Munu fylgjast grannt með innheimtu smálána Ari Brynjólfsson skrifar 27. júlí 2019 07:30 Umboðsmaður skuldara hefur langa reynslu af smálánum, í fyrra og árið á undan hefur meira en helmingur sem þangað leitar glímt við sligandi smálánaskuldir. Vísir/valgarður „Það er mjög ánægjulegt að heyra að smálánastarfsemin á okurvöxtum sé hætt,“ segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær segja Ondrej Šmakal, forstjóri Kredia Group, og Gísli Kr. Björnsson, eigandi innheimtufyrirtækisins Almenn innheimta, að hætt sé að veita smálán og innheimta smálán á hærri vöxtum en 53,75 prósent, sem er það hæsta sem leyfilegt er samkvæmt lögum. „Mitt embætti mun fylgjast mjög grannt með framhaldinu,“ segir Ásta Sigrún. „Bæði með framgöngu gagnvart skuldurum og einnig með fyrirhugaðri lagasetningu í haust sem mun þrengja að starfsemi smálánafyrirtækjanna.“ Umboðsmaður skuldara hefur langa reynslu af smálánum, í fyrra og árið á undan hefur meira en helmingur sem þangað leitar glímt við sligandi smálánaskuldir. „Það er mikil vinna sem fylgir þessum málum hjá embættinu. Það hefur verið ótrúlega torsótt að fá gögn frá bæði smálánafyrirtækjunum og Almennri innheimtu.“ Í meira en helmingi tilfella var um að ræða atvinnulausa eða öryrkja. „Það er verið að nýta sér bága stöðu fólks, ginna það til að taka lán sem það ræður ekki við. Þetta er mjög viðkvæmur hópur sem þarf mikla aðstoð. Oft ungt fólk sem er ekki með gott fjármálalæsi, einnig fólk sem er með fíknivanda eða glímir við andleg vandamál,“ segir Ásta Sigrún. Ásta Sigrún segir að enn sé mörgum spurningum ósvarað. „Við vitum að öll þessi mál sem koma inn á borð til okkar eru bara toppurinn á ísjakanum. Bankar og önnur innheimtufyrirtæki láta okkur vita hversu margir skulda þeim, nú þurfum við að komast að því hvert raunverulegt umfang smálánanna er hér á landi,“ segir Ásta Sigrún. „Þeir hafa í raun viðurkennt að þessi lán voru allan tímann ólögleg. Við munum óska eftir svörum um hvað þeir hyggjast gera í málum þar sem einstaklingar hafa þegar borgað of mikið.“ Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Smálán Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
„Það er mjög ánægjulegt að heyra að smálánastarfsemin á okurvöxtum sé hætt,“ segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær segja Ondrej Šmakal, forstjóri Kredia Group, og Gísli Kr. Björnsson, eigandi innheimtufyrirtækisins Almenn innheimta, að hætt sé að veita smálán og innheimta smálán á hærri vöxtum en 53,75 prósent, sem er það hæsta sem leyfilegt er samkvæmt lögum. „Mitt embætti mun fylgjast mjög grannt með framhaldinu,“ segir Ásta Sigrún. „Bæði með framgöngu gagnvart skuldurum og einnig með fyrirhugaðri lagasetningu í haust sem mun þrengja að starfsemi smálánafyrirtækjanna.“ Umboðsmaður skuldara hefur langa reynslu af smálánum, í fyrra og árið á undan hefur meira en helmingur sem þangað leitar glímt við sligandi smálánaskuldir. „Það er mikil vinna sem fylgir þessum málum hjá embættinu. Það hefur verið ótrúlega torsótt að fá gögn frá bæði smálánafyrirtækjunum og Almennri innheimtu.“ Í meira en helmingi tilfella var um að ræða atvinnulausa eða öryrkja. „Það er verið að nýta sér bága stöðu fólks, ginna það til að taka lán sem það ræður ekki við. Þetta er mjög viðkvæmur hópur sem þarf mikla aðstoð. Oft ungt fólk sem er ekki með gott fjármálalæsi, einnig fólk sem er með fíknivanda eða glímir við andleg vandamál,“ segir Ásta Sigrún. Ásta Sigrún segir að enn sé mörgum spurningum ósvarað. „Við vitum að öll þessi mál sem koma inn á borð til okkar eru bara toppurinn á ísjakanum. Bankar og önnur innheimtufyrirtæki láta okkur vita hversu margir skulda þeim, nú þurfum við að komast að því hvert raunverulegt umfang smálánanna er hér á landi,“ segir Ásta Sigrún. „Þeir hafa í raun viðurkennt að þessi lán voru allan tímann ólögleg. Við munum óska eftir svörum um hvað þeir hyggjast gera í málum þar sem einstaklingar hafa þegar borgað of mikið.“
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Smálán Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira