Mueller var tregur í taumi en gagnorður um afskipti Rússa Kjartan Kjartansson skrifar 25. júlí 2019 08:49 Mueller tekur sæti sitt fyrir leyniþjónustunefndinni í gær. Vísir/AP Robert Mueller, fyrrverandi sérstaki rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, veik nær aldrei út frá efni skýrslu sinnar þegar hann svaraði spurningum þingmanna í fyrsta skipti í gær. Hann féllst á að Trump forseti hefði ekki verið hreinsaður af sök og verið almennt ósannsögull í svörum sínum. Beinskeyttastur var Mueller þegar hann var spurður út í afskipti Rússa af forsetakosningunum. Framburður Mueller fyrir dómsmála- og leyniþjónustunefndum fulltrúadeildar Bandaríkjaþings var fyrsta skiptið sem hann hefur þurft að svara spurningum um 22 mánaða langa rannsókn hans á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016, meintu samráði framboðs Donalds Trump forseta við þá og tilraunum forsetans til að hindra framgang réttvísinnar. Fyrir fram hafði Mueller gert þingmönnum ljóst að hann myndi ekki svara spurningum umfram efni rannsóknarskýrslu hans og við það stóð hann nær algerlega. Hann neitaði jafnvel að lesa upp úr skýrslunni sjálfri þegar þingmenn báðu hann um það. Stundum staðfesti hann skilning þingmanna á skýrslunni með „satt“ eða „rétt“. Þegar repúblikanar þjörmuðu að Mueller eða demókratar reyndu að fá hann til að fella dóma um framferði forsetans var svar hans stundum „Ég er ekki endilega sammála lýsingu þinni“. Fjölmörgum spurningum sagðist hann ekki geta eða vilja svara, aðrar væru utan hans sviðs.Svör forsetans „almennt“ ekki sannsögul eða fullkomin Það næsta sem demókrötum tókst að fá Mueller til að bendla Trump forseta við glæp var við upphaf framburðar hans fyrir dómsmálanefndinni í gærmorgun. Þá spurði Jerry Nadler, formaður nefndarinnar, Mueller að því hvort að Trump forseti hefði rétt fyrir sér þegar hann fullyrti að rannsóknin hefði hreinsað hann af allri sök og að niðurstaðan hafi verið að ekkert samráð og engin hindrun réttvísinnar hafi átt sér stað. „Forsetinn var ekki hreinsaður af þeim gjörðum sem hann var sakaður um að hafa framið,“ svaraði Mueller. Hann lét demókrata þó ekki teyma sig til að segja hvort að hann teldi ástæðu til að ákæra Trump fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Það neitaði hann að gera í skýrslunni af þeirri ástæðu að samkvæmt lögfræðiáliti dómsmálaráðuneytisins sé ekki hægt að ákæra sitjandi forseta. Lýsti hann engu að síður þeirri trú sinni að hægt væri að ákæra forseta fyrir brot eftir að hann lætur af embætti. Þrátt fyrir að vera þurr á manninn og fáorður gaf Mueller demókrötum einhvern efnivið gegn forsetanum sem þeir sóttust eftir. Þegar Mueller var spurður út í skrifleg svör sem Trump sendi saksóknurunum svaraði hann því til að forsetinn hefði „almennt“ ekki verið sannsögull. Féllst hann einnig að mestu leyti á þá lýsingu demókrata að framboð Trump hafi byggt baráttu sína meðal annars á stolnum gögnum og svo reynt að hylma yfir það.Eiðsvarinn bar Mueller meðal annars til baka fullyrðingar Trump forseta um að hann hafi mætt í viðtal vegna starfs forstjóra alríkislögreglunnar FBI rétt áður en hann var skipaður sérstakur rannsakandi.Vísir/APSagði lof Trump á Wikileaks vafasamt Það var þegar spurningarnar beindust að afskiptum Rússa af forsetakosningunum í framburði hans fyrir leyniþjónustunefndinni sem Mueller var helst tilbúinn til að segja meira en aðeins það sem kemur fram í skýrslu hans. Bandaríska leyniþjónustan og Mueller telja að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar árið 2016 til að hjálpa Trump að ná sigri, meðal annars með áróðursherferð á samfélagsmiðlum. „Þetta var ekki stök tilraun. Þeir eru að gera það á meðan við sitjum hér og þeir gera ráð fyrir að gera það í næstu kosningum,“ sagði Mueller spurður út í hvort Rússar reyndu enn að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. Sagði hann að víðtækar tilraunir Rússa til að skipta sér af kosningunum gætu valdið langtímaskaða í Bandaríkjunum og grípa þyrfti snögglega til aðgerða Einn lykilatburður í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016 var þar Paul Manafort, þáverandi kosningastjóri Trump, Jared Kushner, tengdasonur forsetans og einn nánasti ráðgjafi, og Donald Trump yngri, sonur forsetans, sátu fund með rússneskum lögfræðingi sem þeim skildist að ætlaði að færa þeim skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton, frambjóðanda demókrata.Repúblikanar eins og Jim Jordan (t.v.) og Matt Gaetz (t.h.) reyndu sitt besta til að gera rannsókn Mueller tortryggilega. Mueller gaf þeim lítinn efnivið með svörum sínum og glotti í mesta lagi þegar repúblikanar voru hvassir við hann.Mueller var spurður í gær hvort að stjórnmálaframboð í Bandaríkjunum gætu þegið aðstoð erlendra aðila sem vildu skipta sér af kosningum. „Ég vona að það sé ekki nýi veruleikinn, en ég óttast að þannig sé það,“ svaraði Mueller. Þá virtist hann gagnrýninn á Trump forseta þegar hann var spurður út í lof þáverandi forsetaframbjóðandans um uppljóstranavefinn Wikileaks. Tölvupóstar demókrataflokksins og kosningastjóra Clinton sem Rússar stálu voru birtir á Wikileaks á lykilstundum í kosningabaráttunni. Trump sagðist ítrekað „elska“ Wikileaks og hvatti Rússar til að hafa upp á týndum tölvupóstum Clinton. „Það er vafasamt, það er úrdráttur, hvað varðar það sem það sýnir varðandi að ýta undir og stuðla að því sem er og ætti að vera ólöglegt athæfi,“ sagði Mueller.Trump tísti af miklum móð eftir vitnisburð Mueller sem hann sagði hafa verið hörmung fyrir demókrata.Vísir/APHafnaði gagnrýni og ásökunum um ósanngirni Að öðru leyti veik Mueller sér undan að gefa demókrötum fóður í frekari gagnrýni á forsetann umfram það sem kom fram í skýrslu hans. Tilraunir repúblikana til að þrýsta á Mueller og draga úr trúverðugleika og sanngirni rannsóknar hans báru engu meiri árangur. Í örfá skipti brást Mueller við atlögum þingmanna repúblikana, þar á meðal þegar hann sagði einum þeirra að hann teldi að þingmenn hefðu aldrei farið yfir skýrslu sem væri „eins ítarleg, eins sanngjörn, eins samkvæm sjálfri sér og skýrslan sem við höfum fyrir framan okkur“. Þá vísaði hann á bug ásökunum repúblikana um Mueller hefði raðað í kringum sig demókrötum sem hötuðu Trump. Forsetinn hefur ítrekað haldið því fram um rannsóknina og byggt á því að nokkrir starfsmenn embættisins hafi í gegnum tíðina gefið fé til frambjóðenda demókrata. „Ég hef verið í þessum bransa í næstum því 25 ár og á þessum 25 árum hef ég ekki haft tilefni, ekki einu sinni, til að spyrja einhvern út í pólitísk tengsl hans. Það er ekki gert. Það sem skiptir mig máli er geta einstaklingsins til þess að sinna starfinu og sinna starfinu fljótt, af alvöru og af heilindum,“ svaraði fyrrverandi sérstaki rannsakandinn. Neitaði Mueller ásökunum forsetans um að rannsókn hans hafi verið „nornaveiðar“ eða „gabb“. „Þetta voru ekki nornaveiðar,“ sagði Mueller stuttaralega. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump tísti um óánægju með vitnisburð Muellers Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór með rangt mál þegar hann sagði að rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, á Rússamálinu hafi leitt í ljós að forsetinn væri alsaklaus af ásökunum um að hann hafi hindrað framgang réttvísinnar. 25. júlí 2019 06:00 Robert Mueller við þingnefnd: „Forsetinn var ekki hreinsaður af sök“ Hægt er að fylgjast með framburði fyrrverandi sérstaka rannsakandans í beinni útsendingu á Vísi. 24. júlí 2019 11:56 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Sjá meira
Robert Mueller, fyrrverandi sérstaki rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, veik nær aldrei út frá efni skýrslu sinnar þegar hann svaraði spurningum þingmanna í fyrsta skipti í gær. Hann féllst á að Trump forseti hefði ekki verið hreinsaður af sök og verið almennt ósannsögull í svörum sínum. Beinskeyttastur var Mueller þegar hann var spurður út í afskipti Rússa af forsetakosningunum. Framburður Mueller fyrir dómsmála- og leyniþjónustunefndum fulltrúadeildar Bandaríkjaþings var fyrsta skiptið sem hann hefur þurft að svara spurningum um 22 mánaða langa rannsókn hans á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016, meintu samráði framboðs Donalds Trump forseta við þá og tilraunum forsetans til að hindra framgang réttvísinnar. Fyrir fram hafði Mueller gert þingmönnum ljóst að hann myndi ekki svara spurningum umfram efni rannsóknarskýrslu hans og við það stóð hann nær algerlega. Hann neitaði jafnvel að lesa upp úr skýrslunni sjálfri þegar þingmenn báðu hann um það. Stundum staðfesti hann skilning þingmanna á skýrslunni með „satt“ eða „rétt“. Þegar repúblikanar þjörmuðu að Mueller eða demókratar reyndu að fá hann til að fella dóma um framferði forsetans var svar hans stundum „Ég er ekki endilega sammála lýsingu þinni“. Fjölmörgum spurningum sagðist hann ekki geta eða vilja svara, aðrar væru utan hans sviðs.Svör forsetans „almennt“ ekki sannsögul eða fullkomin Það næsta sem demókrötum tókst að fá Mueller til að bendla Trump forseta við glæp var við upphaf framburðar hans fyrir dómsmálanefndinni í gærmorgun. Þá spurði Jerry Nadler, formaður nefndarinnar, Mueller að því hvort að Trump forseti hefði rétt fyrir sér þegar hann fullyrti að rannsóknin hefði hreinsað hann af allri sök og að niðurstaðan hafi verið að ekkert samráð og engin hindrun réttvísinnar hafi átt sér stað. „Forsetinn var ekki hreinsaður af þeim gjörðum sem hann var sakaður um að hafa framið,“ svaraði Mueller. Hann lét demókrata þó ekki teyma sig til að segja hvort að hann teldi ástæðu til að ákæra Trump fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Það neitaði hann að gera í skýrslunni af þeirri ástæðu að samkvæmt lögfræðiáliti dómsmálaráðuneytisins sé ekki hægt að ákæra sitjandi forseta. Lýsti hann engu að síður þeirri trú sinni að hægt væri að ákæra forseta fyrir brot eftir að hann lætur af embætti. Þrátt fyrir að vera þurr á manninn og fáorður gaf Mueller demókrötum einhvern efnivið gegn forsetanum sem þeir sóttust eftir. Þegar Mueller var spurður út í skrifleg svör sem Trump sendi saksóknurunum svaraði hann því til að forsetinn hefði „almennt“ ekki verið sannsögull. Féllst hann einnig að mestu leyti á þá lýsingu demókrata að framboð Trump hafi byggt baráttu sína meðal annars á stolnum gögnum og svo reynt að hylma yfir það.Eiðsvarinn bar Mueller meðal annars til baka fullyrðingar Trump forseta um að hann hafi mætt í viðtal vegna starfs forstjóra alríkislögreglunnar FBI rétt áður en hann var skipaður sérstakur rannsakandi.Vísir/APSagði lof Trump á Wikileaks vafasamt Það var þegar spurningarnar beindust að afskiptum Rússa af forsetakosningunum í framburði hans fyrir leyniþjónustunefndinni sem Mueller var helst tilbúinn til að segja meira en aðeins það sem kemur fram í skýrslu hans. Bandaríska leyniþjónustan og Mueller telja að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar árið 2016 til að hjálpa Trump að ná sigri, meðal annars með áróðursherferð á samfélagsmiðlum. „Þetta var ekki stök tilraun. Þeir eru að gera það á meðan við sitjum hér og þeir gera ráð fyrir að gera það í næstu kosningum,“ sagði Mueller spurður út í hvort Rússar reyndu enn að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. Sagði hann að víðtækar tilraunir Rússa til að skipta sér af kosningunum gætu valdið langtímaskaða í Bandaríkjunum og grípa þyrfti snögglega til aðgerða Einn lykilatburður í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016 var þar Paul Manafort, þáverandi kosningastjóri Trump, Jared Kushner, tengdasonur forsetans og einn nánasti ráðgjafi, og Donald Trump yngri, sonur forsetans, sátu fund með rússneskum lögfræðingi sem þeim skildist að ætlaði að færa þeim skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton, frambjóðanda demókrata.Repúblikanar eins og Jim Jordan (t.v.) og Matt Gaetz (t.h.) reyndu sitt besta til að gera rannsókn Mueller tortryggilega. Mueller gaf þeim lítinn efnivið með svörum sínum og glotti í mesta lagi þegar repúblikanar voru hvassir við hann.Mueller var spurður í gær hvort að stjórnmálaframboð í Bandaríkjunum gætu þegið aðstoð erlendra aðila sem vildu skipta sér af kosningum. „Ég vona að það sé ekki nýi veruleikinn, en ég óttast að þannig sé það,“ svaraði Mueller. Þá virtist hann gagnrýninn á Trump forseta þegar hann var spurður út í lof þáverandi forsetaframbjóðandans um uppljóstranavefinn Wikileaks. Tölvupóstar demókrataflokksins og kosningastjóra Clinton sem Rússar stálu voru birtir á Wikileaks á lykilstundum í kosningabaráttunni. Trump sagðist ítrekað „elska“ Wikileaks og hvatti Rússar til að hafa upp á týndum tölvupóstum Clinton. „Það er vafasamt, það er úrdráttur, hvað varðar það sem það sýnir varðandi að ýta undir og stuðla að því sem er og ætti að vera ólöglegt athæfi,“ sagði Mueller.Trump tísti af miklum móð eftir vitnisburð Mueller sem hann sagði hafa verið hörmung fyrir demókrata.Vísir/APHafnaði gagnrýni og ásökunum um ósanngirni Að öðru leyti veik Mueller sér undan að gefa demókrötum fóður í frekari gagnrýni á forsetann umfram það sem kom fram í skýrslu hans. Tilraunir repúblikana til að þrýsta á Mueller og draga úr trúverðugleika og sanngirni rannsóknar hans báru engu meiri árangur. Í örfá skipti brást Mueller við atlögum þingmanna repúblikana, þar á meðal þegar hann sagði einum þeirra að hann teldi að þingmenn hefðu aldrei farið yfir skýrslu sem væri „eins ítarleg, eins sanngjörn, eins samkvæm sjálfri sér og skýrslan sem við höfum fyrir framan okkur“. Þá vísaði hann á bug ásökunum repúblikana um Mueller hefði raðað í kringum sig demókrötum sem hötuðu Trump. Forsetinn hefur ítrekað haldið því fram um rannsóknina og byggt á því að nokkrir starfsmenn embættisins hafi í gegnum tíðina gefið fé til frambjóðenda demókrata. „Ég hef verið í þessum bransa í næstum því 25 ár og á þessum 25 árum hef ég ekki haft tilefni, ekki einu sinni, til að spyrja einhvern út í pólitísk tengsl hans. Það er ekki gert. Það sem skiptir mig máli er geta einstaklingsins til þess að sinna starfinu og sinna starfinu fljótt, af alvöru og af heilindum,“ svaraði fyrrverandi sérstaki rannsakandinn. Neitaði Mueller ásökunum forsetans um að rannsókn hans hafi verið „nornaveiðar“ eða „gabb“. „Þetta voru ekki nornaveiðar,“ sagði Mueller stuttaralega.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump tísti um óánægju með vitnisburð Muellers Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór með rangt mál þegar hann sagði að rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, á Rússamálinu hafi leitt í ljós að forsetinn væri alsaklaus af ásökunum um að hann hafi hindrað framgang réttvísinnar. 25. júlí 2019 06:00 Robert Mueller við þingnefnd: „Forsetinn var ekki hreinsaður af sök“ Hægt er að fylgjast með framburði fyrrverandi sérstaka rannsakandans í beinni útsendingu á Vísi. 24. júlí 2019 11:56 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Sjá meira
Trump tísti um óánægju með vitnisburð Muellers Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór með rangt mál þegar hann sagði að rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, á Rússamálinu hafi leitt í ljós að forsetinn væri alsaklaus af ásökunum um að hann hafi hindrað framgang réttvísinnar. 25. júlí 2019 06:00
Robert Mueller við þingnefnd: „Forsetinn var ekki hreinsaður af sök“ Hægt er að fylgjast með framburði fyrrverandi sérstaka rannsakandans í beinni útsendingu á Vísi. 24. júlí 2019 11:56