Fannst tíu árum eftir hvarf á bak við frysti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júlí 2019 21:58 Larry Ely Murillo-Moncada hvarf sporlaust árið 2009. council bluffs police department Líkamsleifar manns sem hvarf árið 2009 fundust á bak við frysti í matvörubúð, sem nú hefur verið lokað, þar sem maðurinn vann. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Rannsóknarlögreglumenn í Council Bluffs í Iowa í Bandaríkjunum segja Larry Ely Murillo-Moncada, sem var 25 ára, hafa dottið ofan í hálfs metra gat í matvöruversluninni No Frills. Lögreglumaðurinn Brandon Danielson segir hljóð frá kælunum líklega hafa drekkt hrópum Murillo-Moncada eftir aðstoð. Ekki er talið að nokkuð misjafnt hafi farið fram og var andlát hans skráð sem slys. Líkamsleifar hans fundust í janúar í búðinni, sem var minna en einum og hálfum kílómetra frá heimili hans, en líkið var svo rotið að ekki tókst að bera kennsl á það fyrr en í síðustu viku eftir að búið var að rannsaka það. „Maður heyrir ekki um svona mál, að fólk finnist í veggjum, sérstaklega á þessu svæði,“ sagði Danielson, sem rannsakaði mannshvarfsmálið árið 2009. „Fólk hverfur reglulega en þetta er alveg einstakt,“ sagði hann í samtali við KETV í Omaha á mánudag.Yfirgaf aldrei No Frills Hvarf Murillo-Moncada var tilkynnt til lögreglu daginn eftir Þakkargjörðarhátíðina eftir að hann flúði frá heimili foreldra sinna berfættur og sá hann ofsjónir, segja ættingjar. Hann skildi lyklana eftir í bílnum sínum, sögðu foreldrar hans við fréttamiðla þegar hann hvarf, en það var snjóstormur þegar hann stakk af. „Hann heyrði raddir sem sögðu „borðaðu sykur,““ sagði móðir hans með hjálp túlks árið 2009. „Honum fannst hjartað sitt slá svo fast og hélt að ef hann borðaði sykur myndi það hætta að slá svona fast.“ Bláu fötin sem fundust utan á líkinu í janúar pössuðu við lýsingar foreldra hans. Kælirinn sem hann datt á bak við var tæplega fjögurra metra hár. Hann fannst þegar vinnumenn voru að rífa niður hillur í búðinni. Fyrrverandi starfsmenn No Frills, sem hefur verið lokuð í nokkur ár, segja að það hafi ekki verið óalgengt að starfsmenn hafi klifrað upp á kælana til að raða vörum í hillurnar fyrir ofan. Danielson sagði á mánudag að móðir Murillo-Moncada hafi lengi haldið að hann hafi verið í búðinni þegar hann hvarf. „Móðirin, hún trúði því að hann hafi aldrei farið úr No Frills,“ sagði hann. Bandaríkin Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Líkamsleifar manns sem hvarf árið 2009 fundust á bak við frysti í matvörubúð, sem nú hefur verið lokað, þar sem maðurinn vann. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Rannsóknarlögreglumenn í Council Bluffs í Iowa í Bandaríkjunum segja Larry Ely Murillo-Moncada, sem var 25 ára, hafa dottið ofan í hálfs metra gat í matvöruversluninni No Frills. Lögreglumaðurinn Brandon Danielson segir hljóð frá kælunum líklega hafa drekkt hrópum Murillo-Moncada eftir aðstoð. Ekki er talið að nokkuð misjafnt hafi farið fram og var andlát hans skráð sem slys. Líkamsleifar hans fundust í janúar í búðinni, sem var minna en einum og hálfum kílómetra frá heimili hans, en líkið var svo rotið að ekki tókst að bera kennsl á það fyrr en í síðustu viku eftir að búið var að rannsaka það. „Maður heyrir ekki um svona mál, að fólk finnist í veggjum, sérstaklega á þessu svæði,“ sagði Danielson, sem rannsakaði mannshvarfsmálið árið 2009. „Fólk hverfur reglulega en þetta er alveg einstakt,“ sagði hann í samtali við KETV í Omaha á mánudag.Yfirgaf aldrei No Frills Hvarf Murillo-Moncada var tilkynnt til lögreglu daginn eftir Þakkargjörðarhátíðina eftir að hann flúði frá heimili foreldra sinna berfættur og sá hann ofsjónir, segja ættingjar. Hann skildi lyklana eftir í bílnum sínum, sögðu foreldrar hans við fréttamiðla þegar hann hvarf, en það var snjóstormur þegar hann stakk af. „Hann heyrði raddir sem sögðu „borðaðu sykur,““ sagði móðir hans með hjálp túlks árið 2009. „Honum fannst hjartað sitt slá svo fast og hélt að ef hann borðaði sykur myndi það hætta að slá svona fast.“ Bláu fötin sem fundust utan á líkinu í janúar pössuðu við lýsingar foreldra hans. Kælirinn sem hann datt á bak við var tæplega fjögurra metra hár. Hann fannst þegar vinnumenn voru að rífa niður hillur í búðinni. Fyrrverandi starfsmenn No Frills, sem hefur verið lokuð í nokkur ár, segja að það hafi ekki verið óalgengt að starfsmenn hafi klifrað upp á kælana til að raða vörum í hillurnar fyrir ofan. Danielson sagði á mánudag að móðir Murillo-Moncada hafi lengi haldið að hann hafi verið í búðinni þegar hann hvarf. „Móðirin, hún trúði því að hann hafi aldrei farið úr No Frills,“ sagði hann.
Bandaríkin Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira