SÍN betra en LÍN? Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 24. júlí 2019 14:15 Eitt mikilvægasta hagsmunamál stúdenta er jafnt aðgengi að námi. Það eiga allir sem vilja að geta menntað sig. Þess vegna ber að gera þó nokkrar athugasemdir við frumvarp um breytingar á lánakerfi íslenskra námsmanna sem leit dagsins ljós 9. júlí sl. Innleiðing námsstyrkja er gott skref áfram en á sama tíma felur frumvarpið í sér nokkur skref afturábak. Þar ber helst að nefna hækkun vaxta, afnám vaxtahámarks og breytileg vaxtakjör. Auk þess eru möguleikar námsmanna til tekjutengdra endurgreiðslna takmarkaðir, hvorki eru gerðar efnisbreytingar á hlutverki né markmiði sjóðsins og stúdentum er ekki tryggð fullnægjandi framfærsla hjá sjóðnum svo þeir geti framfleytt sér í námi. Það er nauðsynlegt að endurskoða þessi atriði svo betri sátt skapist um lánasjóðinn í nýju kerfi en hefur verið í núverandi umhverfi.Vankantar frumvarpsins Hækkun vaxta, afnám vaxtahámarks og breytileg vaxtakjör á námslán eru veigamiklar breytingar frá gildandi kerfi. Á sama tíma boðar frumvarpið námsstyrki fyrir ákveðna hópa en aðrir lántakar verða á 100% lánum hjá sjóðnum og það er einmitt hópurinn sem getur komið illa út úr breyttu kerfi ef af verður. Fyrir þá boðar nýtt kerfi hærri vexti og þyngri endurgreiðslubyrði, sérstaklega þegar efnahagsástandið er sem verst. Breytilegir vextir sem geta flökt um tugi punkta á dag og eru án hámarks gera nýtt kerfi mjög ófyrirsjáanlegt fyrir stúdenta. Það er engin leið að vita hvaða vaxtakjör námslánið mun bera þegar endurgreiðslur hefjast sem felur í sér mikið óöryggi. Í gildandi kerfi er 3% vaxtahámark en í nýju kerfi skal ráðherra skipa nefnd sem endurskoðar vexti ef þeir ná 4% vegna verðtryggðra lána og 9% vegna óverðtryggðra. Skipun nefndarinnar stöðvar þó ekki hækkun vaxta. Vextir halda áfram að flökta og stúdentar þyrftu að treysta á pólítískan vilja ráðherra til að bregðast við háu vaxtastigi. Í nýju frumvarpi koma verðtryggð lán með tekjutengdum endurgreiðslum best út fyrir tekjulægstu hópana. Það endurgreiðslufyrirkomulag er aðeins í boði fyrir þá sem klára nám fyrir 35 ára aldur eða á því aldursári. Ekkert svigrúm er fyrir tekjutengingu handa eldri stúdentum sem takmarkar óhjákvæmilega aðgang eldri, tekjulægri hópa að fýsilegustu lánakjörum sjóðsins, sérstaklega í nám sem veitir réttindi í tekjulægri stéttum. Markmiði frumvarpsins um að hvetja námsmenn til að klára nám á tilsettum tíma verður ekki náð nema öruggt sé að stúdentar geti framfleytt sér á meðan námi stendur. Það skýtur því skökku við að frumvarpið boði hvorki breytingar á framfærslulánum til stúdenta né efnisbreytingar á hlutverki og markmiði sjóðsins. Stjórn sjóðsins ákveður frítekjumark, framfærslu og fleiri atriði sem skipta miklu máli þegar kemur að því hvernig námslánakerfið virkar fyrir stúdenta. Þó nafni sjóðsins verði mögulega breytt mun nýr sjóður og þar með stjórn hans vinna að sömu markmiðum og gegna sama hlutverki og lánasjóðurinn gerir í dag. Það er ekkert sem segir okkur að fjárhagsörðugleikar verði ekki lengur þriðja algengasta ástæða þess að íslenskir stúdentar hætta í háskólanámi í eitt ár eða meira og hafa þá síður kost á 30% niðurfellingu láns. Alveg ómögulegt? Nei frumvarpið er langt því frá að vera ómögulegt í alla staði. Síðustu frumvörp um nýtt lánasjóðskerfi komu fram þegar minna en ár var í næstu Alþingiskosningar. Þetta frumvarp er ekki sett fram í slíkri tímaþröng, sem er jákvætt. Frumvarpið boðar styrki til foreldra í stað viðbótarlána vegna barna sem er af hinu góða og jafnari dreifing styrkja sem sjóðurinn veitir til lántaka er það einnig. Staðan er þó sú að vextir þurfa ekki að hækka mikið til að nýtt kerfi verði óhagstæðara fyrir töluverðan hluta námsmanna og skortur er á breytingum sem ætla má að bæti hag lántaka meðan á námi stendur.Höfundur er forseti Stúdentaráðs HÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Þórey Pétursdóttir Kjaramál Námslán Skóla - og menntamál Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Eitt mikilvægasta hagsmunamál stúdenta er jafnt aðgengi að námi. Það eiga allir sem vilja að geta menntað sig. Þess vegna ber að gera þó nokkrar athugasemdir við frumvarp um breytingar á lánakerfi íslenskra námsmanna sem leit dagsins ljós 9. júlí sl. Innleiðing námsstyrkja er gott skref áfram en á sama tíma felur frumvarpið í sér nokkur skref afturábak. Þar ber helst að nefna hækkun vaxta, afnám vaxtahámarks og breytileg vaxtakjör. Auk þess eru möguleikar námsmanna til tekjutengdra endurgreiðslna takmarkaðir, hvorki eru gerðar efnisbreytingar á hlutverki né markmiði sjóðsins og stúdentum er ekki tryggð fullnægjandi framfærsla hjá sjóðnum svo þeir geti framfleytt sér í námi. Það er nauðsynlegt að endurskoða þessi atriði svo betri sátt skapist um lánasjóðinn í nýju kerfi en hefur verið í núverandi umhverfi.Vankantar frumvarpsins Hækkun vaxta, afnám vaxtahámarks og breytileg vaxtakjör á námslán eru veigamiklar breytingar frá gildandi kerfi. Á sama tíma boðar frumvarpið námsstyrki fyrir ákveðna hópa en aðrir lántakar verða á 100% lánum hjá sjóðnum og það er einmitt hópurinn sem getur komið illa út úr breyttu kerfi ef af verður. Fyrir þá boðar nýtt kerfi hærri vexti og þyngri endurgreiðslubyrði, sérstaklega þegar efnahagsástandið er sem verst. Breytilegir vextir sem geta flökt um tugi punkta á dag og eru án hámarks gera nýtt kerfi mjög ófyrirsjáanlegt fyrir stúdenta. Það er engin leið að vita hvaða vaxtakjör námslánið mun bera þegar endurgreiðslur hefjast sem felur í sér mikið óöryggi. Í gildandi kerfi er 3% vaxtahámark en í nýju kerfi skal ráðherra skipa nefnd sem endurskoðar vexti ef þeir ná 4% vegna verðtryggðra lána og 9% vegna óverðtryggðra. Skipun nefndarinnar stöðvar þó ekki hækkun vaxta. Vextir halda áfram að flökta og stúdentar þyrftu að treysta á pólítískan vilja ráðherra til að bregðast við háu vaxtastigi. Í nýju frumvarpi koma verðtryggð lán með tekjutengdum endurgreiðslum best út fyrir tekjulægstu hópana. Það endurgreiðslufyrirkomulag er aðeins í boði fyrir þá sem klára nám fyrir 35 ára aldur eða á því aldursári. Ekkert svigrúm er fyrir tekjutengingu handa eldri stúdentum sem takmarkar óhjákvæmilega aðgang eldri, tekjulægri hópa að fýsilegustu lánakjörum sjóðsins, sérstaklega í nám sem veitir réttindi í tekjulægri stéttum. Markmiði frumvarpsins um að hvetja námsmenn til að klára nám á tilsettum tíma verður ekki náð nema öruggt sé að stúdentar geti framfleytt sér á meðan námi stendur. Það skýtur því skökku við að frumvarpið boði hvorki breytingar á framfærslulánum til stúdenta né efnisbreytingar á hlutverki og markmiði sjóðsins. Stjórn sjóðsins ákveður frítekjumark, framfærslu og fleiri atriði sem skipta miklu máli þegar kemur að því hvernig námslánakerfið virkar fyrir stúdenta. Þó nafni sjóðsins verði mögulega breytt mun nýr sjóður og þar með stjórn hans vinna að sömu markmiðum og gegna sama hlutverki og lánasjóðurinn gerir í dag. Það er ekkert sem segir okkur að fjárhagsörðugleikar verði ekki lengur þriðja algengasta ástæða þess að íslenskir stúdentar hætta í háskólanámi í eitt ár eða meira og hafa þá síður kost á 30% niðurfellingu láns. Alveg ómögulegt? Nei frumvarpið er langt því frá að vera ómögulegt í alla staði. Síðustu frumvörp um nýtt lánasjóðskerfi komu fram þegar minna en ár var í næstu Alþingiskosningar. Þetta frumvarp er ekki sett fram í slíkri tímaþröng, sem er jákvætt. Frumvarpið boðar styrki til foreldra í stað viðbótarlána vegna barna sem er af hinu góða og jafnari dreifing styrkja sem sjóðurinn veitir til lántaka er það einnig. Staðan er þó sú að vextir þurfa ekki að hækka mikið til að nýtt kerfi verði óhagstæðara fyrir töluverðan hluta námsmanna og skortur er á breytingum sem ætla má að bæti hag lántaka meðan á námi stendur.Höfundur er forseti Stúdentaráðs HÍ
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar