Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - KR 1-4│KR-ingar færast nær titlinum Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 28. júlí 2019 22:30 vísir/bára KR steig í kvöld stórt skref í að tryggja Íslandsmeistaratitilinn með 4-1 sigri á Fylki í Árbænum. KR-ingar eru einungis búnir að tapa einum leik gegn Íslensku liði á þessu ári og eru að verða ansi líklegir til að verða Íslandsmeistarar. KR skoruðu úr fyrsta færi sínu í leiknum og náðu að stýra leiknum vel eftir það. KR komust yfir á 5. mínútu leiksins. Pablo Punyed skoraði markið eftir stoðsendingu frá Kristni Jónssyni. Kristinn tók við innkasti nálægt teig Fylkismanna og fékk síðan að dúlla sér með boltann inn í teig og upp að endalínu. Þar gat hann valið hvern hann ætlaði að gefa á og valdi Pablo sem stóð í markteignum. Það var mikill æsingur í fyrri hálfleik en í honum voru gefin samtals 6 gul spjöld. 2 af þeim komu eftir mikinn æsing í teig KR. Geoffrey Castillon og Beitir lágu báðir í jörðinni eftir að Beitir varði vel frá Geoffrey. Þeir fóru báðir að æsa sig mikið og enduðu á að fá sitt hvort spjaldið. Stuðningsmenn Fylkis vilja meina að Beitir hafi sparkað í Geoffrey. Ef það er rétt hefði Erlendur getað breytt leiknum með annarri ákvörðun þarna. Fylkir voru meira með boltann í fyrri hálfleiknum en náðu aldrei að skapa neitt á seinasta þriðjungnum. Vörnin hjá KR var frábær í fyrri hálfleik en það var í rauninni bara þetta eina færi sem Castillon og Kolbeinn fengu þar sem þeir brotnuðu niður. KR bættu við tveimur mörkum í viðbót í fyrri hálfleik en Arnþór Ingi skoraði annað markið eftir skalla. Þriðja markið kom síðan eftir frábæra skyndisókn þar sem Kristinn Jónsson endaði á að skora. Skotið var beint á Stefán Loga í Fylkismarkinu og hann hefði átt að verja það. Fylkismenn komu ákveðnari inn í seinni hálfleikinn en þeir áttu samt gríðarlega erfitt með að brjóta niður vörnina hjá KR. Orri Sveinn Stefánsson klóraði í bakkann með skallamarki eftir vel útfærða aukaspyrnu. KR lágu meira niðri í seinni hálfleik en voru ennþá stórhættulegir í skyndisóknunum. Besta færi Fylkis í leiknum var eflaust þegar Geoffrey Castillon náði að taka niður fyrirgjöf frá Andrési Má í markteig KR. Geoffrey féll hinsvegar niður áður en hann náði að skjóta og það virtist eins og hann hafi verið tekinn niður. Þetta gerðist í stöðunni 1-3 þegar Fylkir lágu á KR og víti á þessum tímapunkti hefði hleypt miklu lífi í leikinn. KR-ingar stóðu af sér áhlaup heimamanna í seinni hálfleik og undir lokin voru heimamenn alveg hættir að ógna. Tobias Bendix Thomsen náði meiri segja að bæta við marki fyrir KR í uppbótartíma. Markið kom eftir vel útfærða skyndisókn og dró leikinn skemmtilega saman í uppbótartímanum. Af hverju vann KR?KR er besta fótboltaliðið á Íslandi í dag. Þeir geta ráðið hvernig þeir spila liggur við og þeir ná alltaf að útfæra sitt leikskipulag vel. Vörnin er grunnstoðin í því en þeir loka vörninni gríðarlega vel og eru stórhættulegir í skyndisóknum í dag. Hverjir stóðu upp úr?Kristinn Jónsson var maður leiksins en hann var frábær í kvöld. Sinnti varnarskyldunni gríðarlega vel og átti bara þennan vinstri væng. Bjó til fyrsta markið og kláraði þriðja markið með góðu skoti. Óskar Örn var sömuleiðis mjög góður en hann lagði upp tvö mörk auk þess sem hann var alltaf hættulegur þegar hann fékk hann í lappir. Einhverjir hefðu kannski haldið að Finnur Tómas Pálmason 18 ára miðvörður KR yrði í vandræðum með Geoffrey Castillon í kvöld. Geoffrey er töluvert stærri og sterkari og sótti augljóslega mikið á Finn í fyrri hálfleik sérstaklega. Finnur náði hinsvegar alltaf að nota sinn mikla hraða bæði í löppunum en aðallega fyrir ofan háls svo að þyngdarmunurinn breytti engu í kvöld. Pablo og Arnþór Ingi voru góðir á miðjunni hjá KR. Þeir skoruðu sitt hvort markið og gerðu það sem þeir áttu að gera varnarlega. Hvað gekk illa?Vörnin hjá Fylki er ástæðan fyrir því að þeir munu ekki komast í Evrópukeppni. Í kvöld voru þeir sérstaklega klaufalegir og topp-lið deildarinnar refsar auðvitað þegar þú bíður hættunni heim. Fylkir eru einungis búnir að halda hreinu tvisvar í sumar í deild og bikar, báðir leikirnir á móti ÍBV sem eru neðstir af góðri ástæðu. Þeir gleyma alltaf oft mönnum og eru í miklum vandræðum á móti skyndisóknum. Stefán Logi átti að verja skotið frá Kristni í þriðja marki KR sem lokaði leiknum eiginlega alveg í lok fyrri hálfleiks. Síðan var hann bara almennt í miklum vandræðum en spyrnurnar hans voru sérstaklega ekki eitthvað til að hrópa húrra fyrir. Hvað gerist næst?Bæði lið fá smá hvíld útaf Verslunarmannahelginni og spila ekki aftur fyrr en eftir meira en viku. Fylkismenn heimsækja Origo-völlinn á miðvikudegi í leik sem hefur miklar afleiðingar uppá hvaða lið fara í Evrópukeppni. KR reyna að hefna fyrir sitt eina tap á Íslandi árið 2019 en þeir fá Grindavík í heimsókn á þriðjudegi. Helgi: Er sagt að Beitir hafi gert eitthvað meira af sér en eitthvað sem verðskuldaði gultFylkir tapaði í kvöld 4-1 á heimavelli gegn KR. KR komust fljótt yfir í leiknum og bættu tvisvar við forystuna í fyrri hálfleik. Helgi Sigurðsson þjálfari Fylkis var skiljanlega ekki ánægður með fyrri hálfleik liðsins. „Við vorum allavega ekki mættir til leiks í fyrri hálfleik. Sem betur fer sýndum við aðeins betri takta í seinni hálfleik. Það var orðið alltof mikið bil á milli til að fá eitthvað út úr þessu. Við töluðum um að koma beittir til leiks en því miður fór það ekki þannig. KR-ingar gengu á lagið og refsuðu okkur vel í fyrri hálfleik.“ Fylkir náði að minnka muninn og sköpuðu sér ágæt færi á eftir því í seinni hálfleiknum en það var ekki nóg. „Ég er ánægður með hvernig menn komu til leiks í seinni hálfleik. Eftir að við skoruðum 3-1 markið fáum við nokkur færi til þess að minnka þetta enn frekar. Þegar það gekk ekki var þetta orðið ansi erfitt.“ KR nýttu sínar leikstöður gríðarlega vel í leiknum en þeir skoruðu 3 mörkum úr 3 sóknum liggur við í fyrri hálfleik. Fylkis vörnin var afar döpur í mörkunum hjá KR, sérstaklega í fyrsta markinu. „Við vorum bara ólíkir sjálfum okkur í fyrri hálfleik í dag. Hvað veldur því verður maður bara að rýna í seinna. Ég er bara ánægður með hvernig strákarnir gáfust ekki upp og sýndu hvað þeir geta hérna í seinni hálfleik. Því miður var gjáin orðin of mikil og það var ekki hægt að eiga við það. Menn verða að vera mættir til leiks ef þeir ætla að fá eitthvað út úr leikjum gegn KR.“ Beitir Ólafsson markmaður KR og Geoffrey Castillon framherji Fylkis fengu báðir gul spjöld í fyrri hálfleik eftir vafasamt atvik. Fáir sáu almennilega hvað gerðist en háværar raddir vilja meina að Beitir hafi sparkað í Geoffrey. „Ég sá ekkert hvað gerðist þar. Mér er sagt að Beitir hafi gert meira af sér en eitthvað sem verðskuldaði gult. Svona er bara fótboltinn og það þýðir ekkert að vera að velta sér upp úr því. Ef það er rétt sem maður heyrir hefði það auðvitað getað breytt leiknum. Hann gaf honum bara gult og það er ekki meira við því að segja.“ Geoffrey Castillon féll í stöðunni 3-1 niður í teig KR með boltann í löppunum. Geoffrey var nýbúinn að taka niður fyrirgjöf frá Andrési Má og var í frábærri stöðu til að minnka muninn en frekar. Sumir vilja meina að þetta hafi átt að vera víti. „Mér sýndist það nú. Maður sér það ekki nógu mikið en ég held að það hafi verið víti. Það vantaði bara eitthvað aðeins meira hjá okkur í dag til að gera eitthvað meira út úr þessu. Á þeim tímapunkti þegar hann gerði tilkallið til að fá víti í seinni hálfleik vorum við ofaná í leiknum. Hefðum við skorað þar hefði allt getað gerst en af því að við náðum því ekki þá náðu þeir að lauma inn einu í lokinn þegar við vorum farnir að pressa hátt uppi á völlinn.“ Kolbeinn Birgir Finnsson spilaði í kvöld sinn síðasta leik fyrir Fylki í bili. Hann er búinn að vera á láni frá Brentford þar sem hann spilar yfir veturinn. „Það er mjög vont að missa Kolla hann er búinn að vera okkur mjög drjúgur í sumar. Það er vont að missa góða menn.“ Emil Ásmundsson leikmaður Fylkis meiddist í fyrsta leik sumarsins á móti ÍBV. Hann var í kvöld í hóp í fyrsta skipti síðan þá og er allur að koma til. „Emil er að koma til og er farinn að æfa á fullu. Ég vænti þess að hann komist í enn betra stand á næstu vikum og hver veit nema að hann komi sér inn í liðið.“ Orðið á götunni er að Emil Ásmundsson sé byrjaður að semja við KR en hann samningur hans við Fylki rennur út eftir tímabilið. Þar sem minna en 6 mánuðir eru eftir samningnum hans má hann byrja að semja við önnur félög ef hann vill. „Ég er allavega ekki á þeim fundum. Eina sem ég get einbeitt mér að er Fylkis-liðið. Ég vænti þess að á meðan Emil er í Fylki gefi hann allt af sér. Ég hef aldrei séð neitt annað frá Emil en að hann sé trúr sínu félagi og að hann ætli sér að enda vel ef sögusagnirnar reynast réttar.“ Það er lítið eftir glugganum og þá verður að spyrja sig hvort að lið eins og Fylkir í Evrópubaráttu ætli að styrkja sig. „Nú verður gaman að sjá. Við erum allavega að missa Kolla og við sjáum til hvort við fáum einhvern í staðinn. Það er skammur tími eftir. Ég er alltaf opinn fyrir að fá góða leikmenn ef það er hægt.“ Í vikunni var Þórður Þorsteinn Þórðarsson orðaður mikið við Fylki eftir að rifta samning sínum við ÍA. Þórður endaði hinsvegar á að semja við FH en þá er spurninginn hvort það séu aðrir varnarmenn sem Fylkir vilja ná í til að styrkja hópinn. „Þórður Þorsteinn Þórðarssonfór í FH og það er bara hans ákvörðun. Ég hef ekkert nema gott um það að segja fyrir hann. Við bara sjáum til hvort við finnum rétta manninn en í hvaða stöðu það væri kemur bara í ljós.“ Rúnar: Alvöru karlmenn að berjast„Við lágum aðeins en tilbaka en vildum síðan pressa á þá. Við settum mikla pressu á þá inn á milli með því að reyna að stela af þeim boltanum. Við þvinguðum þá oft í lélegar sendingar sem heppnaðist ágætlega. Síðan skoruðum við úr tveimur hröðum sóknum og þriðja markið var náttúrulega frábært hjá okkur. Þetta er eitthvað sem við höfum aðeins unnið með og erum virkilega sáttir með að getum gert eitthvað meira en bara verið með boltann. Við getum líka varist og beitt skyndisóknum og það er gott í dag,“ sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR um leik kvöldsins. Einungis eitt tap á Íslandi árið 2019 hjá ykkur, kunnið þið yfirhöfuð að tapa? „Kunnum það og kunnum það ekki. Við erum búnir að tapa eitthvað í sumar en ekki mikið í deildinni allavega. Það er ánægjulegt þegar þetta gengur svona. Liðið er á góðum stað og menn eru að sinna sinni vinnu virkilega vel.“ KR-liðið er gott í að spila á marga mismunandi vegu. Þeir geta bæði unnið leiki með því að vera meira með boltann eða minna með boltann. Það er ekki sjálfgefinn hlutur og verður maður að hrósa þjálfarateyminu fyrir leikskipulag en þeir finna oftar en ekki hvernig er best að leysa hvern andstæðing fyrir sig. „Við reynum náttúrulega bara að lesa í andstæðinginn og sjá hvernig er best að mæta þeim. Við sjáum þannig hvað er best að hverju sinni og við þurfum að skoða hvern einasta andstæðing í nýju ljósi alltaf og sjá hvað hentar. Stundum heppnast þetta hjá okkur þjálfurunum og stundum ekki.“ KR komust 3-0 yfir í fyrri hálfleik og róuðu sig dálítið niður í seinni hálfleik. Fylkir tóku áhlaup þar sem þeir hefðu getað minnkað forystuna niður í eitt mark. „Í dag þá leystu strákarnir þetta bara virkilega vel og komu okkur í frábæra stöðu. 3-0 í hálfleik er geggjað og það er aðeins erfiðara stundum að fara inn í seinni hálfleikinn í þannig stöðu. Við slökum kannski full mikið á og þeir skora síðan mark sem setur aðeins pressu á okkur og við stóðumst áhlaupið þeirra og áttum síðan hörku fínar skyndisóknir undir lokinn til að skora 5. markið og kannski 6. líka.“ Það voru 10 gul spjöld í leiknum og mikill hasar. Menn voru að fara fast í tæklingar og það var enginn að gefa afslátt. „Þetta er fimmti leikurinn okkar á þessu ári á móti Fylki og þeir hafa allir verið svona. Þetta eru hörkulið og það er mikið barist. Fylkismenn eru harðir í horn að taka og við þurfum að svara í sömu mynt. Það eru læti allsstaðar úti á velli og þetta var bara alvöru fótboltaleikur. Alvöru karlmenn að berjast um boltann úti á vellinum og svona er þetta bara stundum.“ „Við þurfum að geta staðist það eins og Fylkismenn þurfa að geta staðist það á móti okkur þannig að þetta eru átök stundum. Stundum kannski full mikið af því góða en dómararnir leystu verkefnið sitt alveg frábærlega í dag. Ég held að þetta hafi verið nokkuð jafnt hvernig spjöldin dreifðust.“ Er ekki gaman að hafa svona mikla ástríðu í þessu? „Það á að vera ástríða svo framarlega sem að menn eru ekki að meiða hvor aðra. Það var ekki mikið um það þó að það hafi verið pústerar í dag. Pálmi lenti illa í því og þurfti að fara útaf. “ Kennie Chopart fór útaf snemma í seinni hálfleik eftir að hafa skilað flottri frammistöðu. „Þetta voru bara gömul meiðsli sem tóku sig upp hjá Kennie. Þetta var ekki útaf neinum áreksti hér. Sem betur fer eru menn ekki að meiðast illa í svona átökum. Það er blautur völlur og hraði í þessu, þannig viljum við hafa það. Góður fótbolti á góðu gervigrasi og mikill hraði.“ Ólafur Ingi:Hann er allavega fljótur í vasann„Nei, það er ekki gaman, “ sagði Ólafur Ingi Skúlason fyrirliði Fylkis aðspurður hvort það sé nokkuð að gaman að tapa gegn KR. Tölurnar sýndu kannski ekki alveg rétta mynd af leiknum en Ólafur var ekki mikið að spá í því. „Það skiptir svo sem engu máli hvernig við spilum. Við töpuðum þessum leik 4-1 og það er bara ekki nógu gott.“ KR voru stórhættulegir í skyndisóknum í kvöld og refsuðu grimmt fyrir mistök Fylkismanna. „Þeir voru beittir í skyndisóknum og við vorum svolítið opnir. Við svosem getað komið okkur inn í leikinn strax eftir þeir komust yfir 1-0. Við fengum þá dauðafæri til að komast aftur inn í 1-1. Þeir vörðust því vel og svo sækja þeir hratt á okkur í fyrri hálfleik og klára það vel.” „Mér fannst við vera nokkuð betri aðilinn í seinni hálfleik. Við sköpuðum fullt af færum og við hefðum getað allavega komist í 3-2 en það hafðist ekki.“ Það voru mikil átök í leiknum en það voru gefin samtals 10 gul spjöld. Ólafur Ingi fékk eitt af þeim og tók þátt í átökunum. „Það er bara þannig. Fótbolti er bara stundum svona. Það voru tvö lið hérna sem vildu vinna í dag og það er ekkert að því. Menn mega alveg takast á.“ Það var mikið tekist á í kringum færi sem Fylkir fengu í fyrri hálfleik þegar Geoffrey Castillon og Beitir Ólafsson áttust við. Geoffrey og Beitir fengu báðir gul spjöld eftir atvikið en sumir vildu meina að Beitir hafi gert meira af sér. „Ég sá það ekki en ég held að Elli hafi bara verið með fín tök á þessu. Hann er allavega fljótur í vasann. Hann stóð sig bara vel.“ Kristinn: Einn sá besti sem hefur verið í deildinni síðustu 15-16 ár„Þetta var flottur sigur á móti mjög erfiðu liði Fylkis á mjög erfiðum útivelli. Maður er bara glaður,“ sagði Kristinn Jónsson leikmaður KR um sigurinn. Kristinn Jónsson lagði upp fyrsta mark leiksins og var frábær allan leikinn. „Þetta gekk vel. Fyrsta markið lagði aðeins línuna. Við sóttum hratt eftir það og lögðumst aðeins tilbaka. Við gerðum það mjög vel í fyrri hálfleik, við náðum að nýta svæðin sem mynduðust í kjölfarið af því þegar við unnum boltann hratt.“ Óskar Örn Hauksson var á vinstri kantinum í kvöld að vinna vel með Kristni. Þeir félagar settu Fylkismenn trekk í trekk í erfiðar stöður. „Ég held að það geri sér allir grein fyrir því að hann sé einn sá besti sem hefur spilað í Pepsi Max deildinni síðustu 15-16 ár eða svo.“ Menn voru að berjast í kvöld og það veitti enginn neinn afslátt. Þessi lið eru búin að spila innbyrðis 5 leiki á árinu með undirbúningstímabilinu og þeir hafa allir verið svona fjörugir. „Ég held að þeir sem hafa fylgst með leikjum milli þessara liða vita hvernig leikur þetta yrði. Allir leikir eru svona á móti Fylki. Þessi leikur var nokkuð eðlilegur held ég bara miðað við hvernig þetta er búið að vera.“ Kolbeinn: Væri til til í að fara að spila aðalliðsfótbolta„Mér fannst fyrri hálfleikurinn ekki nógu góður. Við mættum ekki eins og við ætluðum að mæta í leikinn. En í seinni hálfleik sýndum við meira okkar rétta andlit. Það vantaði eitthvað uppá í dag til að geta landað sigri,“ sagði Kolbeinn Birgir Finnsson leikmaður Fylkis um leik kvöldsins. Í umdeilda atvikinu þar sem Beitir og Geoffrey áttust við hafði Kolbeinn fengið færi í sömu sókninni. Hann vildi ekki spá í ákvörðun dómarans heldur meira í að hann hafi ekki skorað úr færinu sínu. „Ég fékk mjög gott færi. Ég hefði bara átt að setja boltann í markið og þá værum við kannski í betri stöðu.“ Kolbeinn er búinn að vera á láni hjá Fylki í sumar frá Brentford á Englandi. Fyrst átti hann bara að vera hér þangað til 1. Júlí en lánið er búið að vera að framlengjast með tímanum. „Þetta var síðasti leikurinn minn fyrir Fylki í sumar. Þetta er búið að vera gaman og ganga vel. Ég er bara að stefna aftur út.“ Leigubílasögurnar eru að Kolbeinn sé mögulega að fara einhvert annað en Brentford. Þær eru hinsvegar ekki alveg sannar, allavega ekki ennþá. „Planið er fara aftur út og byrja þar. Ég sé til og mögulega gæti eitthvað annað gerst en annars er ég bara að fara að taka tímabilið út með Brentford.“ Kolbeinn er búinn að vera að spila með unglingaliði Brentford síðasta árið en þeir eru með aðeins öðruvísi nálgun á sitt unglingalið en önnur félög. „Þeir eru með aðeins öðruvísi konsept. Þeir hættu að spila í deildinni í Englandi og ákváðu að spila bara æfingaleiki hér og þar um heiminn. Á síðasta ári fór ég í allskonar ferðir til hina og þessa landa að spila þessa leiki. Leikirnir voru á móti U23 liðum hjá allskonar liðum frá hinum og þessum löndum.“ Áður en Kolbeinn gekk til liðs við Brentford var hann á mála hjá Groningen í Hollandi. Þar spilaði hann sömuleiðis bara með unglingaliði en nálgunin þar var allt önnur. Hann er hinsvegar búinn að spila ansi marga liði með unglingaliðum núna fyrir leikmann af hans gæðaflokki. „Þetta er allt annað og bara mjög góður fótbolti. Maður lærir mikið þarna þar sem það eru miklar pælingar í gangi. Ég hef lært mikið en ég væri alveg til í að fara að spila aðalliðsfótbolta.“ Þetta konsept ýtir meira undir að leikmaðurinn bæti sig en að ná í úrslit sem ætti að vera ágætis skóli fyrir ungan leikmann. „Ég held að þetta sé bara góður lærdómsferill fyrir framtíðina. Það eru allskonar leikir sem þú færð og allskonar mótherjar sem spila allskonar fótbolta.“ Pepsi Max-deild karla
KR steig í kvöld stórt skref í að tryggja Íslandsmeistaratitilinn með 4-1 sigri á Fylki í Árbænum. KR-ingar eru einungis búnir að tapa einum leik gegn Íslensku liði á þessu ári og eru að verða ansi líklegir til að verða Íslandsmeistarar. KR skoruðu úr fyrsta færi sínu í leiknum og náðu að stýra leiknum vel eftir það. KR komust yfir á 5. mínútu leiksins. Pablo Punyed skoraði markið eftir stoðsendingu frá Kristni Jónssyni. Kristinn tók við innkasti nálægt teig Fylkismanna og fékk síðan að dúlla sér með boltann inn í teig og upp að endalínu. Þar gat hann valið hvern hann ætlaði að gefa á og valdi Pablo sem stóð í markteignum. Það var mikill æsingur í fyrri hálfleik en í honum voru gefin samtals 6 gul spjöld. 2 af þeim komu eftir mikinn æsing í teig KR. Geoffrey Castillon og Beitir lágu báðir í jörðinni eftir að Beitir varði vel frá Geoffrey. Þeir fóru báðir að æsa sig mikið og enduðu á að fá sitt hvort spjaldið. Stuðningsmenn Fylkis vilja meina að Beitir hafi sparkað í Geoffrey. Ef það er rétt hefði Erlendur getað breytt leiknum með annarri ákvörðun þarna. Fylkir voru meira með boltann í fyrri hálfleiknum en náðu aldrei að skapa neitt á seinasta þriðjungnum. Vörnin hjá KR var frábær í fyrri hálfleik en það var í rauninni bara þetta eina færi sem Castillon og Kolbeinn fengu þar sem þeir brotnuðu niður. KR bættu við tveimur mörkum í viðbót í fyrri hálfleik en Arnþór Ingi skoraði annað markið eftir skalla. Þriðja markið kom síðan eftir frábæra skyndisókn þar sem Kristinn Jónsson endaði á að skora. Skotið var beint á Stefán Loga í Fylkismarkinu og hann hefði átt að verja það. Fylkismenn komu ákveðnari inn í seinni hálfleikinn en þeir áttu samt gríðarlega erfitt með að brjóta niður vörnina hjá KR. Orri Sveinn Stefánsson klóraði í bakkann með skallamarki eftir vel útfærða aukaspyrnu. KR lágu meira niðri í seinni hálfleik en voru ennþá stórhættulegir í skyndisóknunum. Besta færi Fylkis í leiknum var eflaust þegar Geoffrey Castillon náði að taka niður fyrirgjöf frá Andrési Má í markteig KR. Geoffrey féll hinsvegar niður áður en hann náði að skjóta og það virtist eins og hann hafi verið tekinn niður. Þetta gerðist í stöðunni 1-3 þegar Fylkir lágu á KR og víti á þessum tímapunkti hefði hleypt miklu lífi í leikinn. KR-ingar stóðu af sér áhlaup heimamanna í seinni hálfleik og undir lokin voru heimamenn alveg hættir að ógna. Tobias Bendix Thomsen náði meiri segja að bæta við marki fyrir KR í uppbótartíma. Markið kom eftir vel útfærða skyndisókn og dró leikinn skemmtilega saman í uppbótartímanum. Af hverju vann KR?KR er besta fótboltaliðið á Íslandi í dag. Þeir geta ráðið hvernig þeir spila liggur við og þeir ná alltaf að útfæra sitt leikskipulag vel. Vörnin er grunnstoðin í því en þeir loka vörninni gríðarlega vel og eru stórhættulegir í skyndisóknum í dag. Hverjir stóðu upp úr?Kristinn Jónsson var maður leiksins en hann var frábær í kvöld. Sinnti varnarskyldunni gríðarlega vel og átti bara þennan vinstri væng. Bjó til fyrsta markið og kláraði þriðja markið með góðu skoti. Óskar Örn var sömuleiðis mjög góður en hann lagði upp tvö mörk auk þess sem hann var alltaf hættulegur þegar hann fékk hann í lappir. Einhverjir hefðu kannski haldið að Finnur Tómas Pálmason 18 ára miðvörður KR yrði í vandræðum með Geoffrey Castillon í kvöld. Geoffrey er töluvert stærri og sterkari og sótti augljóslega mikið á Finn í fyrri hálfleik sérstaklega. Finnur náði hinsvegar alltaf að nota sinn mikla hraða bæði í löppunum en aðallega fyrir ofan háls svo að þyngdarmunurinn breytti engu í kvöld. Pablo og Arnþór Ingi voru góðir á miðjunni hjá KR. Þeir skoruðu sitt hvort markið og gerðu það sem þeir áttu að gera varnarlega. Hvað gekk illa?Vörnin hjá Fylki er ástæðan fyrir því að þeir munu ekki komast í Evrópukeppni. Í kvöld voru þeir sérstaklega klaufalegir og topp-lið deildarinnar refsar auðvitað þegar þú bíður hættunni heim. Fylkir eru einungis búnir að halda hreinu tvisvar í sumar í deild og bikar, báðir leikirnir á móti ÍBV sem eru neðstir af góðri ástæðu. Þeir gleyma alltaf oft mönnum og eru í miklum vandræðum á móti skyndisóknum. Stefán Logi átti að verja skotið frá Kristni í þriðja marki KR sem lokaði leiknum eiginlega alveg í lok fyrri hálfleiks. Síðan var hann bara almennt í miklum vandræðum en spyrnurnar hans voru sérstaklega ekki eitthvað til að hrópa húrra fyrir. Hvað gerist næst?Bæði lið fá smá hvíld útaf Verslunarmannahelginni og spila ekki aftur fyrr en eftir meira en viku. Fylkismenn heimsækja Origo-völlinn á miðvikudegi í leik sem hefur miklar afleiðingar uppá hvaða lið fara í Evrópukeppni. KR reyna að hefna fyrir sitt eina tap á Íslandi árið 2019 en þeir fá Grindavík í heimsókn á þriðjudegi. Helgi: Er sagt að Beitir hafi gert eitthvað meira af sér en eitthvað sem verðskuldaði gultFylkir tapaði í kvöld 4-1 á heimavelli gegn KR. KR komust fljótt yfir í leiknum og bættu tvisvar við forystuna í fyrri hálfleik. Helgi Sigurðsson þjálfari Fylkis var skiljanlega ekki ánægður með fyrri hálfleik liðsins. „Við vorum allavega ekki mættir til leiks í fyrri hálfleik. Sem betur fer sýndum við aðeins betri takta í seinni hálfleik. Það var orðið alltof mikið bil á milli til að fá eitthvað út úr þessu. Við töluðum um að koma beittir til leiks en því miður fór það ekki þannig. KR-ingar gengu á lagið og refsuðu okkur vel í fyrri hálfleik.“ Fylkir náði að minnka muninn og sköpuðu sér ágæt færi á eftir því í seinni hálfleiknum en það var ekki nóg. „Ég er ánægður með hvernig menn komu til leiks í seinni hálfleik. Eftir að við skoruðum 3-1 markið fáum við nokkur færi til þess að minnka þetta enn frekar. Þegar það gekk ekki var þetta orðið ansi erfitt.“ KR nýttu sínar leikstöður gríðarlega vel í leiknum en þeir skoruðu 3 mörkum úr 3 sóknum liggur við í fyrri hálfleik. Fylkis vörnin var afar döpur í mörkunum hjá KR, sérstaklega í fyrsta markinu. „Við vorum bara ólíkir sjálfum okkur í fyrri hálfleik í dag. Hvað veldur því verður maður bara að rýna í seinna. Ég er bara ánægður með hvernig strákarnir gáfust ekki upp og sýndu hvað þeir geta hérna í seinni hálfleik. Því miður var gjáin orðin of mikil og það var ekki hægt að eiga við það. Menn verða að vera mættir til leiks ef þeir ætla að fá eitthvað út úr leikjum gegn KR.“ Beitir Ólafsson markmaður KR og Geoffrey Castillon framherji Fylkis fengu báðir gul spjöld í fyrri hálfleik eftir vafasamt atvik. Fáir sáu almennilega hvað gerðist en háværar raddir vilja meina að Beitir hafi sparkað í Geoffrey. „Ég sá ekkert hvað gerðist þar. Mér er sagt að Beitir hafi gert meira af sér en eitthvað sem verðskuldaði gult. Svona er bara fótboltinn og það þýðir ekkert að vera að velta sér upp úr því. Ef það er rétt sem maður heyrir hefði það auðvitað getað breytt leiknum. Hann gaf honum bara gult og það er ekki meira við því að segja.“ Geoffrey Castillon féll í stöðunni 3-1 niður í teig KR með boltann í löppunum. Geoffrey var nýbúinn að taka niður fyrirgjöf frá Andrési Má og var í frábærri stöðu til að minnka muninn en frekar. Sumir vilja meina að þetta hafi átt að vera víti. „Mér sýndist það nú. Maður sér það ekki nógu mikið en ég held að það hafi verið víti. Það vantaði bara eitthvað aðeins meira hjá okkur í dag til að gera eitthvað meira út úr þessu. Á þeim tímapunkti þegar hann gerði tilkallið til að fá víti í seinni hálfleik vorum við ofaná í leiknum. Hefðum við skorað þar hefði allt getað gerst en af því að við náðum því ekki þá náðu þeir að lauma inn einu í lokinn þegar við vorum farnir að pressa hátt uppi á völlinn.“ Kolbeinn Birgir Finnsson spilaði í kvöld sinn síðasta leik fyrir Fylki í bili. Hann er búinn að vera á láni frá Brentford þar sem hann spilar yfir veturinn. „Það er mjög vont að missa Kolla hann er búinn að vera okkur mjög drjúgur í sumar. Það er vont að missa góða menn.“ Emil Ásmundsson leikmaður Fylkis meiddist í fyrsta leik sumarsins á móti ÍBV. Hann var í kvöld í hóp í fyrsta skipti síðan þá og er allur að koma til. „Emil er að koma til og er farinn að æfa á fullu. Ég vænti þess að hann komist í enn betra stand á næstu vikum og hver veit nema að hann komi sér inn í liðið.“ Orðið á götunni er að Emil Ásmundsson sé byrjaður að semja við KR en hann samningur hans við Fylki rennur út eftir tímabilið. Þar sem minna en 6 mánuðir eru eftir samningnum hans má hann byrja að semja við önnur félög ef hann vill. „Ég er allavega ekki á þeim fundum. Eina sem ég get einbeitt mér að er Fylkis-liðið. Ég vænti þess að á meðan Emil er í Fylki gefi hann allt af sér. Ég hef aldrei séð neitt annað frá Emil en að hann sé trúr sínu félagi og að hann ætli sér að enda vel ef sögusagnirnar reynast réttar.“ Það er lítið eftir glugganum og þá verður að spyrja sig hvort að lið eins og Fylkir í Evrópubaráttu ætli að styrkja sig. „Nú verður gaman að sjá. Við erum allavega að missa Kolla og við sjáum til hvort við fáum einhvern í staðinn. Það er skammur tími eftir. Ég er alltaf opinn fyrir að fá góða leikmenn ef það er hægt.“ Í vikunni var Þórður Þorsteinn Þórðarsson orðaður mikið við Fylki eftir að rifta samning sínum við ÍA. Þórður endaði hinsvegar á að semja við FH en þá er spurninginn hvort það séu aðrir varnarmenn sem Fylkir vilja ná í til að styrkja hópinn. „Þórður Þorsteinn Þórðarssonfór í FH og það er bara hans ákvörðun. Ég hef ekkert nema gott um það að segja fyrir hann. Við bara sjáum til hvort við finnum rétta manninn en í hvaða stöðu það væri kemur bara í ljós.“ Rúnar: Alvöru karlmenn að berjast„Við lágum aðeins en tilbaka en vildum síðan pressa á þá. Við settum mikla pressu á þá inn á milli með því að reyna að stela af þeim boltanum. Við þvinguðum þá oft í lélegar sendingar sem heppnaðist ágætlega. Síðan skoruðum við úr tveimur hröðum sóknum og þriðja markið var náttúrulega frábært hjá okkur. Þetta er eitthvað sem við höfum aðeins unnið með og erum virkilega sáttir með að getum gert eitthvað meira en bara verið með boltann. Við getum líka varist og beitt skyndisóknum og það er gott í dag,“ sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR um leik kvöldsins. Einungis eitt tap á Íslandi árið 2019 hjá ykkur, kunnið þið yfirhöfuð að tapa? „Kunnum það og kunnum það ekki. Við erum búnir að tapa eitthvað í sumar en ekki mikið í deildinni allavega. Það er ánægjulegt þegar þetta gengur svona. Liðið er á góðum stað og menn eru að sinna sinni vinnu virkilega vel.“ KR-liðið er gott í að spila á marga mismunandi vegu. Þeir geta bæði unnið leiki með því að vera meira með boltann eða minna með boltann. Það er ekki sjálfgefinn hlutur og verður maður að hrósa þjálfarateyminu fyrir leikskipulag en þeir finna oftar en ekki hvernig er best að leysa hvern andstæðing fyrir sig. „Við reynum náttúrulega bara að lesa í andstæðinginn og sjá hvernig er best að mæta þeim. Við sjáum þannig hvað er best að hverju sinni og við þurfum að skoða hvern einasta andstæðing í nýju ljósi alltaf og sjá hvað hentar. Stundum heppnast þetta hjá okkur þjálfurunum og stundum ekki.“ KR komust 3-0 yfir í fyrri hálfleik og róuðu sig dálítið niður í seinni hálfleik. Fylkir tóku áhlaup þar sem þeir hefðu getað minnkað forystuna niður í eitt mark. „Í dag þá leystu strákarnir þetta bara virkilega vel og komu okkur í frábæra stöðu. 3-0 í hálfleik er geggjað og það er aðeins erfiðara stundum að fara inn í seinni hálfleikinn í þannig stöðu. Við slökum kannski full mikið á og þeir skora síðan mark sem setur aðeins pressu á okkur og við stóðumst áhlaupið þeirra og áttum síðan hörku fínar skyndisóknir undir lokinn til að skora 5. markið og kannski 6. líka.“ Það voru 10 gul spjöld í leiknum og mikill hasar. Menn voru að fara fast í tæklingar og það var enginn að gefa afslátt. „Þetta er fimmti leikurinn okkar á þessu ári á móti Fylki og þeir hafa allir verið svona. Þetta eru hörkulið og það er mikið barist. Fylkismenn eru harðir í horn að taka og við þurfum að svara í sömu mynt. Það eru læti allsstaðar úti á velli og þetta var bara alvöru fótboltaleikur. Alvöru karlmenn að berjast um boltann úti á vellinum og svona er þetta bara stundum.“ „Við þurfum að geta staðist það eins og Fylkismenn þurfa að geta staðist það á móti okkur þannig að þetta eru átök stundum. Stundum kannski full mikið af því góða en dómararnir leystu verkefnið sitt alveg frábærlega í dag. Ég held að þetta hafi verið nokkuð jafnt hvernig spjöldin dreifðust.“ Er ekki gaman að hafa svona mikla ástríðu í þessu? „Það á að vera ástríða svo framarlega sem að menn eru ekki að meiða hvor aðra. Það var ekki mikið um það þó að það hafi verið pústerar í dag. Pálmi lenti illa í því og þurfti að fara útaf. “ Kennie Chopart fór útaf snemma í seinni hálfleik eftir að hafa skilað flottri frammistöðu. „Þetta voru bara gömul meiðsli sem tóku sig upp hjá Kennie. Þetta var ekki útaf neinum áreksti hér. Sem betur fer eru menn ekki að meiðast illa í svona átökum. Það er blautur völlur og hraði í þessu, þannig viljum við hafa það. Góður fótbolti á góðu gervigrasi og mikill hraði.“ Ólafur Ingi:Hann er allavega fljótur í vasann„Nei, það er ekki gaman, “ sagði Ólafur Ingi Skúlason fyrirliði Fylkis aðspurður hvort það sé nokkuð að gaman að tapa gegn KR. Tölurnar sýndu kannski ekki alveg rétta mynd af leiknum en Ólafur var ekki mikið að spá í því. „Það skiptir svo sem engu máli hvernig við spilum. Við töpuðum þessum leik 4-1 og það er bara ekki nógu gott.“ KR voru stórhættulegir í skyndisóknum í kvöld og refsuðu grimmt fyrir mistök Fylkismanna. „Þeir voru beittir í skyndisóknum og við vorum svolítið opnir. Við svosem getað komið okkur inn í leikinn strax eftir þeir komust yfir 1-0. Við fengum þá dauðafæri til að komast aftur inn í 1-1. Þeir vörðust því vel og svo sækja þeir hratt á okkur í fyrri hálfleik og klára það vel.” „Mér fannst við vera nokkuð betri aðilinn í seinni hálfleik. Við sköpuðum fullt af færum og við hefðum getað allavega komist í 3-2 en það hafðist ekki.“ Það voru mikil átök í leiknum en það voru gefin samtals 10 gul spjöld. Ólafur Ingi fékk eitt af þeim og tók þátt í átökunum. „Það er bara þannig. Fótbolti er bara stundum svona. Það voru tvö lið hérna sem vildu vinna í dag og það er ekkert að því. Menn mega alveg takast á.“ Það var mikið tekist á í kringum færi sem Fylkir fengu í fyrri hálfleik þegar Geoffrey Castillon og Beitir Ólafsson áttust við. Geoffrey og Beitir fengu báðir gul spjöld eftir atvikið en sumir vildu meina að Beitir hafi gert meira af sér. „Ég sá það ekki en ég held að Elli hafi bara verið með fín tök á þessu. Hann er allavega fljótur í vasann. Hann stóð sig bara vel.“ Kristinn: Einn sá besti sem hefur verið í deildinni síðustu 15-16 ár„Þetta var flottur sigur á móti mjög erfiðu liði Fylkis á mjög erfiðum útivelli. Maður er bara glaður,“ sagði Kristinn Jónsson leikmaður KR um sigurinn. Kristinn Jónsson lagði upp fyrsta mark leiksins og var frábær allan leikinn. „Þetta gekk vel. Fyrsta markið lagði aðeins línuna. Við sóttum hratt eftir það og lögðumst aðeins tilbaka. Við gerðum það mjög vel í fyrri hálfleik, við náðum að nýta svæðin sem mynduðust í kjölfarið af því þegar við unnum boltann hratt.“ Óskar Örn Hauksson var á vinstri kantinum í kvöld að vinna vel með Kristni. Þeir félagar settu Fylkismenn trekk í trekk í erfiðar stöður. „Ég held að það geri sér allir grein fyrir því að hann sé einn sá besti sem hefur spilað í Pepsi Max deildinni síðustu 15-16 ár eða svo.“ Menn voru að berjast í kvöld og það veitti enginn neinn afslátt. Þessi lið eru búin að spila innbyrðis 5 leiki á árinu með undirbúningstímabilinu og þeir hafa allir verið svona fjörugir. „Ég held að þeir sem hafa fylgst með leikjum milli þessara liða vita hvernig leikur þetta yrði. Allir leikir eru svona á móti Fylki. Þessi leikur var nokkuð eðlilegur held ég bara miðað við hvernig þetta er búið að vera.“ Kolbeinn: Væri til til í að fara að spila aðalliðsfótbolta„Mér fannst fyrri hálfleikurinn ekki nógu góður. Við mættum ekki eins og við ætluðum að mæta í leikinn. En í seinni hálfleik sýndum við meira okkar rétta andlit. Það vantaði eitthvað uppá í dag til að geta landað sigri,“ sagði Kolbeinn Birgir Finnsson leikmaður Fylkis um leik kvöldsins. Í umdeilda atvikinu þar sem Beitir og Geoffrey áttust við hafði Kolbeinn fengið færi í sömu sókninni. Hann vildi ekki spá í ákvörðun dómarans heldur meira í að hann hafi ekki skorað úr færinu sínu. „Ég fékk mjög gott færi. Ég hefði bara átt að setja boltann í markið og þá værum við kannski í betri stöðu.“ Kolbeinn er búinn að vera á láni hjá Fylki í sumar frá Brentford á Englandi. Fyrst átti hann bara að vera hér þangað til 1. Júlí en lánið er búið að vera að framlengjast með tímanum. „Þetta var síðasti leikurinn minn fyrir Fylki í sumar. Þetta er búið að vera gaman og ganga vel. Ég er bara að stefna aftur út.“ Leigubílasögurnar eru að Kolbeinn sé mögulega að fara einhvert annað en Brentford. Þær eru hinsvegar ekki alveg sannar, allavega ekki ennþá. „Planið er fara aftur út og byrja þar. Ég sé til og mögulega gæti eitthvað annað gerst en annars er ég bara að fara að taka tímabilið út með Brentford.“ Kolbeinn er búinn að vera að spila með unglingaliði Brentford síðasta árið en þeir eru með aðeins öðruvísi nálgun á sitt unglingalið en önnur félög. „Þeir eru með aðeins öðruvísi konsept. Þeir hættu að spila í deildinni í Englandi og ákváðu að spila bara æfingaleiki hér og þar um heiminn. Á síðasta ári fór ég í allskonar ferðir til hina og þessa landa að spila þessa leiki. Leikirnir voru á móti U23 liðum hjá allskonar liðum frá hinum og þessum löndum.“ Áður en Kolbeinn gekk til liðs við Brentford var hann á mála hjá Groningen í Hollandi. Þar spilaði hann sömuleiðis bara með unglingaliði en nálgunin þar var allt önnur. Hann er hinsvegar búinn að spila ansi marga liði með unglingaliðum núna fyrir leikmann af hans gæðaflokki. „Þetta er allt annað og bara mjög góður fótbolti. Maður lærir mikið þarna þar sem það eru miklar pælingar í gangi. Ég hef lært mikið en ég væri alveg til í að fara að spila aðalliðsfótbolta.“ Þetta konsept ýtir meira undir að leikmaðurinn bæti sig en að ná í úrslit sem ætti að vera ágætis skóli fyrir ungan leikmann. „Ég held að þetta sé bara góður lærdómsferill fyrir framtíðina. Það eru allskonar leikir sem þú færð og allskonar mótherjar sem spila allskonar fótbolta.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti