Göngutúrinn er fimm hundruð kílómetrar Sigtryggur Ari skrifar 10. júlí 2019 07:00 Kristján Helgi Carrasco og Kristinn Birkisson eftir að hafa komist í hann krappan í Kreppu. Þeir komust yfir að lokum. Fréttablaðið/Sigtryggur ARI „Einmitt núna erum við á áttunda degi göngunnar, þvert yfir landið,“ sagði Kristján Helgi Carrasco sem blaðamaður Fréttablaðsins hitti í Hvannalindum á sunnudaginn var. Kristján og félagi hans, Kristinn Birkisson, eru nú á gönguferð þvert yfir Ísland, frá fjörunni í Lóni að austanverðu, alla leið yfir hálendið og niður í Borgarfjörð í vestri. Gangan er ríflega 500 kílómetra löng og reikna félagarnir með að nota allan júlímánuð til þess að klára hana. Er blaðamaður rakst á Kristján og Kristin höfðu þeir nýlokið við að vaða jökulána Kreppu, sem er með þeim stærri og ógnvænlegri. „Við reyndum að vaða Kreppu í gærkvöldi, en þá var allt of mikið í henni,“ sagði Kristinn „Við slógum upp tjaldi og ákváðum að bíða til morguns. Í morgun reyndum við aftur við sama vað og í gær, en það gekk ekki hjá okkur. Það liðu samt alls fimmtíu mínútur frá því að við fórum út í þangað til við komumst aftur upp úr jökulvatninu og upp á bakka. Þá þurftum við að hlýja okkur og borða áður en við leituðum að nýju vaði. Þetta gekk þó að lokum.“ Þeir Kristján og Kristinn sögðu heilsuna góða og andann vera léttan. „Hælarnir eiga nú samt dálítið bágt,“ bætti Kristinn við. „Við erum brattir.“ Þeir félagar greina frá því á Facebook-síðu þar sem sagt er frá ferðinni að upphaflega hugmyndin sé ættuð frá þeim Róberti Marshall, Brynhildi Ólafsdóttur, Páli Ásgeiri Ásgeirssyni, Rósu Sigrúnu Jónsdóttur og Einari Skúlasyni. Leiðarvalið miðaðist meðal annars við að gengið yrði að mestu um algerar óbyggðir og að á leiðinni yrði að sigrast á talsverðum áskorunum. Nánari upplýsingar og fréttir af ferðum vinanna er að finna á Facebook-síðunni Kristján og Kristinn á Öræfaleið. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
„Einmitt núna erum við á áttunda degi göngunnar, þvert yfir landið,“ sagði Kristján Helgi Carrasco sem blaðamaður Fréttablaðsins hitti í Hvannalindum á sunnudaginn var. Kristján og félagi hans, Kristinn Birkisson, eru nú á gönguferð þvert yfir Ísland, frá fjörunni í Lóni að austanverðu, alla leið yfir hálendið og niður í Borgarfjörð í vestri. Gangan er ríflega 500 kílómetra löng og reikna félagarnir með að nota allan júlímánuð til þess að klára hana. Er blaðamaður rakst á Kristján og Kristin höfðu þeir nýlokið við að vaða jökulána Kreppu, sem er með þeim stærri og ógnvænlegri. „Við reyndum að vaða Kreppu í gærkvöldi, en þá var allt of mikið í henni,“ sagði Kristinn „Við slógum upp tjaldi og ákváðum að bíða til morguns. Í morgun reyndum við aftur við sama vað og í gær, en það gekk ekki hjá okkur. Það liðu samt alls fimmtíu mínútur frá því að við fórum út í þangað til við komumst aftur upp úr jökulvatninu og upp á bakka. Þá þurftum við að hlýja okkur og borða áður en við leituðum að nýju vaði. Þetta gekk þó að lokum.“ Þeir Kristján og Kristinn sögðu heilsuna góða og andann vera léttan. „Hælarnir eiga nú samt dálítið bágt,“ bætti Kristinn við. „Við erum brattir.“ Þeir félagar greina frá því á Facebook-síðu þar sem sagt er frá ferðinni að upphaflega hugmyndin sé ættuð frá þeim Róberti Marshall, Brynhildi Ólafsdóttur, Páli Ásgeiri Ásgeirssyni, Rósu Sigrúnu Jónsdóttur og Einari Skúlasyni. Leiðarvalið miðaðist meðal annars við að gengið yrði að mestu um algerar óbyggðir og að á leiðinni yrði að sigrast á talsverðum áskorunum. Nánari upplýsingar og fréttir af ferðum vinanna er að finna á Facebook-síðunni Kristján og Kristinn á Öræfaleið.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira