Sömdu um fjárlög og hækkun skuldaþaksins Kjartan Kjartansson skrifar 23. júlí 2019 08:11 Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, og Kevin McCarthy, leiðtogi repúblikana í deildinni, tóku þátt í að semja um skuldaþakið og fjárlög. Vísir/EPA Leiðtogar repúblikana og demókrata á Bandaríkjaþingi hafa náð samkomulagi um fjárlög næstu tveggja ára og að hækka lögbundið þak á skuldsetningu ríkissjóðs. Donald Trump forseti hefur lýst stuðningi við samkomulagið sem myndi bægja frá hættu á lokun ríkisstofnana fram yfir forsetakosningarnar á næsta ári. Samkomulagið felur í sér að útgjöld alríkisstjórnarinnar geta hækkað um 320 milljarða dollara og lögbundið skuldaþak verður fellt í gildi í tvö ár, að sögn Washington Post. Útgjöld til hersins verða meðal annars aukin. Þingið á enn eftir að samþykkja samkomulagið áður en nýtt fjárlagaár hefst í október. Mikil átök á milli flokkanna hafa einkennt fjárlagagerð undanfarin ár. Þeim hefur mistekist að ná saman um hefðbundið fjárlagafrumvarp og því hefur rekstur alríkisstofnana verið fjármagnaðar með tímabundnum útgjaldafrumvörpum til nokkurra mánaða í senn. Nokkrum sinnum hefur það gerst síðustu ár að rekstur alríkisstofnana stöðvist vegna þess að flokkunum auðnaðist ekki að ná saman um slík bráðabirgðaúrræði. Síðast gerðist það í desember þegar Trump forseti hafnaði málamiðlun sem flokkarnir á þingi höfðu gert til að knýja á um að hann fengi fjármuni fyrir múrnum sem hann vill reisa á landamærunum að Mexíkó. Sú stöðvun var sú lengsta í sögu Bandaríkjanna, rúmur mánuður. Verði núverandi samkomulag samþykkt á þingi hyrfi hættan á sambærilegum átökum og mögulegri stöðvun alríkisstofnana út þetta kjörtímabil forsetans. Hópi repúblikana sem aðhyllast ráðdeild í ríkisrekstri gremst þó samkomulagið þar sem það eykur enn á fjárlagahalla ríkisins. Ekki eru allir demókratar sannfærðir heldur. Þeir telja að forysta flokksins hefði átt að nýta viðræðurnar til að koma í veg fyrir að Trump haldi áfram að beina fjármunum hersins í landamæramúrinn. Það gerði Trump eftir að hann lýsti yfir neyðarástandi á landamærunum eftir að hann þurfti að lúta í lægra haldi í fjárlagadeilunum í vetur. Trump tilkynnti um samkomulagið á Twitter í gær og lýsti ánægju með það. „Þetta var raunveruleg málamiðlun til að gefa frábæra hernum okkar og uppgjafarhermönnum annan sigur!“ tísti forsetinn.....This was a real compromise in order to give another big victory to our Great Military and Vets!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 22, 2019 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira
Leiðtogar repúblikana og demókrata á Bandaríkjaþingi hafa náð samkomulagi um fjárlög næstu tveggja ára og að hækka lögbundið þak á skuldsetningu ríkissjóðs. Donald Trump forseti hefur lýst stuðningi við samkomulagið sem myndi bægja frá hættu á lokun ríkisstofnana fram yfir forsetakosningarnar á næsta ári. Samkomulagið felur í sér að útgjöld alríkisstjórnarinnar geta hækkað um 320 milljarða dollara og lögbundið skuldaþak verður fellt í gildi í tvö ár, að sögn Washington Post. Útgjöld til hersins verða meðal annars aukin. Þingið á enn eftir að samþykkja samkomulagið áður en nýtt fjárlagaár hefst í október. Mikil átök á milli flokkanna hafa einkennt fjárlagagerð undanfarin ár. Þeim hefur mistekist að ná saman um hefðbundið fjárlagafrumvarp og því hefur rekstur alríkisstofnana verið fjármagnaðar með tímabundnum útgjaldafrumvörpum til nokkurra mánaða í senn. Nokkrum sinnum hefur það gerst síðustu ár að rekstur alríkisstofnana stöðvist vegna þess að flokkunum auðnaðist ekki að ná saman um slík bráðabirgðaúrræði. Síðast gerðist það í desember þegar Trump forseti hafnaði málamiðlun sem flokkarnir á þingi höfðu gert til að knýja á um að hann fengi fjármuni fyrir múrnum sem hann vill reisa á landamærunum að Mexíkó. Sú stöðvun var sú lengsta í sögu Bandaríkjanna, rúmur mánuður. Verði núverandi samkomulag samþykkt á þingi hyrfi hættan á sambærilegum átökum og mögulegri stöðvun alríkisstofnana út þetta kjörtímabil forsetans. Hópi repúblikana sem aðhyllast ráðdeild í ríkisrekstri gremst þó samkomulagið þar sem það eykur enn á fjárlagahalla ríkisins. Ekki eru allir demókratar sannfærðir heldur. Þeir telja að forysta flokksins hefði átt að nýta viðræðurnar til að koma í veg fyrir að Trump haldi áfram að beina fjármunum hersins í landamæramúrinn. Það gerði Trump eftir að hann lýsti yfir neyðarástandi á landamærunum eftir að hann þurfti að lúta í lægra haldi í fjárlagadeilunum í vetur. Trump tilkynnti um samkomulagið á Twitter í gær og lýsti ánægju með það. „Þetta var raunveruleg málamiðlun til að gefa frábæra hernum okkar og uppgjafarhermönnum annan sigur!“ tísti forsetinn.....This was a real compromise in order to give another big victory to our Great Military and Vets!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 22, 2019
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira