Hver er Boris? Sif Sigmarsdóttir skrifar 27. júlí 2019 10:45 Boris Johnson tók við embætti forsætisráðherra Bretlands í vikunni. En hver er Boris Johnson? Er hann góðlátlegur klaufabárður, trúður sem álpaðist í embætti forsætisráðherra? Er hann pólitískur bragðarefur, kaldrifjaður valdafíkill sem velur sér skoðanir eftir hentisemi? Breskir fjölmiðlar hafa undanfarið verið uppfullir af frásögnum fólks af kynnum þess við Boris. „Borisar saga“ fjölmiðlamannsins Jeremy Vine fangar sagna best hversu flókin spurningin er.Borisar saga Johnson Árið er 2006. Fjórar mínútur eru til stefnu þegar Boris Johnson kemur hlaupandi inn í hátíðarsal Hilton hótelsins við Park Lane í London. Hann er ræðumaður kvöldsins. Jeremy Vine situr við eitt kvöldverðarborðanna og á að veita verðlaun. Boris rýkur á Jeremy. „Jeremy. Hvar er ég staddur?“ „Þú ert á Alþjóðlegu verðbréfunarverðlaununum.“ „Hver er ræðumaðurinn?“ „Þú.“ „Jesús minn! Hvenær á ég að tala?“ „Umm … Núna.“ „Ein spurning: Hvað er verðbréfun?“ Viðstaddir reyna að útskýra. Boris biður um blað. Einn gestanna snýr við matseðli kvöldsins og réttir Boris. „Er einhver með penna?“ Jeremy fylgist með Boris hripa niður punkta. Boris rymur af áreynslu. Skipuleggjandi verðlaunanna horfir á þá uggandi. Jeremy greinir orðin „sauðfé“ og „hákarl“. Skyndilega glymur í hljóðkerfinu: „Bjóðið hjartanlega velkominn þingmanninn Boris Johnson.“ Boris er dreginn upp á svið. Jeremy tekur eftir því að Boris gleymdi blöðunum með ræðunni á borðinu. Hann sýpur hveljur. Ætti hann að hlaupa á eftir honum? En það er um seinan. Boris er byrjaður að tala. „Umm … verið velkomin á … umm …“ Boris er búinn að gleyma hvar hann er staddur. Jeremy sekkur ofan í sæti sitt. Hvílíkt klúður. Boris tvístígur á sviðinu. En skyndilega snýr hann sér við í púltinu með leikrænum tilburðum. Yfirskrift samkomunnar blasir við á veggnum fyrir aftan hann. „Velkomin á Alþjóðlegu verðbréfunarverðlaunin,“ hrópar Boris sigri hrósandi. Viðstaddir skellihlæja. Boris rótar í hárinu á sér. „Umm … Sauðfé.“ Boris segir sögu af frænda sínum sem er sauðfjárbóndi og má ekki urða dýr sem drepast heldur þarf að fá sláturhús í málið. „Kind drapst í dag. Út af reglugerð Evrópusambandsins þurfti frændi að hringja í náunga í sláturhúsi í fimmtíu mílna fjarlægð. Hann hét Mick – nei, Jim – nei, fyrirgefið, Margrét, það var Margrét.“ Salurinn veltist um af hlátri. „Þetta er ástæðan fyrir því að borgarstjórinn í myndinni Jaws er pólitísk hetja mín. Hann hélt ströndunum opnum. Hann afnam allar kjánalegar heilsu- og öryggisreglugerðir og sagði fólki bara að synda, synda, synda. Ég geri mér grein fyrir því að afleiðingar þess voru að hákarl át nokkur saklaus börn. En hugsið ykkur gleðina sem meirihlutinn fékk út úr ströndunum vegna áræðni borgarstjórans í Jaws.“ Fagnaðarlæti brjótast út. Boris hafði breytt klúðri í einlægan gamanleik. Eða hvað? Átján mánuðum síðar: Jeremy Vine er á ný staddur á samkomu til að veita verðlaun. Skipuleggjendur eru órólegir. Aðalræðumaðurinn er ókominn. Skyndilega þýtur Boris Johnson inn í salinn. „Jeremy. Hvar er ég?“ Jeremy þylur yfirskrift samkomunnar. „Hver á að tala? Ha, ég? Er einhver með penna?“ Boris hripar niður stikkorð á blað. „Sauðfé“. „Hákarl“. Hann er dreginn upp á svið. „Verið velkomin á … umm …“ Boris snýr sér við og les af veggnum. „En vandræðalegt. Þetta hefur aldrei komið fyrir mig áður.“ Salurinn hlær. Jeremy Vine gapir. Sauðféð; frændinn; Mick, Jim og Margrét; borgarstjórinn úr Jaws. Allt er á sínum stað. Er líf á öðrum hnöttum? Hvað varð um Ameliu Earhart? Hver er Boris Johnson? Spurningin bætist nú við fleiri óleystar ráðgátur veraldar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Boris Johnson tók við embætti forsætisráðherra Bretlands í vikunni. En hver er Boris Johnson? Er hann góðlátlegur klaufabárður, trúður sem álpaðist í embætti forsætisráðherra? Er hann pólitískur bragðarefur, kaldrifjaður valdafíkill sem velur sér skoðanir eftir hentisemi? Breskir fjölmiðlar hafa undanfarið verið uppfullir af frásögnum fólks af kynnum þess við Boris. „Borisar saga“ fjölmiðlamannsins Jeremy Vine fangar sagna best hversu flókin spurningin er.Borisar saga Johnson Árið er 2006. Fjórar mínútur eru til stefnu þegar Boris Johnson kemur hlaupandi inn í hátíðarsal Hilton hótelsins við Park Lane í London. Hann er ræðumaður kvöldsins. Jeremy Vine situr við eitt kvöldverðarborðanna og á að veita verðlaun. Boris rýkur á Jeremy. „Jeremy. Hvar er ég staddur?“ „Þú ert á Alþjóðlegu verðbréfunarverðlaununum.“ „Hver er ræðumaðurinn?“ „Þú.“ „Jesús minn! Hvenær á ég að tala?“ „Umm … Núna.“ „Ein spurning: Hvað er verðbréfun?“ Viðstaddir reyna að útskýra. Boris biður um blað. Einn gestanna snýr við matseðli kvöldsins og réttir Boris. „Er einhver með penna?“ Jeremy fylgist með Boris hripa niður punkta. Boris rymur af áreynslu. Skipuleggjandi verðlaunanna horfir á þá uggandi. Jeremy greinir orðin „sauðfé“ og „hákarl“. Skyndilega glymur í hljóðkerfinu: „Bjóðið hjartanlega velkominn þingmanninn Boris Johnson.“ Boris er dreginn upp á svið. Jeremy tekur eftir því að Boris gleymdi blöðunum með ræðunni á borðinu. Hann sýpur hveljur. Ætti hann að hlaupa á eftir honum? En það er um seinan. Boris er byrjaður að tala. „Umm … verið velkomin á … umm …“ Boris er búinn að gleyma hvar hann er staddur. Jeremy sekkur ofan í sæti sitt. Hvílíkt klúður. Boris tvístígur á sviðinu. En skyndilega snýr hann sér við í púltinu með leikrænum tilburðum. Yfirskrift samkomunnar blasir við á veggnum fyrir aftan hann. „Velkomin á Alþjóðlegu verðbréfunarverðlaunin,“ hrópar Boris sigri hrósandi. Viðstaddir skellihlæja. Boris rótar í hárinu á sér. „Umm … Sauðfé.“ Boris segir sögu af frænda sínum sem er sauðfjárbóndi og má ekki urða dýr sem drepast heldur þarf að fá sláturhús í málið. „Kind drapst í dag. Út af reglugerð Evrópusambandsins þurfti frændi að hringja í náunga í sláturhúsi í fimmtíu mílna fjarlægð. Hann hét Mick – nei, Jim – nei, fyrirgefið, Margrét, það var Margrét.“ Salurinn veltist um af hlátri. „Þetta er ástæðan fyrir því að borgarstjórinn í myndinni Jaws er pólitísk hetja mín. Hann hélt ströndunum opnum. Hann afnam allar kjánalegar heilsu- og öryggisreglugerðir og sagði fólki bara að synda, synda, synda. Ég geri mér grein fyrir því að afleiðingar þess voru að hákarl át nokkur saklaus börn. En hugsið ykkur gleðina sem meirihlutinn fékk út úr ströndunum vegna áræðni borgarstjórans í Jaws.“ Fagnaðarlæti brjótast út. Boris hafði breytt klúðri í einlægan gamanleik. Eða hvað? Átján mánuðum síðar: Jeremy Vine er á ný staddur á samkomu til að veita verðlaun. Skipuleggjendur eru órólegir. Aðalræðumaðurinn er ókominn. Skyndilega þýtur Boris Johnson inn í salinn. „Jeremy. Hvar er ég?“ Jeremy þylur yfirskrift samkomunnar. „Hver á að tala? Ha, ég? Er einhver með penna?“ Boris hripar niður stikkorð á blað. „Sauðfé“. „Hákarl“. Hann er dreginn upp á svið. „Verið velkomin á … umm …“ Boris snýr sér við og les af veggnum. „En vandræðalegt. Þetta hefur aldrei komið fyrir mig áður.“ Salurinn hlær. Jeremy Vine gapir. Sauðféð; frændinn; Mick, Jim og Margrét; borgarstjórinn úr Jaws. Allt er á sínum stað. Er líf á öðrum hnöttum? Hvað varð um Ameliu Earhart? Hver er Boris Johnson? Spurningin bætist nú við fleiri óleystar ráðgátur veraldar.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun