Kýr á vatnsdýnum í nýju fjósi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. júlí 2019 19:30 Nýja fjósið í Gunnbjarnarholti er um 4.000 fermetrar á stærð og er allt hið glæsilegasta. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Eitt glæsilegasta og fullkomnasta fjós landsins hefur verið tekið í notkun á bænum Gunnbjarnarholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Þar er pláss fyrir um fimm hundruð gripi, þar af um 240 mjólkandi kýr. Fjórir mjaltaþjónar eru í fjósinu og vatnsdýnur á básunum, sem kýrnar eru æstar í að liggja á. Fjósið er um fjögur þúsund fermetrar að stærð. Það er mjög tæknivætt og engu var sparað til að hafa þægindin og vellíðan gripanna í fyrsta sæti. Við erum að tala um hátæknifjós í eigu fjölskyldunnar í Gunnbjarnarholti. „Þegar allt er komið í fulla notkun hérna þá verður fjöldi gripa hérna um fimm hundruð og það verða hér tvö hundruð og tuttugu til tvö hundruð og fjörutíu mjólkurkýr“, segir Arnar Bjarni Eiríksson, bóndi. Arnar Bjarni með dóttur sinni, Þórhildi þrettán ára og barnabarni sínu, Arnari Elí Eiríkssyni, tuttugu mánaða.Magnús HlynurArnar Bjarni líkir nýja fjósinu við samfélagið á Íslandi eins og það er. „Já, það er fæðingardeildin, síðan er vökudeildin, síðan er það leikskólinn, grunnskólinn og unglingastigið, menntaskólinn og svo er það samfélagið sjálft, sem eru kýrnar“. Fjórir mjaltaþjónar eru í fjósinu og sérstaka gardínur sem opnast og lokast sjálfkrafa eftir hitastigi. „Þannig að núna yfir sumartímann er algjörlega opið í gegnum bygginguna. Síðan fara kýrnar út á beit hérna fyrir framan en þess á milli, eðlilega þegar það er mjaltaþjónn, þá verða þær líka að vera heilmikið inni til þess að fá þá þjónustu sem þeir þurfa, þá kemur það á móti að loftslagið hérna er eins og úti“, segir Arnar Bjarni. Og það sem meira er, það finnst varla fjósalykt í nýja fjósinu. „Til þess var leikurinn gerður að það yrði helst ekki fjósalykt, hún er sennilega meiri fyrir utan en hér inni“, segir Arnar Bjarni og hlær. Kýrnar er ánægðar í fjósinu enda hafa þær nóg pláss og geta valið um í hvaða mjaltaþjón þær fara í hverju sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Dýnurnar vekja sérstaka athygli en kýrnar geta valið á milli sex mismunandi tegunda af dýnum til að liggja á. „Það er svo greinilegt að vatnsdýnurnar eru langsamlega vinsælastar, þar er bara aldrei auður bás“. Dýr Landbúnaður Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Sjá meira
Eitt glæsilegasta og fullkomnasta fjós landsins hefur verið tekið í notkun á bænum Gunnbjarnarholti í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Þar er pláss fyrir um fimm hundruð gripi, þar af um 240 mjólkandi kýr. Fjórir mjaltaþjónar eru í fjósinu og vatnsdýnur á básunum, sem kýrnar eru æstar í að liggja á. Fjósið er um fjögur þúsund fermetrar að stærð. Það er mjög tæknivætt og engu var sparað til að hafa þægindin og vellíðan gripanna í fyrsta sæti. Við erum að tala um hátæknifjós í eigu fjölskyldunnar í Gunnbjarnarholti. „Þegar allt er komið í fulla notkun hérna þá verður fjöldi gripa hérna um fimm hundruð og það verða hér tvö hundruð og tuttugu til tvö hundruð og fjörutíu mjólkurkýr“, segir Arnar Bjarni Eiríksson, bóndi. Arnar Bjarni með dóttur sinni, Þórhildi þrettán ára og barnabarni sínu, Arnari Elí Eiríkssyni, tuttugu mánaða.Magnús HlynurArnar Bjarni líkir nýja fjósinu við samfélagið á Íslandi eins og það er. „Já, það er fæðingardeildin, síðan er vökudeildin, síðan er það leikskólinn, grunnskólinn og unglingastigið, menntaskólinn og svo er það samfélagið sjálft, sem eru kýrnar“. Fjórir mjaltaþjónar eru í fjósinu og sérstaka gardínur sem opnast og lokast sjálfkrafa eftir hitastigi. „Þannig að núna yfir sumartímann er algjörlega opið í gegnum bygginguna. Síðan fara kýrnar út á beit hérna fyrir framan en þess á milli, eðlilega þegar það er mjaltaþjónn, þá verða þær líka að vera heilmikið inni til þess að fá þá þjónustu sem þeir þurfa, þá kemur það á móti að loftslagið hérna er eins og úti“, segir Arnar Bjarni. Og það sem meira er, það finnst varla fjósalykt í nýja fjósinu. „Til þess var leikurinn gerður að það yrði helst ekki fjósalykt, hún er sennilega meiri fyrir utan en hér inni“, segir Arnar Bjarni og hlær. Kýrnar er ánægðar í fjósinu enda hafa þær nóg pláss og geta valið um í hvaða mjaltaþjón þær fara í hverju sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Dýnurnar vekja sérstaka athygli en kýrnar geta valið á milli sex mismunandi tegunda af dýnum til að liggja á. „Það er svo greinilegt að vatnsdýnurnar eru langsamlega vinsælastar, þar er bara aldrei auður bás“.
Dýr Landbúnaður Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Sjá meira