KR náði tíu stiga forskot í Pepsi Max deild karla í gærkvöldi eftir 4-1 sigur á Fylki í Árbænum. Þetta var tíundi deildarsigur KR-liðsins á tímabilinu.
KR-ingar hafa nú unnið jafnmarga deildarleiki í fyrstu fjórtán umferðunum í sumar og þeir unnu í öllum 22 umferðunum á síðustu leiktíð.
KR-liðið náði aldrei að vinna tíu deildasigra fyrir tveimur sumrum þegar liðið endaði „bara“ með 8 sigra í 22 leikjum.
Nú eru KR-ingar aftur á móti búnir að setja nýtt met. Þetta er í fyrsta sinn í tólf liða deild þar sem KR-ingar vinna tíunda sigurinn sinn fyrir 1. ágúst.
Þegar KR varð síðast Íslandsmeistari, sumarið 2013, þá vann liðið sinn tíunda deildarsigur á tímabilinu 7. ágúst eða í fyrsta leik sínum eftir Verslunarmannahelgi.
Hér fyrir neðan má sjá hversu langt á undan KR-ingar eru í sumar miðað við sumur liðsins í tólf liða deild.
Hvenær hefur tíundi deildarsigur KR dottið inn síðustu sumur:
2019 - 28. júlí (4-1 sigur á Fylki í 14. leik)
2018 - 29. september (3-2 sigur á KR í 22. leik)
2017 - Aldrei (vann bara 8 leiki)
2016 - 25. september (1-0 sigur á Víkingi Ó. í 21. leik)
2015 - 26. september (2-0 sigur á Leikni í 21. leik)
2014 - 25. ágúst (2-1 sigur á Fram í 17. leik)
2013 - 7. ágúst (3-1 sigur á Þór í 13. leik)
2012 - 29. september (3-0 sigur á Keflavík í 22. leik)
2011 - 7. ágúst (3-2 sigur á Víkingi R. í 14. leik)
2010 - 12. september (4-2 sigur á ÍBV í 19. leik)
2009 - 13. september (2-1 sigur á HK í 19. leik)
2008 - 22. ágúst (2-1 sigur á Keflavík í 17. leik)
Tíundi deildarsigur KR-liðsins í tólf liða deild hafa komið ...
... 1 sinni í júli (2019)
... 4 sinnum í ágúst (2008, 2011, 2013 og 2014)
... 6 sinnum í september (2009, 2010, 2012, 2015, 2016, 2018)
og 1 sinni aldrei (2017)
