Skref í sjálfbærri þróun í mannvirkjagerð Ragnar Ómarsson skrifar 23. júlí 2019 08:00 Einn helsti hvatinn að mannvirkjagerð er knýjandi þörf samfélags manna til að veita athöfnum sínum skjól. Mannvirkjagerð er því í eðli sínu samfélagsleg athöfn og er því á ábyrgð okkar allra. Í samfélagi okkar treystum við því að hafa frelsi til athafna. Slíkt frelsi gerir auknar kröfur um samfélagslega ábyrgð þannig að frelsi eins skerði ekki möguleika annarra. Grænni byggð er vettvangur aðila í mannvirkjagerð til þess að axla ábyrgð á athöfnum sínum. Með aðild sinni að Grænni byggð hafa aðilar lýst því yfir að þeir séu reiðubúnir til þess að axla samfélagslega ábyrgð sína og leggja sitt af mörkum við þróun á sjálfbærari mannvirkjagerð. Þegar talað er um þróun er átt við að taka skref í áttina að einhverju markmiði, í þessu sambandi í áttina að aukinni sjálfbærni mannvirkja. Innlend stjórnvöld hafa með mannvirkjalögum sett markmið um aukna sjálfbærni fyrir umhverfi, efnahag og samfélag sem öllum er unnt að stefna að. Þessi markmið eru þau helst að stuðla að endingu og hagkvæmni mannvirkja með því að miða gerð þeirra við allan líftíma þeirra, ásamt því að lágmarka neikvæð áhrif og tryggja aðgengi fyrir alla. En markmiðssetning dugar ekki til ein og sér og ekki stoðar að bíða eftir því að hið opinbera taki af skarið. Hvert og eitt okkar þarf að gera upp sinn hug og stíga skrefin í áttina að aukinni sjálfbærni. Þannig geta eigendur mannvirkja tekið skref í áttina að þessum markmiðum með því að forgangsraða meginþáttunum þremur; umhverfi, efnahag og samfélagi og setja fram sérstakar óskir um frammistöðu hvers mannvirkis fyrir sig á líftíma þess. Veitendur fasteignalána geta stutt við slíka markmiðssetningu með því að fara fram á að hún sé til staðar við lánaumsókn. Hlutverk hönnuða og ráðgjafa er þá að velja vistvænustu lausnirnar sem falla best að markmiðum eigandans. Verktakar og birgjar geta lagt sitt af mörkum með því að leggja til sjálfbærari aðferðir og nota vistvænna byggingarefni. Loks getur notandi mannvirkis stuðlað að aukinni sjálfbærni með því að fylgja leiðbeiningum um vistvæna notkun mannvirkisins. Loftslagsvandinn sem nú steðjar að mannkyninu stafar að mestu leyti af framleiðslu og notkun á orku. Mannvirkjum er ætlaður líftími langt umfram þann tíma sem mun taka mannkynið að leysa brýnasta loftslagsvandann. Nú stefna þjóðir heims á að kolefnisjafna athafnir sínar fyrir árið 2050. Við byggjum mannvirki í dag sem við ætlum að nota næstu 100 árin eða lengur. Það er nauðsynlegt að við gefum loftslagsvandanum rækilega gaum en jafnframt þurfum við að horfa lengra fram í tímann og leggja á ráðin við mannvirkjagerð þannig að þörfum nútímans sé mætt án þess að skerða möguleika komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum.Höfundur er byggingarfræðingur hjá Verkís hf. og stjórnarformaður Grænni byggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Einn helsti hvatinn að mannvirkjagerð er knýjandi þörf samfélags manna til að veita athöfnum sínum skjól. Mannvirkjagerð er því í eðli sínu samfélagsleg athöfn og er því á ábyrgð okkar allra. Í samfélagi okkar treystum við því að hafa frelsi til athafna. Slíkt frelsi gerir auknar kröfur um samfélagslega ábyrgð þannig að frelsi eins skerði ekki möguleika annarra. Grænni byggð er vettvangur aðila í mannvirkjagerð til þess að axla ábyrgð á athöfnum sínum. Með aðild sinni að Grænni byggð hafa aðilar lýst því yfir að þeir séu reiðubúnir til þess að axla samfélagslega ábyrgð sína og leggja sitt af mörkum við þróun á sjálfbærari mannvirkjagerð. Þegar talað er um þróun er átt við að taka skref í áttina að einhverju markmiði, í þessu sambandi í áttina að aukinni sjálfbærni mannvirkja. Innlend stjórnvöld hafa með mannvirkjalögum sett markmið um aukna sjálfbærni fyrir umhverfi, efnahag og samfélag sem öllum er unnt að stefna að. Þessi markmið eru þau helst að stuðla að endingu og hagkvæmni mannvirkja með því að miða gerð þeirra við allan líftíma þeirra, ásamt því að lágmarka neikvæð áhrif og tryggja aðgengi fyrir alla. En markmiðssetning dugar ekki til ein og sér og ekki stoðar að bíða eftir því að hið opinbera taki af skarið. Hvert og eitt okkar þarf að gera upp sinn hug og stíga skrefin í áttina að aukinni sjálfbærni. Þannig geta eigendur mannvirkja tekið skref í áttina að þessum markmiðum með því að forgangsraða meginþáttunum þremur; umhverfi, efnahag og samfélagi og setja fram sérstakar óskir um frammistöðu hvers mannvirkis fyrir sig á líftíma þess. Veitendur fasteignalána geta stutt við slíka markmiðssetningu með því að fara fram á að hún sé til staðar við lánaumsókn. Hlutverk hönnuða og ráðgjafa er þá að velja vistvænustu lausnirnar sem falla best að markmiðum eigandans. Verktakar og birgjar geta lagt sitt af mörkum með því að leggja til sjálfbærari aðferðir og nota vistvænna byggingarefni. Loks getur notandi mannvirkis stuðlað að aukinni sjálfbærni með því að fylgja leiðbeiningum um vistvæna notkun mannvirkisins. Loftslagsvandinn sem nú steðjar að mannkyninu stafar að mestu leyti af framleiðslu og notkun á orku. Mannvirkjum er ætlaður líftími langt umfram þann tíma sem mun taka mannkynið að leysa brýnasta loftslagsvandann. Nú stefna þjóðir heims á að kolefnisjafna athafnir sínar fyrir árið 2050. Við byggjum mannvirki í dag sem við ætlum að nota næstu 100 árin eða lengur. Það er nauðsynlegt að við gefum loftslagsvandanum rækilega gaum en jafnframt þurfum við að horfa lengra fram í tímann og leggja á ráðin við mannvirkjagerð þannig að þörfum nútímans sé mætt án þess að skerða möguleika komandi kynslóða á að mæta þörfum sínum.Höfundur er byggingarfræðingur hjá Verkís hf. og stjórnarformaður Grænni byggðar.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson Skoðun