Samþykktu að halda áfram fjárveitingu til aðstandenda og eftirlifenda árásanna 11. september Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. júlí 2019 22:13 Nafnarnir tveir, John Stewart og John Feal, hafa talað fyrir frumvarpinu. Vísir/Getty Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag frumvarp sem kveður á um að styrktarsjóður ætlaður þeim sem slösuðust og fjölskyldum þeirra sem létust í árásunum á Tvíburaturnana 11. september 2001 verði fjármagnaður næstu áratugina. Búist er við því að Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifi undir frumvarpið og þar með verði það leitt í lög. 97 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, en tveir á móti. Sjóðnum var komið á fót árið 2001, skömmu eftir árásirnar, og greiddi fram til ársins 2004 um 7 milljarða dollara til eftirlifenda og aðstandenda þeirra sem létust. Sjóðurinn var síðan endurvakinn árið 2011 og árið 2015 samþykkti þingið að veita fé til sjóðsins til næstu fimm ára. Sjóðurinn hefði því verið lagður niður í desember á næsta ári, ef ekki væri fyrir nýsamþykkt frumvarp, sem gerir ráð fyrir fjárveitingum til sjóðsins allt til ársins 2090. Meðal þeirra sem talað hafa fyrir frumvarpinu eru grínistinn Jon Stewart og pólitíski aktívistinn John Feal. Sá síðarnefndi var hluti af viðbragðsaðgerðum eftir árásirnar og slasaðist þegar stálbiti lenti á fæti hans. Honum voru þó ekki greiddar bætur þar sem slysið átti sér rétt utan þeirra 96 klukkustunda sem gátu liðið áður en fólk ætti ekki lengur rétt á bótum. Eftir það gerðist Feal talsmaður þeirra sem höfðu slasast í viðbragðsaðgerðum á Ground Zero, þar sem turnarnir stóðu áður. Í samtali við CNN sagðist Feal vera í sjöunda himni með ákvörðun þingsins. „Hjarta mitt er við það að springa úr gleði, vegna þeirra tuga þúsunda fólks sem beðið hefur eftir niðurstöðu í þessu máli, vitandi það að svo margir munu nú fá hjálp. Við fengum allt sem við báðum um,“ sagði Feal. Hann segist hafa tileinkað fimmtán árum af lífi sínu málstaðnum og að það myndi breyta honum ef frumvarpið yrði að lögum. „Sár mín geta loks fengið að gróa, andlega sem og líkamlega.“ Frumvarpið er nefnt eftir James Zadroga, Luis Alvarex og Ray Pfeifer. Fyrrnefndu tveir voru lögreglumenn en Pfeifer var slökkviliðsmaður. Þeir voru á meðal viðbragðsaðila á vettvangi eftir að árásirnar áttu sér stað. Þeir eru allir látnir en andlát þeirra eru rakin til heilsufarsvandamála sökum vinnu þeirra við Ground Zero. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Frans páfi er látinn Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Sjá meira
Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag frumvarp sem kveður á um að styrktarsjóður ætlaður þeim sem slösuðust og fjölskyldum þeirra sem létust í árásunum á Tvíburaturnana 11. september 2001 verði fjármagnaður næstu áratugina. Búist er við því að Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifi undir frumvarpið og þar með verði það leitt í lög. 97 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, en tveir á móti. Sjóðnum var komið á fót árið 2001, skömmu eftir árásirnar, og greiddi fram til ársins 2004 um 7 milljarða dollara til eftirlifenda og aðstandenda þeirra sem létust. Sjóðurinn var síðan endurvakinn árið 2011 og árið 2015 samþykkti þingið að veita fé til sjóðsins til næstu fimm ára. Sjóðurinn hefði því verið lagður niður í desember á næsta ári, ef ekki væri fyrir nýsamþykkt frumvarp, sem gerir ráð fyrir fjárveitingum til sjóðsins allt til ársins 2090. Meðal þeirra sem talað hafa fyrir frumvarpinu eru grínistinn Jon Stewart og pólitíski aktívistinn John Feal. Sá síðarnefndi var hluti af viðbragðsaðgerðum eftir árásirnar og slasaðist þegar stálbiti lenti á fæti hans. Honum voru þó ekki greiddar bætur þar sem slysið átti sér rétt utan þeirra 96 klukkustunda sem gátu liðið áður en fólk ætti ekki lengur rétt á bótum. Eftir það gerðist Feal talsmaður þeirra sem höfðu slasast í viðbragðsaðgerðum á Ground Zero, þar sem turnarnir stóðu áður. Í samtali við CNN sagðist Feal vera í sjöunda himni með ákvörðun þingsins. „Hjarta mitt er við það að springa úr gleði, vegna þeirra tuga þúsunda fólks sem beðið hefur eftir niðurstöðu í þessu máli, vitandi það að svo margir munu nú fá hjálp. Við fengum allt sem við báðum um,“ sagði Feal. Hann segist hafa tileinkað fimmtán árum af lífi sínu málstaðnum og að það myndi breyta honum ef frumvarpið yrði að lögum. „Sár mín geta loks fengið að gróa, andlega sem og líkamlega.“ Frumvarpið er nefnt eftir James Zadroga, Luis Alvarex og Ray Pfeifer. Fyrrnefndu tveir voru lögreglumenn en Pfeifer var slökkviliðsmaður. Þeir voru á meðal viðbragðsaðila á vettvangi eftir að árásirnar áttu sér stað. Þeir eru allir látnir en andlát þeirra eru rakin til heilsufarsvandamála sökum vinnu þeirra við Ground Zero.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Frans páfi er látinn Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Sjá meira