Sport

Vill banna hnefaleika eftir dauða tveggja boxara

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Maxim Dadashev varð fyrir alvarlegum heilaskaða í bardaga á föstudaginn og lést fjórum dögum síðar.
Maxim Dadashev varð fyrir alvarlegum heilaskaða í bardaga á föstudaginn og lést fjórum dögum síðar. vísir/getty
Tveir boxarar létust í vikunni vegna áverka sem þeir urðu fyrir í hringnum.

Á þriðjudaginn dó Maxim Dadashev, 28 ára Rússi, og í gær lést Hugo Santillan, 23 ára Argentínumaður.

Pete McCabe, framkvæmdastjóri Headway, samtaka um heilaskaða, hvetur til þess að hnefaleikar verði bannaðir.

„Fullyrðingar þess efnis að boxarar séu meðvitaðir um áhættuna sem fylgir því að stunda hnefaleika og alvarleg slys sem þeim fylgja séu óútreiknanleg standast ekki skoðun. Ungir boxarar fá ekki nógu mikla fræðslu til að taka upplýsta ákvörðun,“ sagði McCabe.

„Svo lengi sem aðal tilgangurinn er að rota andstæðinginn með endurteknum höggum í höfuðið verða hnefaleikar hættuleg iðja. Það er tími til kominn að banna þá.“

Box

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×