Ísframleiðsla hjá ferðaþjónustubændum í Efstadal II hefur verið stöðvuð og er nú seldur aðkeyptur ís á staðnum. Eins og fram kom í yfirlýsingu frá Embætti landlæknis í gær á E. coli-sýkingin sem greinst hefur í tíu börnum uppruna sinn á ferðaþjónustubænum Efstadal II. Staðfest hefur verið að þær bakteríur sem greinst hafa í börnunum hafa fundist í kálfum í bænum sem eru nú í sóttkví. „Þá vaknar spurning um hvernig þetta hefur borist á milli. Það voru ekki öll börnin sem smituðust að kássast í kálfunum,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og vísar til upplýsinga frá foreldrum hinna smituðu barna. Hann segir sýnatökur og rannsóknir hafa beinst að því hvað börnin borðuðu og öðru sem þau komu nálægt á bænum. Staðarhaldarar í Efstadal hafa gerilsneytt mjólk og framleitt sinn eigin ís sem er til sölu á staðnum. „Ísframleiðslan hefur verið stöðvuð en við höfum ekki getað staðfest eða fundið þessar bakteríur í ísnum og því ekki hægt að staðfesta að sýkingin hafi komið úr honum,“ segir Þórólfur. Aðspurður segir hann heldur ekki unnt að útiloka að ísinn sé smitleiðin. „Við erum náttúrulega ekki með ísinn sem börnin borðuðu, það er of langt liðið og komin önnur framleiðsla og ekki hægt að taka sýni úr þeim ís,“ segir Þórólfur og bætir við að smitleiðirnar kunni einnig að vera fleiri. Einhverjir hafi smitast eftir viðkomu hjá kálfunum og aðrir annars staðar. Hann segir að sýni hafi einnig verið tekin hjá starfsmönnum í Efstadal til að kanna hvort smitið hafi borist víðar. „Niðurstaða þeirra sýna segir okkur þó ekki endilega hver smitaði hvern og erfitt að túlka niðurstöðurnar öðru vísi en að þetta sé útbreitt á staðnum.“Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir„Við vinnum bara algjörlega eftir tilmælum frá yfirvöldum um hvernig við eigum að snúa okkur í því og ég bendi vissulega á að spjótin beinast að sýkingum frá kálfum sem er hægt að klappa og sýnin gefa til kynna að það sé engin tenging milli matvæla og þessa smits,“ segir Sölvi Arnarson, einn eigenda og staðarhaldara í Efstadal II aðspurður um hvort ísframleiðsla hafi verið stöðvuð á bænum. Hann játar því þó þegar fyrirspurnin er ítrekuð að heimaframleiddi ísinn sé ekki til sölu á bænum að svo stöddu, heldur selji þau nú aðkeyptan ís. „Það er alveg skýrt hverjir vinna fjósastörf og hverjir vinna við matvælaframleiðslu. Það er bara glæpur að blanda því eitthvað saman og það er ekki verið að stunda glæpi hér í Efstadal,“ segir Sölvi aðspurður um hvort starfsfólk gangi í öll störf á bænum hvort heldur er umhirðu dýra eða þjónustustörf og matvælaframleiðslu. Sölvi segist hins vegar líta svo á að skýringin á smitinu liggi í raun fyrir og yfirlýsing Landlæknisembættisins sýni að heilbrigðisyfirvöld líti svo á að smitleiðin sé í gegnum kálfaklapp barnanna sem svo fari og borði ís. Um líðan barnanna sem veiktust segir Þórólfur að sýkingin hafi haft nokkuð alvarlegar afleiðingar hjá þremur barnanna og eitt þeirra hafi þurft kviðskimun þar sem nýru þess störfuðu ekki eðlilega. Hann segir að liðið geti tíu dagar frá því niðurgangur hefst þar til alvarleg einkenni fara að koma í ljós. Börnin þurfa því að vera áfram í eftirliti á Barnaspítalanum og koma í prufur svo hægt sé að fylgjast með þróuninni.
Birtist í Fréttablaðinu Bláskógabyggð Dýr E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Tengdar fréttir Efstadalsfjölskyldan miður sín vegna sýkingarinnar Björgvin Jóhannesson, einn rekstraraðila á bænum Efstadal II í Bláskógabyggð þar sem níu börn smituðust af E. coli bakteríu undanfarnar vikur, segir um leiðindamál að ræða. Sérstaklega fyrir börnin. 9. júlí 2019 14:42 Börn veikjast frekar en fullorðnir af völdum E. coli Alls hafa tíu börn greinst með sýkingu af völdum E.coli baktería 8. júlí 2019 20:00 Uppspretta E. coli-hrinunnar á Efstadal II Landlæknir telur ljóst að níu af þeim 10 börnum sem veikst hafa með sýkingu af völdum E. coli bakteríu hafi gert það á ferðaþjónustubænum Efstadal II í Bláskógabyggð fyrir 10 dögum til þremur vikum síðan. 9. júlí 2019 13:20 Vill helst skríða undir sæng og fara að gráta Eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Efstadals tvö í Bláskógabyggð harmar e.coli-smit sem kom upp þar. 9. júlí 2019 18:30 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Efstadalsfjölskyldan miður sín vegna sýkingarinnar Björgvin Jóhannesson, einn rekstraraðila á bænum Efstadal II í Bláskógabyggð þar sem níu börn smituðust af E. coli bakteríu undanfarnar vikur, segir um leiðindamál að ræða. Sérstaklega fyrir börnin. 9. júlí 2019 14:42
Börn veikjast frekar en fullorðnir af völdum E. coli Alls hafa tíu börn greinst með sýkingu af völdum E.coli baktería 8. júlí 2019 20:00
Uppspretta E. coli-hrinunnar á Efstadal II Landlæknir telur ljóst að níu af þeim 10 börnum sem veikst hafa með sýkingu af völdum E. coli bakteríu hafi gert það á ferðaþjónustubænum Efstadal II í Bláskógabyggð fyrir 10 dögum til þremur vikum síðan. 9. júlí 2019 13:20
Vill helst skríða undir sæng og fara að gráta Eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Efstadals tvö í Bláskógabyggð harmar e.coli-smit sem kom upp þar. 9. júlí 2019 18:30