Rúnar Páll: Fjórða markið sem er tekið af Guðmundi Steini í sumar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júlí 2019 21:33 Rúnar Páll var óánægður með dómgæsluna. vísir/bára Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var afar ósáttur við dómgæsluna í jafntefli sinna manna gegn HK, 1-1, í Kórnum í kvöld. Stjörnumenn voru ósáttir við að mark hafi verið dæmt af Guðmundi Steini Hafsteinssyni á 78. mínútu. Þeir vildu einnig meina að Guðmundur Steinn hefði átt að fá víti tveimur mínútum fyrir leikslok. Rúnari Páli var heitt í hamsi eftir leik. „Auðvitað vill maður alltaf vinna og við vorum ekkert langt frá því. Við mættum mjög sterku og skemmtilegu liði HK. Mér fannst við vera með yfirhöndina en vorum klaufar að fá á okkur mark eftir innkast. Ég er drullufúll yfir því. Það var einbeitingarleysi og svona á ekki að geta gerst,“ sagði Rúnar Páll í samtali við Vísi. Hann lét Guðmund Ársæl Guðmundsson og aðstoðarmenn hans heyra það fyrir þeirra frammistöðu í leiknum. „Svo fengum við dóma á móti okkur sem voru óskiljanlegir. Að það skuli vera hægt að bjóða upp á svona vitleysu. Þetta er fjórða markið sem er tekið af Guðmundi í sumar. Fyrir mér var þetta fullkomlega löglegt mark. Svo áttum við að fá víti og það er galið að hann skuli ekki dæma. Þetta var skelfilegt og ég vona að ég hafi rétt fyrir mér. Frá bekknum séð var þetta fáránlegt.“ Stjörnumenn réðu ferðinni lengst af í fyrri hálfleik en fengu á sig mark undir lok hans sem Rúnar Páll var óhress með. „Við vorum með mikla yfirburði í fyrri hálfleik og hefðum getað skorað fleiri mörk miðað við allar sóknirnar. Síðan fengum við frábært færi þegar Hilmar [Árni Halldórsson] skaut í slá. Hann hefur margsinnis skorað úr svona færum. Það féll ekki með okkur, ekki frekar en mikilvægir dómar,“ sagði Rúnar Páll. Félagaskiptaglugganum verður lokað á miðvikudaginn. Rúnar Páll segist vera sáttur með leikmannahóp sinn og engar breytingar verði á honum. „Nei, við gerum ekki neitt. Við erum fínir eins og við erum,“ sagði þjálfarinn að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Stjarnan 1-1 | Jafnt í Kórnum HK er ósigrað í fjórum leikjum í röð en er aðeins tveimur stigum frá fallsæti. Stjörnumenn hafa gert þrjú jafntefli í röð. 29. júlí 2019 21:45 Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var afar ósáttur við dómgæsluna í jafntefli sinna manna gegn HK, 1-1, í Kórnum í kvöld. Stjörnumenn voru ósáttir við að mark hafi verið dæmt af Guðmundi Steini Hafsteinssyni á 78. mínútu. Þeir vildu einnig meina að Guðmundur Steinn hefði átt að fá víti tveimur mínútum fyrir leikslok. Rúnari Páli var heitt í hamsi eftir leik. „Auðvitað vill maður alltaf vinna og við vorum ekkert langt frá því. Við mættum mjög sterku og skemmtilegu liði HK. Mér fannst við vera með yfirhöndina en vorum klaufar að fá á okkur mark eftir innkast. Ég er drullufúll yfir því. Það var einbeitingarleysi og svona á ekki að geta gerst,“ sagði Rúnar Páll í samtali við Vísi. Hann lét Guðmund Ársæl Guðmundsson og aðstoðarmenn hans heyra það fyrir þeirra frammistöðu í leiknum. „Svo fengum við dóma á móti okkur sem voru óskiljanlegir. Að það skuli vera hægt að bjóða upp á svona vitleysu. Þetta er fjórða markið sem er tekið af Guðmundi í sumar. Fyrir mér var þetta fullkomlega löglegt mark. Svo áttum við að fá víti og það er galið að hann skuli ekki dæma. Þetta var skelfilegt og ég vona að ég hafi rétt fyrir mér. Frá bekknum séð var þetta fáránlegt.“ Stjörnumenn réðu ferðinni lengst af í fyrri hálfleik en fengu á sig mark undir lok hans sem Rúnar Páll var óhress með. „Við vorum með mikla yfirburði í fyrri hálfleik og hefðum getað skorað fleiri mörk miðað við allar sóknirnar. Síðan fengum við frábært færi þegar Hilmar [Árni Halldórsson] skaut í slá. Hann hefur margsinnis skorað úr svona færum. Það féll ekki með okkur, ekki frekar en mikilvægir dómar,“ sagði Rúnar Páll. Félagaskiptaglugganum verður lokað á miðvikudaginn. Rúnar Páll segist vera sáttur með leikmannahóp sinn og engar breytingar verði á honum. „Nei, við gerum ekki neitt. Við erum fínir eins og við erum,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Stjarnan 1-1 | Jafnt í Kórnum HK er ósigrað í fjórum leikjum í röð en er aðeins tveimur stigum frá fallsæti. Stjörnumenn hafa gert þrjú jafntefli í röð. 29. júlí 2019 21:45 Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - Stjarnan 1-1 | Jafnt í Kórnum HK er ósigrað í fjórum leikjum í röð en er aðeins tveimur stigum frá fallsæti. Stjörnumenn hafa gert þrjú jafntefli í röð. 29. júlí 2019 21:45