Herra Hnetusmjör opnar sendiráð Kópavogs í Austurstræti Birgir Olgeirsson skrifar 29. júlí 2019 14:10 Rapparinn Herra Hnetusmjör. FBL/ERNIR „Þetta verður eins og að stíga inn í hausinn á mér,“ segir rapparinn Herra Hnetusmjör sem vinnur nú að því að opna nýjan skemmtistað í miðborg Reykjavíkur sem mun heita 203. „Þetta er sendiráð Kópavogs í miðbæ Reykjavíkur,“ segir Herra Hnetusmjör en 203 er vísun í póstnúmer í Kópavogi. Skemmtistaðurinn verður í Austurstræti 3. Í Austurstræti 3 er að finna veitingastaðinn Kebabhúsið en skemmtistaðurinn 203 verður á annarri og þriðju hæð hússins og stendur til að innrétta staðinn eins og Herra Hnetusmjör vill hafa hann. „Þetta verður bara stemning. Þarna verður tónlist sem ég fíla, svokallað versace hip-hop. Þessi staður verður 2019,“ segir Herra Hnetusmjör.Staðurinn verður fyrir Kebabhúsið í Austurstræti.ja.isHann sér fram á að frumsýna öll sín myndbönd á þessum stað og lagði mikla áherslu á við hönnun hans að þar inni yrði gott svið fyrir listamenn til að koma fram. Á Herra Hnetusmjör von á að staðurinn opni í lok sumars, en vill þó engu lofa á þessari stundu. Hann stendur þó ekki einn í þessu viðskiptaævintýri heldur er hann að eigin sögn með góða fjárfesta með sér. Herra Hnetusmjör tilkynnti um þennan nýja stað í laginu Vitleysan eins sem hann gaf út nýverið og er með 50 þúsund spilanir á Spotify þegar þetta er skrifað.Fregnir hafa borist af veitingamönnum í miðbæ Reykjavíkur sem hafa kvartað undan þungum rekstri undanfarin misseri. Herra Hnetusmjör hefur þó engar áhyggjur. „Það eru líka fullt af listamönnum sem tala um hvað það sé erfitt að lifa á því að vera listamaður. Þannig að ég hef engar áhyggjur.“ Skemmtistaðurinn Prikið hefur hingað til verið samkomustaður unnenda hip hop tónlistar en Herra Hnetusmjör segir Reykjavík nógu stóra fyrir tvo slíka staði. „Prikið er legendary staður og ég hef ekkert nema gott um hann að segja.“ Kópavogur Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
„Þetta verður eins og að stíga inn í hausinn á mér,“ segir rapparinn Herra Hnetusmjör sem vinnur nú að því að opna nýjan skemmtistað í miðborg Reykjavíkur sem mun heita 203. „Þetta er sendiráð Kópavogs í miðbæ Reykjavíkur,“ segir Herra Hnetusmjör en 203 er vísun í póstnúmer í Kópavogi. Skemmtistaðurinn verður í Austurstræti 3. Í Austurstræti 3 er að finna veitingastaðinn Kebabhúsið en skemmtistaðurinn 203 verður á annarri og þriðju hæð hússins og stendur til að innrétta staðinn eins og Herra Hnetusmjör vill hafa hann. „Þetta verður bara stemning. Þarna verður tónlist sem ég fíla, svokallað versace hip-hop. Þessi staður verður 2019,“ segir Herra Hnetusmjör.Staðurinn verður fyrir Kebabhúsið í Austurstræti.ja.isHann sér fram á að frumsýna öll sín myndbönd á þessum stað og lagði mikla áherslu á við hönnun hans að þar inni yrði gott svið fyrir listamenn til að koma fram. Á Herra Hnetusmjör von á að staðurinn opni í lok sumars, en vill þó engu lofa á þessari stundu. Hann stendur þó ekki einn í þessu viðskiptaævintýri heldur er hann að eigin sögn með góða fjárfesta með sér. Herra Hnetusmjör tilkynnti um þennan nýja stað í laginu Vitleysan eins sem hann gaf út nýverið og er með 50 þúsund spilanir á Spotify þegar þetta er skrifað.Fregnir hafa borist af veitingamönnum í miðbæ Reykjavíkur sem hafa kvartað undan þungum rekstri undanfarin misseri. Herra Hnetusmjör hefur þó engar áhyggjur. „Það eru líka fullt af listamönnum sem tala um hvað það sé erfitt að lifa á því að vera listamaður. Þannig að ég hef engar áhyggjur.“ Skemmtistaðurinn Prikið hefur hingað til verið samkomustaður unnenda hip hop tónlistar en Herra Hnetusmjör segir Reykjavík nógu stóra fyrir tvo slíka staði. „Prikið er legendary staður og ég hef ekkert nema gott um hann að segja.“
Kópavogur Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira