Táningar taldir hafa myrt par á ferðalagi í Kanada Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júlí 2019 21:08 Kam McLeod og Bryer Schmegelsky eru grunaðir um að hafa myrt ungt par á ferðalagi. RCMP Tveir kanadískir unglingar sem taldir eru vera á flótta eru nú grunaðir um að hafa myrt par á þrítugsaldri en lík þeirra fundust við afskekktan þjóðveg á mánudaginn í síðustu viku í Bresku Kólumbíu. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Á föstudag fannst húsbíll æskuvinanna Kam McLeod, 19 ára, og Bryer Schmegelsky, 18 ára, brunninn til kaldra kola við sama veg og lík parsins. Lögregla segir að sést hafi til McLeod og Schmegelsky keyra út ú héraðinu og eru nú grunaðir um að hafa myrt parið. Áður voru þeir taldir týndir og hafði lögreglan ýjað að því að þeir gætu verið fórnarlömb sama morðingja og parið varð fyrir. Enn annað lík fannst nærri brenndum húsbíl ungu mannanna en ekki hefur tekist að bera kennsl á það.Sjá einnig: Uggandi yfir mögulegri tengingu milli morðannaÍ tilkynningu frá kanadísku lögreglunni (RCMP) á fimmtudag stóð: „Vegna nýjustu hræringa í málinu eru Kam og Bryer ekki taldir týndir. RCMP grunar að Kam McLeod og Bryer Sccmegelsky séu gerendur í morðunum á Lucas Fowler og Chynnu Deese og í grunsamlegu dauðsfalli Dease vatns mannsins.“ Ástralinn Lucas Fowler, 23 ára, og ameríkaninn Chynna Deese, 24 ára, voru á tveggja vikna löngu ferðalagi um Kanada en Fowler hafði verið að vinna þar.Parið fannst látið eftir að hafa verið skotið til bana við Alaska þjóðvegin 20 km. Suður af Liard hverunum sem er vinsæll ferðamannastaður. Lögreglan telur að þau hafi verið myrt aðfaranótt 14. júlí. Bíllinn þeirra fannst skammt frá líkunum og sögðu vitni við fréttamiðla fyrr í vikunni að parið hafi sést við vegkantinn eftir að bíllinn hafði bilað. Ekkert hefur heyrst til McLeod og Schmegelsky frá því í síðustu viku þegar þeir voru á leið til Yukon svæðisins vegna vinnu og hafa þeir ekki haft samband við fjölskyldur sínar síðan þá. Lögregla segir að þeir hafi sést keyra gráan Toyota Rav 4 af árgerð 2011 í gegn um norðurhluta Saskatchewan. Lögreglan veit ekki hver áfangastaður þeirra sé og hefur varað almenning við því að þeir séu „taldir hættulegir“ og ekki eigi að nálgast þá. Líkið sem fannst skammt frá húsbíl McLeod og Scmegelsky var brunnið og hefur enn ekki verið borið kennsl á það en talið er að það sé maður á sextugs- eða sjötugsaldri. „Það er óvíst að svo stöddu hvernig látni maðurinn gæti verið tengdur bílbrunanum eða mönnunum tveimur sem er saknað,“ sagði talsmaður lögreglu í tilkynningu.#NorthernRockies #NorthDistrict #DeaseLake - Police request the public's assistance in locating the suspects connected to Northern BC investigations https://t.co/p7Q9ouTsSN pic.twitter.com/K9dcN5scKL— BCRCMP (@BCRCMP) July 23, 2019 Kanada Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Sjá meira
Tveir kanadískir unglingar sem taldir eru vera á flótta eru nú grunaðir um að hafa myrt par á þrítugsaldri en lík þeirra fundust við afskekktan þjóðveg á mánudaginn í síðustu viku í Bresku Kólumbíu. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Á föstudag fannst húsbíll æskuvinanna Kam McLeod, 19 ára, og Bryer Schmegelsky, 18 ára, brunninn til kaldra kola við sama veg og lík parsins. Lögregla segir að sést hafi til McLeod og Schmegelsky keyra út ú héraðinu og eru nú grunaðir um að hafa myrt parið. Áður voru þeir taldir týndir og hafði lögreglan ýjað að því að þeir gætu verið fórnarlömb sama morðingja og parið varð fyrir. Enn annað lík fannst nærri brenndum húsbíl ungu mannanna en ekki hefur tekist að bera kennsl á það.Sjá einnig: Uggandi yfir mögulegri tengingu milli morðannaÍ tilkynningu frá kanadísku lögreglunni (RCMP) á fimmtudag stóð: „Vegna nýjustu hræringa í málinu eru Kam og Bryer ekki taldir týndir. RCMP grunar að Kam McLeod og Bryer Sccmegelsky séu gerendur í morðunum á Lucas Fowler og Chynnu Deese og í grunsamlegu dauðsfalli Dease vatns mannsins.“ Ástralinn Lucas Fowler, 23 ára, og ameríkaninn Chynna Deese, 24 ára, voru á tveggja vikna löngu ferðalagi um Kanada en Fowler hafði verið að vinna þar.Parið fannst látið eftir að hafa verið skotið til bana við Alaska þjóðvegin 20 km. Suður af Liard hverunum sem er vinsæll ferðamannastaður. Lögreglan telur að þau hafi verið myrt aðfaranótt 14. júlí. Bíllinn þeirra fannst skammt frá líkunum og sögðu vitni við fréttamiðla fyrr í vikunni að parið hafi sést við vegkantinn eftir að bíllinn hafði bilað. Ekkert hefur heyrst til McLeod og Schmegelsky frá því í síðustu viku þegar þeir voru á leið til Yukon svæðisins vegna vinnu og hafa þeir ekki haft samband við fjölskyldur sínar síðan þá. Lögregla segir að þeir hafi sést keyra gráan Toyota Rav 4 af árgerð 2011 í gegn um norðurhluta Saskatchewan. Lögreglan veit ekki hver áfangastaður þeirra sé og hefur varað almenning við því að þeir séu „taldir hættulegir“ og ekki eigi að nálgast þá. Líkið sem fannst skammt frá húsbíl McLeod og Scmegelsky var brunnið og hefur enn ekki verið borið kennsl á það en talið er að það sé maður á sextugs- eða sjötugsaldri. „Það er óvíst að svo stöddu hvernig látni maðurinn gæti verið tengdur bílbrunanum eða mönnunum tveimur sem er saknað,“ sagði talsmaður lögreglu í tilkynningu.#NorthernRockies #NorthDistrict #DeaseLake - Police request the public's assistance in locating the suspects connected to Northern BC investigations https://t.co/p7Q9ouTsSN pic.twitter.com/K9dcN5scKL— BCRCMP (@BCRCMP) July 23, 2019
Kanada Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Sjá meira