Facebook þarf að greiða fimm milljarða dollara sekt Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2019 14:09 Facebook gerði notendum sínum ekki ljóst að þegar þeir gáfu upp símanúmer fyrir innskráningu væru þeir einnig að gangast undir að númerið væri notað í auglýsingaskyni. Vísir/EPA Viðskiptastofnun Bandaríkjanna tilkynnti um að samfélagsmiðlarisinn Facebook hefði fallist á að greiða fimm milljarða dollara sekt, jafnvirði um 611 milljarða íslenskra króna, vegna brota á persónuverndarlögum. Fyrirtækið skuldbindur sig til að endurskoða persónuvernd notenda miðilsins. Sáttin er háð samþykki dómstóls. Stjórn Viðskiptastofnunarinnar (FTC) samþykkti sáttina eftir flokkslínum. Fulltrúar demókrata í stjórninni greiddu atkvæði gegn sáttinni þar sem þeir töldu hana ekki ganga nógu langt og sektina of lága, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Stofnunin taldi að skilmálar Facebook væru blekkjandi fyrir tugi milljóna notenda sem notaði andlitsgreiningartól. Þá hafi fyrirtækið brotið eigin reglur um misvísandi vinnubrögð þegar það greindi notendum ekki frá því að símanúmer sem þeir gáfu upp til öryggis yrði notað til auglýsinganota. Facebook greiðir einnig hundrað milljón dollara sekt til Verðbréfa- og kaupþingsnefndar Bandaríkjanna (SEC) fyrir að hafa gefið fjárfestum sínum misvísandi upplýsingar um hversu alvarleg persónuverndarbrotin sem fyrirtækið var sakað um voru. Með sáttinni þarf Facebook að stofna sjálfstæða persónuverndarnefnd þannig að Mark Zuckerberg, forstjóra Facebook, verði ekki lengur einráður um persónuverndarstefnuna. Þá ætlar fyrirtækið að hafa strangara eftirlit með snjallforritum þriðju aðila sem notendur tengjast í gegnum Facebook. Bandaríkin Facebook Tengdar fréttir Facebook leggur þrjá miljarða til hliðar í sektarsjóð Bandaríska tæknifyrirtækið Facebook hefur lagt til hliðar þrjá milljarða dollara, um 360 milljarða íslenska króna, til þess að greiða fyrir mögulegar sektir vegna rannsóknar á meintum persónuverndarbrotum fyrirtækisins. 24. apríl 2019 21:16 Einn af stofnendum Facebook segir tíma til kominn að leysa fyrirtækið upp Chris Hughes, einn af stofnendum Facebook, segir tíma til kominn að leysa fyrirtækið upp. Hughes segir að Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook sem einnig er einn af stofnendum þess, sé orðinn of valdamikill og Facebook sjálft svo stórt og valdamikið að það sé ógn við lýðræðið. 10. maí 2019 11:00 Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Viðskiptastofnun Bandaríkjanna tilkynnti um að samfélagsmiðlarisinn Facebook hefði fallist á að greiða fimm milljarða dollara sekt, jafnvirði um 611 milljarða íslenskra króna, vegna brota á persónuverndarlögum. Fyrirtækið skuldbindur sig til að endurskoða persónuvernd notenda miðilsins. Sáttin er háð samþykki dómstóls. Stjórn Viðskiptastofnunarinnar (FTC) samþykkti sáttina eftir flokkslínum. Fulltrúar demókrata í stjórninni greiddu atkvæði gegn sáttinni þar sem þeir töldu hana ekki ganga nógu langt og sektina of lága, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Stofnunin taldi að skilmálar Facebook væru blekkjandi fyrir tugi milljóna notenda sem notaði andlitsgreiningartól. Þá hafi fyrirtækið brotið eigin reglur um misvísandi vinnubrögð þegar það greindi notendum ekki frá því að símanúmer sem þeir gáfu upp til öryggis yrði notað til auglýsinganota. Facebook greiðir einnig hundrað milljón dollara sekt til Verðbréfa- og kaupþingsnefndar Bandaríkjanna (SEC) fyrir að hafa gefið fjárfestum sínum misvísandi upplýsingar um hversu alvarleg persónuverndarbrotin sem fyrirtækið var sakað um voru. Með sáttinni þarf Facebook að stofna sjálfstæða persónuverndarnefnd þannig að Mark Zuckerberg, forstjóra Facebook, verði ekki lengur einráður um persónuverndarstefnuna. Þá ætlar fyrirtækið að hafa strangara eftirlit með snjallforritum þriðju aðila sem notendur tengjast í gegnum Facebook.
Bandaríkin Facebook Tengdar fréttir Facebook leggur þrjá miljarða til hliðar í sektarsjóð Bandaríska tæknifyrirtækið Facebook hefur lagt til hliðar þrjá milljarða dollara, um 360 milljarða íslenska króna, til þess að greiða fyrir mögulegar sektir vegna rannsóknar á meintum persónuverndarbrotum fyrirtækisins. 24. apríl 2019 21:16 Einn af stofnendum Facebook segir tíma til kominn að leysa fyrirtækið upp Chris Hughes, einn af stofnendum Facebook, segir tíma til kominn að leysa fyrirtækið upp. Hughes segir að Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook sem einnig er einn af stofnendum þess, sé orðinn of valdamikill og Facebook sjálft svo stórt og valdamikið að það sé ógn við lýðræðið. 10. maí 2019 11:00 Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Facebook leggur þrjá miljarða til hliðar í sektarsjóð Bandaríska tæknifyrirtækið Facebook hefur lagt til hliðar þrjá milljarða dollara, um 360 milljarða íslenska króna, til þess að greiða fyrir mögulegar sektir vegna rannsóknar á meintum persónuverndarbrotum fyrirtækisins. 24. apríl 2019 21:16
Einn af stofnendum Facebook segir tíma til kominn að leysa fyrirtækið upp Chris Hughes, einn af stofnendum Facebook, segir tíma til kominn að leysa fyrirtækið upp. Hughes segir að Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook sem einnig er einn af stofnendum þess, sé orðinn of valdamikill og Facebook sjálft svo stórt og valdamikið að það sé ógn við lýðræðið. 10. maí 2019 11:00