Johnson valinn leiðtogi Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Kjartan Kjartansson skrifar 23. júlí 2019 11:09 Boris Johnson verður næsti forsætisráðherra Bretlands. Hér ávarpar hann flokkssystkini sín eftir að niðurstöður voru tilkynntar í dag. Vísir/EPA Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra og borgarstjóri London, var valinn leiðtogi Íhaldsflokksins. Tilkynnt var um kjörið nú fyrir stundu og fékk Johnson um tvöfalt fleiri atkvæði en mótherji hans Jeremy Hunt, fráfarandi utanríkisráðherra. Alls voru 159.320 manns á kjörskrá og var kjörsókn 87,4%. Af þeim fékk Johnson 92.153 atkvæði gegn 46.656 atkvæðum Hunt. Theresa May, fráfarandi forsætisráðherra, stýrði sínum síðasta ríkisstjórnarfundi í morgun. Hún víkur nú fyrir Johnson. Eftir að tilkynnt var um úrslitin steig Johnson upp í pontu og ávarpaði samflokksmenn sína. Hann byrjaði á því að þakka Hunt fyrir að hafa verið „gífurlega sterkur“ andstæðingur. „Þú hefur verið uppspretta frábærra hugmynda, sem ég hyggst stela,“ sagði Johnson og uppskar hlátur úr salnum. Þá þakkaði Johnson fyrirrennara sínum, Theresu May, fyrir „stórkostleg“ störf hennar í þágu Íhaldsflokksins og bresku þjóðarinnar. Það hefðu jafnframt verið forréttindi að gegna embætti í ríkisstjórn hennar og fylgjast með ástríðu hennar og staðfestu í starfi. Þá hét hann því að hefjast strax handa við að koma Bretlandi úr Evrópusambandinu.Þakkarræðu Johnson má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.Johnson var utanríkisráðherra í ríkisstjórn May en sagði af sér vegna andstöðu við útgöngusamning hennar við Evrópusambandið. Hann greiddi síðar atkvæði með samningum á þingi. Hans bíður nú það verkefni að koma Bretlandi úr Evrópusambandinu á farsælan hátt, verkefnið sem var May að falli sem ráðherra. Johnson hefur meðal annars sagst tilbúinn að draga Bretland úr sambandinu án samnings. Sú afstaða hans hefur orðið nokkrum núverandi ráðherrum flokksins tilefni til að lýsa því yfir að þeir ætli að segja af sér frekar en að starfa í ríkisstjórn hans, þar á meðal fjármála- og dómsmálaráðherrarnir. Bretland Brexit Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra og borgarstjóri London, var valinn leiðtogi Íhaldsflokksins. Tilkynnt var um kjörið nú fyrir stundu og fékk Johnson um tvöfalt fleiri atkvæði en mótherji hans Jeremy Hunt, fráfarandi utanríkisráðherra. Alls voru 159.320 manns á kjörskrá og var kjörsókn 87,4%. Af þeim fékk Johnson 92.153 atkvæði gegn 46.656 atkvæðum Hunt. Theresa May, fráfarandi forsætisráðherra, stýrði sínum síðasta ríkisstjórnarfundi í morgun. Hún víkur nú fyrir Johnson. Eftir að tilkynnt var um úrslitin steig Johnson upp í pontu og ávarpaði samflokksmenn sína. Hann byrjaði á því að þakka Hunt fyrir að hafa verið „gífurlega sterkur“ andstæðingur. „Þú hefur verið uppspretta frábærra hugmynda, sem ég hyggst stela,“ sagði Johnson og uppskar hlátur úr salnum. Þá þakkaði Johnson fyrirrennara sínum, Theresu May, fyrir „stórkostleg“ störf hennar í þágu Íhaldsflokksins og bresku þjóðarinnar. Það hefðu jafnframt verið forréttindi að gegna embætti í ríkisstjórn hennar og fylgjast með ástríðu hennar og staðfestu í starfi. Þá hét hann því að hefjast strax handa við að koma Bretlandi úr Evrópusambandinu.Þakkarræðu Johnson má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.Johnson var utanríkisráðherra í ríkisstjórn May en sagði af sér vegna andstöðu við útgöngusamning hennar við Evrópusambandið. Hann greiddi síðar atkvæði með samningum á þingi. Hans bíður nú það verkefni að koma Bretlandi úr Evrópusambandinu á farsælan hátt, verkefnið sem var May að falli sem ráðherra. Johnson hefur meðal annars sagst tilbúinn að draga Bretland úr sambandinu án samnings. Sú afstaða hans hefur orðið nokkrum núverandi ráðherrum flokksins tilefni til að lýsa því yfir að þeir ætli að segja af sér frekar en að starfa í ríkisstjórn hans, þar á meðal fjármála- og dómsmálaráðherrarnir.
Bretland Brexit Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira