Ung kona bjargaði eiginmanni sínum eftir að hann datt ofan í gíg eldfjalls Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. júlí 2019 19:50 Clay og Acaimie Chastain GoFundMe Ungur maður sem féll ofan í óvirkt eldfjall og var bjargað af eiginkonu sinni í brúðkaupsferð þeirra, liggur núna á spítala og er á batavegi. Clay Chastain fékk alvarlega höfuðáverka þegar hann, ásamt eiginkonu sinni, Acaimie, var í fjallgöngu á karabísku eyjunni Sankti Kitts. Hjónin höfðu náð toppi fjallsins þegar Clay ákvað að klifra niður í gíginn til að virða betur fyrir sér gróðurinn. Clay Chastain liggur í sjúkrarúmi eftir slysið.Go Fund MeÁ leiðinni niður skrikaði honum fótur og hann féll ofan í 15 metra djúpan gíginn og komst ekki aftur upp. Hann fékk sprungu í hálslið og missti heyrnina tímabundið í hægra eyra. Acaimie heyrði hjálpar- og sársaukaóp eiginmanns síns og dreif sig að gígnum þar sem hún sá hann liggjandi á jörðinni og blóð rann úr höfuðsári. Henni tókst að komast ofan í gíginn og svo hjálpaði hún manni sínum að klifra upp með mikilli fyrirhöfn. Þegar þau gerðu sér grein fyrir því að engir fleiri göngugarpar væru nærri og sáu að ekkert símasamband væri uppi á fjallinu ákváðu þau að ganga alla leiðina aftur niður sem tók þau þrjár klukkustundir. Acaimie, sem er aðeins 157 cm. há, sagði: „Hann studdist mikið við mig og hann tók andköf og spurði mig endurtekið hversu langt væri eftir.“ „Það er kraftaverk að hann hafi náði að halda sér uppi svona lengi miðað við meiðslin,“ sagði Acaimie í samtali við fréttastofu Indianapolis Star. „Það er kraftaverk að hann sé ekki alvarlegar slasaður. Það var magnað í mínum augum að hann hafi ekki brotið nein bein,“ bætti hún við. Bandaríkin Sankti Kitts og Nevis Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Fleiri fréttir Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Sjá meira
Ungur maður sem féll ofan í óvirkt eldfjall og var bjargað af eiginkonu sinni í brúðkaupsferð þeirra, liggur núna á spítala og er á batavegi. Clay Chastain fékk alvarlega höfuðáverka þegar hann, ásamt eiginkonu sinni, Acaimie, var í fjallgöngu á karabísku eyjunni Sankti Kitts. Hjónin höfðu náð toppi fjallsins þegar Clay ákvað að klifra niður í gíginn til að virða betur fyrir sér gróðurinn. Clay Chastain liggur í sjúkrarúmi eftir slysið.Go Fund MeÁ leiðinni niður skrikaði honum fótur og hann féll ofan í 15 metra djúpan gíginn og komst ekki aftur upp. Hann fékk sprungu í hálslið og missti heyrnina tímabundið í hægra eyra. Acaimie heyrði hjálpar- og sársaukaóp eiginmanns síns og dreif sig að gígnum þar sem hún sá hann liggjandi á jörðinni og blóð rann úr höfuðsári. Henni tókst að komast ofan í gíginn og svo hjálpaði hún manni sínum að klifra upp með mikilli fyrirhöfn. Þegar þau gerðu sér grein fyrir því að engir fleiri göngugarpar væru nærri og sáu að ekkert símasamband væri uppi á fjallinu ákváðu þau að ganga alla leiðina aftur niður sem tók þau þrjár klukkustundir. Acaimie, sem er aðeins 157 cm. há, sagði: „Hann studdist mikið við mig og hann tók andköf og spurði mig endurtekið hversu langt væri eftir.“ „Það er kraftaverk að hann hafi náði að halda sér uppi svona lengi miðað við meiðslin,“ sagði Acaimie í samtali við fréttastofu Indianapolis Star. „Það er kraftaverk að hann sé ekki alvarlegar slasaður. Það var magnað í mínum augum að hann hafi ekki brotið nein bein,“ bætti hún við.
Bandaríkin Sankti Kitts og Nevis Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Fleiri fréttir Uppgjör milli Hvíta hússins og dómstóla í vændum Kennari stakk átta ára stúlku til bana Fundust látnir í tjaldi á hæsta fjalli Svíþjóðar Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Sjá meira