Vilja reisa nýtt félag á grunni WOW air Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifar 10. júlí 2019 06:15 Hópur fjárfesta, þar á meðal tveir fyrrverandi stjórnendur hjá WOW air, hefur leitað liðsinnis íslenskra banka til þess að hefja rekstur nýs flugfélags á haustmánuðum á grunni hins gjaldþrota félags. Hópurinn telur nauðsynlegt að samkeppni ríki í flugrekstri til og frá Íslandi. Fréttablaðið/Eyþór Hópur fjárfesta og tveggja fyrrverandi stjórnenda hjá WOW air vinnur um þessar mundir, í samfloti við írskan fjárfestingarsjóð sem er í eigu dóttur eins af stofnendum Ryanair, að stofnun nýs íslensks lággjaldaflugfélags á grunni WOW air. Hópurinn hefur leitað til að minnsta kosti tveggja hérlendra banka og óskað eftir láni upp á 31 milljón evra, jafnvirði tæplega fjögurra milljarða króna, til þess að reka hið nýja flugfélag, eftir því sem Markaðurinn kemst næst. Írski fjárfestingarsjóðurinn, sem ber heitið Avianta Capital og er að fullu í eigu Aislinn Whittley-Ryan en er stýrt af eiginmanni hennar, Simon, hefur skuldbundið sig til þess að leggja nýstofnuðu félagi, WAB air, til 40 milljónir dala, jafnvirði rúmra fimm milljarða króna, í nýtt hlutafé til þess að tryggja grundvöll rekstrar félagsins til þriggja ára. Fjárfestahópurinn hyggst, fái hann fyrirgreiðslu hjá íslenskum banka, í kjölfarið nýta sér lánsféð sem eigið fé til þess að slá lán hjá svissneskum banka. Lánið frá íslenska bankanum verði þá á læstum vörslureikningi í heilt ár. Sem endurgjald fyrir fjárfestinguna mun Avianta Capital eignast 75 prósenta hlut í hinu nýja flugfélagi á móti 25 prósenta hlut félagsins Neo en það er í eigu Arnars Más Magnússonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra flugrekstrarsviðs WOW air, Sveins Inga Steinþórssonar, sem stýrði hagdeild WOW air og sat í framkvæmdastjórn flugfélagsins, Boga Guðmundssonar, lögmanns hjá Atlantik Legal Services og stjórnarformanns BusTravel, og Þórodds Ara Þóroddssonar sem hefur starfað sem ráðgjafi í flugvélaviðskiptum í Lundúnum. Upplýst er um áform fjárfestahópsins, sem var settur saman í kjölfar gjaldþrots WOW air í lok mars síðastliðins, í nýlegu minnisblaði, sem Markaðurinn hefur undir höndum, þar sem lánsbeiðnin er útlistuð. Aislinn, eigandi Avianta Capital, er dóttir Michaels Kell Ryan sem kom að stofnun Ryanair á níunda áratug síðustu aldar en írska lággjaldaflugfélagið er nú eitt stærsta sinnar tegundar í Evrópu. Til ráðgjafar við Avianta Capital er, eftir því sem fram kemur í minnisblaðinu, fjárfestingarfélagið Irelandia Aviation sem hefur meðal annars fjárfest í lággjaldaflugfélögunum Ryanair, Tiger Airways í Asíu, Allegiant Air í Bandaríkjunum og Viva Aeurobus í Mexíkó en félaginu er stýrt af Declan Ryan, frænda Aislinn og fyrrverandi forstjóra Ryanair.Verði með sex vélar í rekstri Áætlanir hópsins miða að því að nýja lággjaldaflugfélagið, sem ber í minnisblaðinu heitið WAB air og verður byggt upp á grunni WOW air, hefji rekstur í haust og verði með sex vélar í rekstri sínum fyrsta árið. Er stefnt að því að fljúga til fjórtán áfangastaða í Evrópu og Ameríku en áætlanirnar gera ráð fyrir að ein milljón farþega verði flutt með félaginu á næsta ári og fimm hundruð starfsmenn ráðnir til þess á næstu tólf mánuðum. Þá verði velta félagsins jafnframt um tuttugu milljarðar króna á næsta ári. Er sérstaklega tekið fram í minnisblaðinu að undirbúningur fyrir umsókn að flugrekstrarleyfi sé langt á veg kominn. „Félagið verður með áherslu á lágan kostnað, samkeppnishæf verð, afbragðsþjónustu og mikið fjör fyrir sína starfsmenn og viðskiptavini,“ segir þar jafnframt. Forstjóri hins nýja félags verður, ef áformin ganga eftir, áðurnefndur Sveinn Ingi en Arnar Már mun gegna starfi aðstoðarforstjóra og framkvæmdastjóra flugrekstrar. Áður en Sveinn Ingi gekk til liðs við WOW air snemma árs 2016 starfaði hann í tæp tólf ár hjá Air Atlanta, þar á meðal sem yfirmaður hagdeildar, en Arnar Már hefur meðal annars starfað sem flugstjóri hjá Ryanair. Til viðbótar við Svein Inga og Arnar Má mun John Bavister, sem stýrir Avianta Capital með Simon Whittley-Ryan, taka sæti í framkvæmdastjórn nýja flugfélagsins sem fjármálastjóri, að kröfu írska fjárfestingarsjóðsins. Fréttablaðið greindi í byrjun aprílmánaðar, skömmu eftir að WOW air var tekið til gjaldþrotaskipta, frá áformum stofnandans Skúla Mogensen og nokkurra lykilstarfsmanna flugfélagsins, þar á meðal Arnars Más og Sveins Inga, um að endurvekja starfsemi félagsins en hópurinn leitaði í því skyni fjármögnunar upp á allt að fimm milljarða króna. Áformin gengu sem kunnugt er ekki eftir en upplýst er um það í minnisblaðinu að fulltrúar hópsins hafi meðal annars fundað með Avianta Capital og kynnt fjárfestingarsjóðnum áætlanir sínar. Í byrjun maímánaðar hófust síðan viðræður á milli forsvarsmanna sjóðsins og fyrrnefndra Íslendinga, þeirra Arnars Más, Sveins Inga, Boga og Þórodds Ara, með það að markmiði að endurreisa nýtt flugfélag á grundvelli WOW air, líkt og fjallað er um í minnisblaðinu, en þar er tíunduð nauðsyn þess að samkeppni ríki í flugrekstri til og frá Íslandi. Samkomulag náðist loks um fjárfestingu Avianta Capital í nýstofnuðu flugfélagi, WAB air, þann 28. júní síðastliðinn en eins og áður var minnst á hefur fjárfestingarsjóðurinn skuldbundið sig til þess að leggja flugfélaginu til fjörutíu milljónir dala gegn því að eignast 75 prósenta hlut í því. Á móti munu Íslendingarnir fara með fjórðungshlut.Biðlað til bankanna Fjárfestahópurinn hefur á undanförnum vikum biðlað til að minnsta kosti tveggja banka, Arion banka og Landsbankans, eftir því sem heimildir Markaðarins herma, um að lána Avianta Capital 31 milljón evra, um 3,9 milljarða króna, til eins árs á fimm prósenta vöxtum. Samkvæmt gögnum sem blaðið hefur undir höndum hyggst fjárfestingarsjóðurinn í kjölfarið leita til ónefnds svissnesks banka um að veita sér lán – til þess að fjármagna rekstur nýja flugfélagsins – út á lánsféð frá íslenska bankanum.Viðriðinn félag sem rauf viðskiptabann við Íran Einn þeirra Íslendinga sem koma að stofnun nýja flugfélagsins starfaði fyrir um áratug hjá bresk-írönsku fyrirtæki sem var dæmt til þess að greiða bandarískum yfirvöldum allt að sautján milljóna dala sekt fyrir að brjóta gegn viðskiptabanni Bandaríkjanna gagnvart Íran. Maðurinn, Þóroddur Ari Þóroddsson, sem hefur um langt skeið starfað í Lundúnum sem ráðgjafi við fjármögnun og útleigu flugvéla, er einn fjögurra Íslendinga sem munu fara með samanlagt fjórðungshlut í hinu nýju flugfélagi, ef áform þeirra ganga eftir, en í minnisblaðinu sem Markaðurinn hefur undir höndum, er hann titlaður sem „fagfjárfestir í flugrekstri“. Þóroddur Ari gegndi í aldarbyrjun, þá ríflega þrítugur að aldri, starfi framkvæmdastjóra Burnham International á Íslandi en áður hafði hann starfað hjá GE Capital Services í Lundúnum og Amsterdam. Hann gekk síðan til liðs við Montrose Global Capital, dótturfélag Bank of America, um miðjan síðasta áratug þar sem hann sinnti einkum ráðgjöf í flugvélaviðskiptum. Hjá Montrose átti hann meðal annars í samskiptum við stjórnendur bresk-íranska félagsins Balli Group og svo fór að hann réðst að lokum til starfa hjá félaginu. Dótturfélagið Balli Aviation komst í heimsfréttirnar árið 2010 þegar það viðurkenndi fyrir bandarískum dómstólum að hafa flutt ólöglega frá Bandaríkjunum til Írans sex Boeing 747 þotur í trássi við viðskiptabann fyrrnefnda ríkisins gagnvart því síðarnefnda. Var félaginu gert að greiða samtals 17 milljónir dala, jafnvirði 2,1 milljarðs króna á núverandi gengi, í sekt. Þremur árum síðar var móðurfélagið, Balli Group, tekið til gjaldþrotaskipta. Þá hefur komið fram í breskum fjölmiðlum að efnahagsbrotadeild lögreglunnar þar í landi rannsaki nú starfsemi Balli Group og dótturfélaga þess en sjö manns voru handteknir í tengslum við rannsóknina árið 2017. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Play WOW Air Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Hópur fjárfesta og tveggja fyrrverandi stjórnenda hjá WOW air vinnur um þessar mundir, í samfloti við írskan fjárfestingarsjóð sem er í eigu dóttur eins af stofnendum Ryanair, að stofnun nýs íslensks lággjaldaflugfélags á grunni WOW air. Hópurinn hefur leitað til að minnsta kosti tveggja hérlendra banka og óskað eftir láni upp á 31 milljón evra, jafnvirði tæplega fjögurra milljarða króna, til þess að reka hið nýja flugfélag, eftir því sem Markaðurinn kemst næst. Írski fjárfestingarsjóðurinn, sem ber heitið Avianta Capital og er að fullu í eigu Aislinn Whittley-Ryan en er stýrt af eiginmanni hennar, Simon, hefur skuldbundið sig til þess að leggja nýstofnuðu félagi, WAB air, til 40 milljónir dala, jafnvirði rúmra fimm milljarða króna, í nýtt hlutafé til þess að tryggja grundvöll rekstrar félagsins til þriggja ára. Fjárfestahópurinn hyggst, fái hann fyrirgreiðslu hjá íslenskum banka, í kjölfarið nýta sér lánsféð sem eigið fé til þess að slá lán hjá svissneskum banka. Lánið frá íslenska bankanum verði þá á læstum vörslureikningi í heilt ár. Sem endurgjald fyrir fjárfestinguna mun Avianta Capital eignast 75 prósenta hlut í hinu nýja flugfélagi á móti 25 prósenta hlut félagsins Neo en það er í eigu Arnars Más Magnússonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra flugrekstrarsviðs WOW air, Sveins Inga Steinþórssonar, sem stýrði hagdeild WOW air og sat í framkvæmdastjórn flugfélagsins, Boga Guðmundssonar, lögmanns hjá Atlantik Legal Services og stjórnarformanns BusTravel, og Þórodds Ara Þóroddssonar sem hefur starfað sem ráðgjafi í flugvélaviðskiptum í Lundúnum. Upplýst er um áform fjárfestahópsins, sem var settur saman í kjölfar gjaldþrots WOW air í lok mars síðastliðins, í nýlegu minnisblaði, sem Markaðurinn hefur undir höndum, þar sem lánsbeiðnin er útlistuð. Aislinn, eigandi Avianta Capital, er dóttir Michaels Kell Ryan sem kom að stofnun Ryanair á níunda áratug síðustu aldar en írska lággjaldaflugfélagið er nú eitt stærsta sinnar tegundar í Evrópu. Til ráðgjafar við Avianta Capital er, eftir því sem fram kemur í minnisblaðinu, fjárfestingarfélagið Irelandia Aviation sem hefur meðal annars fjárfest í lággjaldaflugfélögunum Ryanair, Tiger Airways í Asíu, Allegiant Air í Bandaríkjunum og Viva Aeurobus í Mexíkó en félaginu er stýrt af Declan Ryan, frænda Aislinn og fyrrverandi forstjóra Ryanair.Verði með sex vélar í rekstri Áætlanir hópsins miða að því að nýja lággjaldaflugfélagið, sem ber í minnisblaðinu heitið WAB air og verður byggt upp á grunni WOW air, hefji rekstur í haust og verði með sex vélar í rekstri sínum fyrsta árið. Er stefnt að því að fljúga til fjórtán áfangastaða í Evrópu og Ameríku en áætlanirnar gera ráð fyrir að ein milljón farþega verði flutt með félaginu á næsta ári og fimm hundruð starfsmenn ráðnir til þess á næstu tólf mánuðum. Þá verði velta félagsins jafnframt um tuttugu milljarðar króna á næsta ári. Er sérstaklega tekið fram í minnisblaðinu að undirbúningur fyrir umsókn að flugrekstrarleyfi sé langt á veg kominn. „Félagið verður með áherslu á lágan kostnað, samkeppnishæf verð, afbragðsþjónustu og mikið fjör fyrir sína starfsmenn og viðskiptavini,“ segir þar jafnframt. Forstjóri hins nýja félags verður, ef áformin ganga eftir, áðurnefndur Sveinn Ingi en Arnar Már mun gegna starfi aðstoðarforstjóra og framkvæmdastjóra flugrekstrar. Áður en Sveinn Ingi gekk til liðs við WOW air snemma árs 2016 starfaði hann í tæp tólf ár hjá Air Atlanta, þar á meðal sem yfirmaður hagdeildar, en Arnar Már hefur meðal annars starfað sem flugstjóri hjá Ryanair. Til viðbótar við Svein Inga og Arnar Má mun John Bavister, sem stýrir Avianta Capital með Simon Whittley-Ryan, taka sæti í framkvæmdastjórn nýja flugfélagsins sem fjármálastjóri, að kröfu írska fjárfestingarsjóðsins. Fréttablaðið greindi í byrjun aprílmánaðar, skömmu eftir að WOW air var tekið til gjaldþrotaskipta, frá áformum stofnandans Skúla Mogensen og nokkurra lykilstarfsmanna flugfélagsins, þar á meðal Arnars Más og Sveins Inga, um að endurvekja starfsemi félagsins en hópurinn leitaði í því skyni fjármögnunar upp á allt að fimm milljarða króna. Áformin gengu sem kunnugt er ekki eftir en upplýst er um það í minnisblaðinu að fulltrúar hópsins hafi meðal annars fundað með Avianta Capital og kynnt fjárfestingarsjóðnum áætlanir sínar. Í byrjun maímánaðar hófust síðan viðræður á milli forsvarsmanna sjóðsins og fyrrnefndra Íslendinga, þeirra Arnars Más, Sveins Inga, Boga og Þórodds Ara, með það að markmiði að endurreisa nýtt flugfélag á grundvelli WOW air, líkt og fjallað er um í minnisblaðinu, en þar er tíunduð nauðsyn þess að samkeppni ríki í flugrekstri til og frá Íslandi. Samkomulag náðist loks um fjárfestingu Avianta Capital í nýstofnuðu flugfélagi, WAB air, þann 28. júní síðastliðinn en eins og áður var minnst á hefur fjárfestingarsjóðurinn skuldbundið sig til þess að leggja flugfélaginu til fjörutíu milljónir dala gegn því að eignast 75 prósenta hlut í því. Á móti munu Íslendingarnir fara með fjórðungshlut.Biðlað til bankanna Fjárfestahópurinn hefur á undanförnum vikum biðlað til að minnsta kosti tveggja banka, Arion banka og Landsbankans, eftir því sem heimildir Markaðarins herma, um að lána Avianta Capital 31 milljón evra, um 3,9 milljarða króna, til eins árs á fimm prósenta vöxtum. Samkvæmt gögnum sem blaðið hefur undir höndum hyggst fjárfestingarsjóðurinn í kjölfarið leita til ónefnds svissnesks banka um að veita sér lán – til þess að fjármagna rekstur nýja flugfélagsins – út á lánsféð frá íslenska bankanum.Viðriðinn félag sem rauf viðskiptabann við Íran Einn þeirra Íslendinga sem koma að stofnun nýja flugfélagsins starfaði fyrir um áratug hjá bresk-írönsku fyrirtæki sem var dæmt til þess að greiða bandarískum yfirvöldum allt að sautján milljóna dala sekt fyrir að brjóta gegn viðskiptabanni Bandaríkjanna gagnvart Íran. Maðurinn, Þóroddur Ari Þóroddsson, sem hefur um langt skeið starfað í Lundúnum sem ráðgjafi við fjármögnun og útleigu flugvéla, er einn fjögurra Íslendinga sem munu fara með samanlagt fjórðungshlut í hinu nýju flugfélagi, ef áform þeirra ganga eftir, en í minnisblaðinu sem Markaðurinn hefur undir höndum, er hann titlaður sem „fagfjárfestir í flugrekstri“. Þóroddur Ari gegndi í aldarbyrjun, þá ríflega þrítugur að aldri, starfi framkvæmdastjóra Burnham International á Íslandi en áður hafði hann starfað hjá GE Capital Services í Lundúnum og Amsterdam. Hann gekk síðan til liðs við Montrose Global Capital, dótturfélag Bank of America, um miðjan síðasta áratug þar sem hann sinnti einkum ráðgjöf í flugvélaviðskiptum. Hjá Montrose átti hann meðal annars í samskiptum við stjórnendur bresk-íranska félagsins Balli Group og svo fór að hann réðst að lokum til starfa hjá félaginu. Dótturfélagið Balli Aviation komst í heimsfréttirnar árið 2010 þegar það viðurkenndi fyrir bandarískum dómstólum að hafa flutt ólöglega frá Bandaríkjunum til Írans sex Boeing 747 þotur í trássi við viðskiptabann fyrrnefnda ríkisins gagnvart því síðarnefnda. Var félaginu gert að greiða samtals 17 milljónir dala, jafnvirði 2,1 milljarðs króna á núverandi gengi, í sekt. Þremur árum síðar var móðurfélagið, Balli Group, tekið til gjaldþrotaskipta. Þá hefur komið fram í breskum fjölmiðlum að efnahagsbrotadeild lögreglunnar þar í landi rannsaki nú starfsemi Balli Group og dótturfélaga þess en sjö manns voru handteknir í tengslum við rannsóknina árið 2017.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Play WOW Air Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira