Tony Omos dæmdur fyrir að framvísa fölsuðum skilríkjum Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. júlí 2019 11:00 Dómur yfir Tony Omos var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. Vísir Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Tony Omos í 30 daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir skjalafals við hælisumsókn hans árið 2015. Tony, sem öðlaðist landsfrægð í Lekamálinu svokallaða, játaði brot sitt án undandráttar og kom það til refsilækkunar, sem og hreint sakavottorð hans og óútskýrður dráttur á rannsókn málsins. Í dómi héraðsdóms er þess getið að Tony hafi í september 2015 fengið lögmann sinn til að leggja fram „grunnfalsað ökuskírteini frá Nígeríu,“ þangað sem Tony á rætur að rekja, við Útlendingastofnun vegna umsóknar hans um hæli hér á landi. Það telst varða við 155. grein hegningarlaga, þar sem segir að hver sá sem notar falsað skjal, til þess að blekkja með því í lögskiptum, skuli sæta fangelsi allt að 8 árum. Við þingfestingu málsins játaði Tony brot sitt og þótti þar með sannað að hann hafi gerst sekur um skjalafals. Lengd fangelsisdómsins tók mið af játningunni sem og sú staðreynd að ekkert virðist benda til þess að hann hafi áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Sakavottorð Tony, sem er ríkisborgari Nígeríu, lá þó ekki frammi í málinu. „Fyrir liggur að mikill óútskýrður dráttur varð á rannsókn máls þessa og útgáfu ákæru. Að því gættu þykir ekki annað koma til álita en fresta fullnustu refsingar ákærða og skal refsingin falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa að telja haldi ákærði almennt skilorð,“ segir í dómi héraðsdóms sem kveðinn var upp í síðustu viku.Lekamálið hafi enn áhrif Sem fyrr segir varð Tony Omos landsfrægur eftir að röngum og ærumeiðandi upplýsingum um hann og barnsmóður hans var lekið úr innanríkisráðuneytinu haustið 2013. Aðstoðarmaður innanríkisráðherra hlaut átta mánaða dóm fyrir hafa lekið upplýsingunum. Innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, sagði jafnframt af sér „[t]il að skapa frið um störf ráðuneytisins og til að hlífa þeim sem þetta mál hefur bitnað illa á,“ eins og Hanna Birna orðaði það í afsagnaryfirlýsingu sinni.Þrátt fyrir að næstum fimm ár séu liðin frá afsögn Hönnu Birnu hefur Tony sagt Lekamálið enn hafa merkjanleg áhrif á líf sitt. Hann eigi erfitt með að fá vinnu og hafi jafnvel íhugað að skipta um nafn. Hann býr nú í Reykjanesbæ en segist hafa hugleitt að flytja til Reykjavíkur til að auka möguleika sína á því að finna starf. Dómsmál Lekamálið Tengdar fréttir Gísli Freyr: Óbærilegt að sjá Hönnu Birnu líða fyrir mistök mín Gísli Freyr Valdórsson segir litla hópa innan Sjálfstæðisflokksins sparka í varaformanninn liggjandi og veita Hönnu Birnu náðarhöggið. 2. október 2015 17:49 Lekastjórnin hefur lokið störfum: Hanna Birna, Icehot1 og Panama-skjölin Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem leyst var frá störfum í gær verður án efa minnst fyrir margt, ekki síst fyrir lekana þrjá sem skóku hana, en tveir þeirra leiddu til þess að ráðherrar sögðu af sér embætti. 8. apríl 2016 10:00 Ríkið sýknað af kröfu Tony Omos Málsmeðferð hælisumsóknar Tony Omos verður ekki endurtekin. 24. september 2015 16:41 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Tony Omos í 30 daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir skjalafals við hælisumsókn hans árið 2015. Tony, sem öðlaðist landsfrægð í Lekamálinu svokallaða, játaði brot sitt án undandráttar og kom það til refsilækkunar, sem og hreint sakavottorð hans og óútskýrður dráttur á rannsókn málsins. Í dómi héraðsdóms er þess getið að Tony hafi í september 2015 fengið lögmann sinn til að leggja fram „grunnfalsað ökuskírteini frá Nígeríu,“ þangað sem Tony á rætur að rekja, við Útlendingastofnun vegna umsóknar hans um hæli hér á landi. Það telst varða við 155. grein hegningarlaga, þar sem segir að hver sá sem notar falsað skjal, til þess að blekkja með því í lögskiptum, skuli sæta fangelsi allt að 8 árum. Við þingfestingu málsins játaði Tony brot sitt og þótti þar með sannað að hann hafi gerst sekur um skjalafals. Lengd fangelsisdómsins tók mið af játningunni sem og sú staðreynd að ekkert virðist benda til þess að hann hafi áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Sakavottorð Tony, sem er ríkisborgari Nígeríu, lá þó ekki frammi í málinu. „Fyrir liggur að mikill óútskýrður dráttur varð á rannsókn máls þessa og útgáfu ákæru. Að því gættu þykir ekki annað koma til álita en fresta fullnustu refsingar ákærða og skal refsingin falla niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms þessa að telja haldi ákærði almennt skilorð,“ segir í dómi héraðsdóms sem kveðinn var upp í síðustu viku.Lekamálið hafi enn áhrif Sem fyrr segir varð Tony Omos landsfrægur eftir að röngum og ærumeiðandi upplýsingum um hann og barnsmóður hans var lekið úr innanríkisráðuneytinu haustið 2013. Aðstoðarmaður innanríkisráðherra hlaut átta mánaða dóm fyrir hafa lekið upplýsingunum. Innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, sagði jafnframt af sér „[t]il að skapa frið um störf ráðuneytisins og til að hlífa þeim sem þetta mál hefur bitnað illa á,“ eins og Hanna Birna orðaði það í afsagnaryfirlýsingu sinni.Þrátt fyrir að næstum fimm ár séu liðin frá afsögn Hönnu Birnu hefur Tony sagt Lekamálið enn hafa merkjanleg áhrif á líf sitt. Hann eigi erfitt með að fá vinnu og hafi jafnvel íhugað að skipta um nafn. Hann býr nú í Reykjanesbæ en segist hafa hugleitt að flytja til Reykjavíkur til að auka möguleika sína á því að finna starf.
Dómsmál Lekamálið Tengdar fréttir Gísli Freyr: Óbærilegt að sjá Hönnu Birnu líða fyrir mistök mín Gísli Freyr Valdórsson segir litla hópa innan Sjálfstæðisflokksins sparka í varaformanninn liggjandi og veita Hönnu Birnu náðarhöggið. 2. október 2015 17:49 Lekastjórnin hefur lokið störfum: Hanna Birna, Icehot1 og Panama-skjölin Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem leyst var frá störfum í gær verður án efa minnst fyrir margt, ekki síst fyrir lekana þrjá sem skóku hana, en tveir þeirra leiddu til þess að ráðherrar sögðu af sér embætti. 8. apríl 2016 10:00 Ríkið sýknað af kröfu Tony Omos Málsmeðferð hælisumsóknar Tony Omos verður ekki endurtekin. 24. september 2015 16:41 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Gísli Freyr: Óbærilegt að sjá Hönnu Birnu líða fyrir mistök mín Gísli Freyr Valdórsson segir litla hópa innan Sjálfstæðisflokksins sparka í varaformanninn liggjandi og veita Hönnu Birnu náðarhöggið. 2. október 2015 17:49
Lekastjórnin hefur lokið störfum: Hanna Birna, Icehot1 og Panama-skjölin Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem leyst var frá störfum í gær verður án efa minnst fyrir margt, ekki síst fyrir lekana þrjá sem skóku hana, en tveir þeirra leiddu til þess að ráðherrar sögðu af sér embætti. 8. apríl 2016 10:00
Ríkið sýknað af kröfu Tony Omos Málsmeðferð hælisumsóknar Tony Omos verður ekki endurtekin. 24. september 2015 16:41