Sport

Heimsleikarnir í CrossFit verða í beinni á Stöð 2 Sport og Vísi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Annie Mist, Katrín Tanja og Sara keppa allar á heimsleiknum í ár.
Annie Mist, Katrín Tanja og Sara keppa allar á heimsleiknum í ár. Fréttablaðið/Ernir
Íslendingar láta vonandi til sín taka í baráttunni um hraustasta CrossFit fólks heims í ár en það verður að fylgjast með afrekum íslensku keppendanna í beinni á bæði á Stöð 2 Sport og Vísi.

Heimsleikarnir í CrossFit eru fram undan en þeir fara fram í Madison í Wisconsin-fylki frá 1. til 4. ágúst.

Sýn hefur fengið leyfi til að sýna beint frá heimsleikunum í ár sem verða meðal annars tíundu heimsleikar íslensku CrossFit goðsagnarinnar Anníe Mist Þórisdóttir.

Stefnan er að sýna leikana í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport 3 alla dagana, sem og á Vísi.

Björgvin Karl Guðmundsson keppir í karlaflokki á heimsleikunum í ár eins og undanfarin ár og Ísland á síðan fimm keppendur í kvennaflokki eða þær Anníe Mist Þórisdóttir, Katrínu Tönju Davíðsdóttur, Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur, Þuríði Erlu Helgadóttur og Oddrúnu Eik Gylfadóttur.

Anníe Mist og Katrín Tanja hafa báðar unnið heimsleikana tvisvar sinnum en engin kona hefur unnið þá oftar.

Brynjar Ari Magnússon keppir í flokki 14 til 15 ára og þeir Stefán Helgi Einarsson og Sigurður Þrastarson keppa í flokki 35 til 39 ára karla. Hilmar Harðarson ætlar síðan að keppa í flokki 60 ára og eldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×