Er ráðlagt að slitastjórnarmenn séu skipaðir skiptastjórar? Diljá Helgadóttir skrifar 23. júlí 2019 14:51 Í grein þessari verður sjónum beint að því hvort það sé ráðlagt að slitastjórnarmenn fallinna fjármálafyrirtækja séu skipaðir skiptastjórar þeirra? Sú umfjöllun snýr m.a. að hæfi skiptastjóra auk þess verður fjallað um afleiðingar vanhæfis og því velt upp hvort rétt sé að skipa slitastjórnarmenn fallinna fjármálafyrirtækja sem skiptastjóra þegar bú þeirra eru tekin til skipta. En slíkt hefur raunar tíðkast í framkvæmd. Að sama skapi rýnir höfundur stuttlega í dóm Hæstaréttar Hrd. 12. júní 2019 í máli nr. 20/2019 (Þb. Saga Capital hf. gegn F fasteignafélagi ehf.). Þar bendir Hæstiréttur á að úr ágreiningi um þóknun slitastjórnarmanna fyrir störf í þágu slitabús verði ekki leyst í máli sem rekið er eftir ákvæðum 5. þáttar laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. (hér skammstöfuð „gþl.“), heldur hefði þrotabú félagsins, ef það vildi ekki una ráðstöfunninni, þurft að höfða mál til riftunar og endurheimtu á þóknunni til slitastjórnarmannanna eftir reglum XX. kafla gþl. Sú nálgun er athyglisverð þar sem tveir slitastjórnarmannanna voru skipaðir skiptastjórar félagsins og verður að telja afar ólíklegt að slíkir aðilar krefjist riftunar á ráðstöfun sem fól í sér þóknanir til þeirra sjálfra.Almenn og sérstök hæfisskilyrði skiptastjóra Nauðsynlegt er að þeir aðilar sem falin er meðferð þrotabúa, njóti almenns trausts og virðingar. Í 2. mgr. 75. gr. gþl. er fjallað um almenn og sérstök hæfisskilyrði til þess að gegna starfi skiptastjóra, en ekki verður vikið að almennu hæfisskilyrðunum hér. Hvað varðar sértök hæfisskilyrði þá má enginn starfa við meðferð búsins, sem væri vanhæfur dómari í einkamáli sem þrotamaðurinn eða sá sem á kröfu á hendur þrotabúinu ætti aðild að eða ef félag eða stofnun sem er til gjaldþrotaskipta, í einkamáli sem stjórnarmenn félagsins eða starfsmenn sem hafa haft daglega að stjórn félagsins eða stofnunarinnar með höndum ættu aðild að, sbr. 4-6. tl. 2. mgr. 75. gr. gþl. Af þessu má ráða að ákvæðum laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 (hér eftir skammstöfuð „eml“) um sérstakt hæfi dómara verði beitt um hæfi skiptastjóra. Afleiðingar vanhæfis Afleiðingar vanhæfis eru þær, að skiptastjóri getur ekki sinnt starfi sínu. Það á því ekki að skipa vanhæfan mann og hafi hann þegar verið skipaður, ber að láta hann hætta störfum um leið og ástæður vanhæfis liggja fyrir eða verða þekktar. Krefjist skiptastjóri ekki sjálfur lausnar frá starfanum skal héraðsdómari víkja honum úr starfi eftir ákvæðum 2. mgr. 76. gr. gþl. með úrskurði ef þarf. Í dönskum rétti er lagt til grundvallar að þeir samningar sem skiptastjóri hefur gert fyrir hönd búsins á meðan hann fór með það kunni að vera ógildir ef vanhæfisástæður teljast hafa sett mark sitt á samninginn og viðsemjandinn var grandsamur. Sennilega væri unnt að ógilda slíka samninga á grundvelli III. kafla laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Kröfuhafar geta einnig borið upp skriflegar aðfinnslur við störf skiptastjóra við héraðsdóm og krafist þess að skiptastjóra verði vikið úr starfi með úrskurði, sbr. 1. mgr. 76. gr. gþl. Aðeins kröfuhafar geta haft uppi aðfinnslur við störf skiptastjóra, sbr. Hrd. 30. mars 2017 í máli nr. 156/2017. Í málinu var staðfest að þrotamaður sem ekki á kröfu á hendur búinu, hefur ekki heimild til að krefjast úrskurðar dómara um hvort víkja beri skiptastjóra úr starfi sökum vanhæfis, sbr. 2. málsl. 3. mgr. 76. gr. gþl. Ef atvik eru á hinn bóginn þau að skiptastjóri tengist kröfuhafa á hendur þrotabúinu og það varðar þannig aðeins afmarkað verk og hefur engin áhrif á önnur störf, má fara þá leið að skipa annan mann til að leysa þetta tiltekna verk af hendi, sbr. 5. mgr. 75. gr. gþl. Í því sambandi verður héraðsdómari að skipa annan mann sem fullnægir hæfisskilyrðunum til þessara starfa með bókun í þingbók. Í framkvæmd er talað um að ad hoc skiptastjóri sé skipaður, en það kann að vera að hann þurfi að taka afstöðu til ákveðinna krafna eða höfða riftunarmál vegna framangreinds. Að auki má benda á að aðili sem hefur verið til aðstoðar þrotabúinu á fyrri stigum, s.s. aðstoðarmaður við greiðslustöðvun, getur ekki komið til álita sem skiptastjóri vegna tengsla sinna við þrotamanninn, sbr. b-lið 5. gr. eml.Slitastjórnarmenn og skiptastjórar Í kjölfar efnahagshrunsins skipuðu dómstólar hiklaust slitastjórnarmenn fallinna fjármálafyrirtækja skiptastjóra, ef kom til gjaldþrots þeirra. Samkvæmt 4. mgr. 101. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 gilda reglur um skiptastjóra við gjaldþrotaskipti um skipun slitastjórnar nema á annan veg sé mælt í lögunum. Sumir skiptastjórar höfðu verið aðstoðarmenn í greiðslustöðvun þeirra. Höfundur gagnrýnir þessa framkvæmd. Slitastjórnarmaður fjármálafyrirtækis er augljóslega í þeirri stöðu, að hann myndi teljast vanhæfur til að vera dómari í einkamáli sem fyrirtækið væri aðili að. Er því ljóst að slíkur aðili hefði ekki átt að koma til álita sem skiptastjóri viðkomandi fjármálafyrirtækisins ef það yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Dómur Hæstaréttar Hrd. 12. júní 2019 í máli nr. 20/2019 rennir stoðum undir þá ályktun höfundar að ekki sé ráðlagt að skipa slitastjórnarmenn sem skiptastjóra viðkomandi fjármálafyrirtækis. Eins og áður er rakið, var í málinu krafist að ógilt væri ákvörðun kröfuhafafundar, sem haldinn var við slitameðferð á Saga Capital hf. þann 15. apríl 2016, um greiðslu þóknana til slitastjórnar félagsins. Hæstiréttur vísaði málinu frá héraðsdómi á þeim grundvelli að engin stoð væri fyrir því í lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki eða gþl. að reka dómsmál á hendur slitastjórnarmönnum í þeim búningi sem ágreiningurinn var klæddur, þ.e. sem ágreining um þóknunina, sem slitastjórnarmenn greiddu sér á grundvelli ákvörðunar kröfuhafafundarins í Saga Capital hf. þann 15. apríl 2016. Þá bendir Hæstiréttur á að þrotabú félagsins, verði að leita riftunar á ráðstöfuninni eftir reglum XX. kafla gþl. vilji það ekki una henni. Í þessu sambandi er rétt að benda á að heimild til riftunar er háð tímanlegum viðmiðunum fyrir frestdag. Gæta þarf einnig að því að dómsmál til að koma fram riftun þarf að höfða áður en sex mánuðir eru liðnir frá því skiptastjóri átti þess kost að gera riftunarkröfuna, sbr. 1. mgr. 148. gr. gþl. Frestur þessi byrjar þó aldrei að líða fyrr en við lok kröfulýsingarfrests. Úrskurður um gjaldþrotaskipti Saga Capital var kveðinn upp þann 19. janúar 2018 og því ljóst að tímafrestirnir til þess að koma fram riftun er liðnir og riftun verður því eigi komið fram. Hverjar eru þá afleiðingarnar? Eins og fyrr sagði eru skiptastjórar ekki líklegir til þess að vilja rifta eigin þóknun. Velta má því upp hvort íslenska ríkið gæti orðið skaðabótaskylt (að því gefnu að tjón sé fyrir hendi) þar sem það er látið viðgangast að skipa slitastjórnarmenn sem skipastjóra. Höfundur er lögfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Helgadóttir Dómsmál Gjaldþrot Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í grein þessari verður sjónum beint að því hvort það sé ráðlagt að slitastjórnarmenn fallinna fjármálafyrirtækja séu skipaðir skiptastjórar þeirra? Sú umfjöllun snýr m.a. að hæfi skiptastjóra auk þess verður fjallað um afleiðingar vanhæfis og því velt upp hvort rétt sé að skipa slitastjórnarmenn fallinna fjármálafyrirtækja sem skiptastjóra þegar bú þeirra eru tekin til skipta. En slíkt hefur raunar tíðkast í framkvæmd. Að sama skapi rýnir höfundur stuttlega í dóm Hæstaréttar Hrd. 12. júní 2019 í máli nr. 20/2019 (Þb. Saga Capital hf. gegn F fasteignafélagi ehf.). Þar bendir Hæstiréttur á að úr ágreiningi um þóknun slitastjórnarmanna fyrir störf í þágu slitabús verði ekki leyst í máli sem rekið er eftir ákvæðum 5. þáttar laga nr. 21/1991 um gjaldþrotaskipti o.fl. (hér skammstöfuð „gþl.“), heldur hefði þrotabú félagsins, ef það vildi ekki una ráðstöfunninni, þurft að höfða mál til riftunar og endurheimtu á þóknunni til slitastjórnarmannanna eftir reglum XX. kafla gþl. Sú nálgun er athyglisverð þar sem tveir slitastjórnarmannanna voru skipaðir skiptastjórar félagsins og verður að telja afar ólíklegt að slíkir aðilar krefjist riftunar á ráðstöfun sem fól í sér þóknanir til þeirra sjálfra.Almenn og sérstök hæfisskilyrði skiptastjóra Nauðsynlegt er að þeir aðilar sem falin er meðferð þrotabúa, njóti almenns trausts og virðingar. Í 2. mgr. 75. gr. gþl. er fjallað um almenn og sérstök hæfisskilyrði til þess að gegna starfi skiptastjóra, en ekki verður vikið að almennu hæfisskilyrðunum hér. Hvað varðar sértök hæfisskilyrði þá má enginn starfa við meðferð búsins, sem væri vanhæfur dómari í einkamáli sem þrotamaðurinn eða sá sem á kröfu á hendur þrotabúinu ætti aðild að eða ef félag eða stofnun sem er til gjaldþrotaskipta, í einkamáli sem stjórnarmenn félagsins eða starfsmenn sem hafa haft daglega að stjórn félagsins eða stofnunarinnar með höndum ættu aðild að, sbr. 4-6. tl. 2. mgr. 75. gr. gþl. Af þessu má ráða að ákvæðum laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 (hér eftir skammstöfuð „eml“) um sérstakt hæfi dómara verði beitt um hæfi skiptastjóra. Afleiðingar vanhæfis Afleiðingar vanhæfis eru þær, að skiptastjóri getur ekki sinnt starfi sínu. Það á því ekki að skipa vanhæfan mann og hafi hann þegar verið skipaður, ber að láta hann hætta störfum um leið og ástæður vanhæfis liggja fyrir eða verða þekktar. Krefjist skiptastjóri ekki sjálfur lausnar frá starfanum skal héraðsdómari víkja honum úr starfi eftir ákvæðum 2. mgr. 76. gr. gþl. með úrskurði ef þarf. Í dönskum rétti er lagt til grundvallar að þeir samningar sem skiptastjóri hefur gert fyrir hönd búsins á meðan hann fór með það kunni að vera ógildir ef vanhæfisástæður teljast hafa sett mark sitt á samninginn og viðsemjandinn var grandsamur. Sennilega væri unnt að ógilda slíka samninga á grundvelli III. kafla laga nr. 7/1936 um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Kröfuhafar geta einnig borið upp skriflegar aðfinnslur við störf skiptastjóra við héraðsdóm og krafist þess að skiptastjóra verði vikið úr starfi með úrskurði, sbr. 1. mgr. 76. gr. gþl. Aðeins kröfuhafar geta haft uppi aðfinnslur við störf skiptastjóra, sbr. Hrd. 30. mars 2017 í máli nr. 156/2017. Í málinu var staðfest að þrotamaður sem ekki á kröfu á hendur búinu, hefur ekki heimild til að krefjast úrskurðar dómara um hvort víkja beri skiptastjóra úr starfi sökum vanhæfis, sbr. 2. málsl. 3. mgr. 76. gr. gþl. Ef atvik eru á hinn bóginn þau að skiptastjóri tengist kröfuhafa á hendur þrotabúinu og það varðar þannig aðeins afmarkað verk og hefur engin áhrif á önnur störf, má fara þá leið að skipa annan mann til að leysa þetta tiltekna verk af hendi, sbr. 5. mgr. 75. gr. gþl. Í því sambandi verður héraðsdómari að skipa annan mann sem fullnægir hæfisskilyrðunum til þessara starfa með bókun í þingbók. Í framkvæmd er talað um að ad hoc skiptastjóri sé skipaður, en það kann að vera að hann þurfi að taka afstöðu til ákveðinna krafna eða höfða riftunarmál vegna framangreinds. Að auki má benda á að aðili sem hefur verið til aðstoðar þrotabúinu á fyrri stigum, s.s. aðstoðarmaður við greiðslustöðvun, getur ekki komið til álita sem skiptastjóri vegna tengsla sinna við þrotamanninn, sbr. b-lið 5. gr. eml.Slitastjórnarmenn og skiptastjórar Í kjölfar efnahagshrunsins skipuðu dómstólar hiklaust slitastjórnarmenn fallinna fjármálafyrirtækja skiptastjóra, ef kom til gjaldþrots þeirra. Samkvæmt 4. mgr. 101. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002 gilda reglur um skiptastjóra við gjaldþrotaskipti um skipun slitastjórnar nema á annan veg sé mælt í lögunum. Sumir skiptastjórar höfðu verið aðstoðarmenn í greiðslustöðvun þeirra. Höfundur gagnrýnir þessa framkvæmd. Slitastjórnarmaður fjármálafyrirtækis er augljóslega í þeirri stöðu, að hann myndi teljast vanhæfur til að vera dómari í einkamáli sem fyrirtækið væri aðili að. Er því ljóst að slíkur aðili hefði ekki átt að koma til álita sem skiptastjóri viðkomandi fjármálafyrirtækisins ef það yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Dómur Hæstaréttar Hrd. 12. júní 2019 í máli nr. 20/2019 rennir stoðum undir þá ályktun höfundar að ekki sé ráðlagt að skipa slitastjórnarmenn sem skiptastjóra viðkomandi fjármálafyrirtækis. Eins og áður er rakið, var í málinu krafist að ógilt væri ákvörðun kröfuhafafundar, sem haldinn var við slitameðferð á Saga Capital hf. þann 15. apríl 2016, um greiðslu þóknana til slitastjórnar félagsins. Hæstiréttur vísaði málinu frá héraðsdómi á þeim grundvelli að engin stoð væri fyrir því í lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki eða gþl. að reka dómsmál á hendur slitastjórnarmönnum í þeim búningi sem ágreiningurinn var klæddur, þ.e. sem ágreining um þóknunina, sem slitastjórnarmenn greiddu sér á grundvelli ákvörðunar kröfuhafafundarins í Saga Capital hf. þann 15. apríl 2016. Þá bendir Hæstiréttur á að þrotabú félagsins, verði að leita riftunar á ráðstöfuninni eftir reglum XX. kafla gþl. vilji það ekki una henni. Í þessu sambandi er rétt að benda á að heimild til riftunar er háð tímanlegum viðmiðunum fyrir frestdag. Gæta þarf einnig að því að dómsmál til að koma fram riftun þarf að höfða áður en sex mánuðir eru liðnir frá því skiptastjóri átti þess kost að gera riftunarkröfuna, sbr. 1. mgr. 148. gr. gþl. Frestur þessi byrjar þó aldrei að líða fyrr en við lok kröfulýsingarfrests. Úrskurður um gjaldþrotaskipti Saga Capital var kveðinn upp þann 19. janúar 2018 og því ljóst að tímafrestirnir til þess að koma fram riftun er liðnir og riftun verður því eigi komið fram. Hverjar eru þá afleiðingarnar? Eins og fyrr sagði eru skiptastjórar ekki líklegir til þess að vilja rifta eigin þóknun. Velta má því upp hvort íslenska ríkið gæti orðið skaðabótaskylt (að því gefnu að tjón sé fyrir hendi) þar sem það er látið viðgangast að skipa slitastjórnarmenn sem skipastjóra. Höfundur er lögfræðingur
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun