Fótbolti

Jafntefli hjá Arnóri og Alberti │ Sigur hjá Wolves í fyrsta Evrópuleiknum síðan 1980

Anton Ingi Leifsson skrifar
Albert í leiknum í kvöld.
Albert í leiknum í kvöld. vísir/getty
Albert Guðmundsson spilaði í 58 mínútur er AZ Alkmaar gerði markalaust jafntefli við sænska liðið Håcken á heimavelli í forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld.

Leikið var í Hollandi en leikurinn var fyrri leikur liðanna í 2. umferð forkeppninnar. Það þarf að komast í gegnum fjórar umferðir til að komast í riðlakeppnina.







Arnór Ingvi Traustason var ekki í leikmannahópi Malmö sem gerði 2-2 jafntefli við Domzale í Slóveníu. Leikurinn var einnig fyrri leikur liðanna en liðin mætast í Svíþjóð að viku liðinni.

Wolves spilaði sinn fyrsta Evrópuleik í 39 ár er liðið vann 2-0 sigur á Crusaders á Molineux-leikvanginum í kvöld. Portúgalarnir Diogo Jota og Ruben Vinagre sáu um markaskorunina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×