Ólafur: Bið stuðningsmenn FH afsökunar á frammistöðu liðsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júlí 2019 21:37 Ólafur var afar óhress með frammistöðu sinna manna. vísir/bára „Fyrstu viðbrögð eru að biðja stuðningsmenn FH afsökunar á frammistöðu liðsins í kvöld og óska HK til hamingju með sigurinn. Þeir verðskulduðu hann. Þetta var mjög slök frammistaða hjá FH-liðinu,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, í samtali við Vísi eftir tapið fyrir HK, 2-0, í Kórnum í kvöld. FH var 2-0 undir í hálfleik og þrátt fyrir fjölmargar sóknir í seinni hálfleik tókst gestunum ekki að jafna. „Í byrjun seinni hálfleiks áttum við upphlaup en það hékk ekkert saman hjá okkur í kvöld. Þegar við ætluðum að fara hátt og pressa var vörnin gisin. Sendingar, gegnumbrot, í raun allt, var ekki í lagi. Við áttum ekkert annað skilið en að tap í þessum leik. Þetta var döpur frammistaða frá A til Ö og mikil vonbrigði.“ Í síðustu þremur deildarleikjum fyrir leikinn í kvöld hafði FH fengið sjö stig af níu mögulegum. Ólafur segir því svekkjandi að hafa tekið skref aftur á bak í kvöld. „Þessi dýfa var djúp. Stundum hefur maður verið spurður hvort það sé krísa í liðunum sem maður hefur verið að þjálfa og það er alveg óhætt að segja að þegar heildarbragurinn á liðinu er eins og hann er fer maður að spyrja sig hvort það sé krísa,“ sagði Ólafur. „Við þurfum að grafa ansi djúpt, leikmenn og þjálfarateymi, til að fá svör. Það sem við vorum búnir að gera í tveimur leikjum á undan gefur andskotann ekkert.“ Félagaskiptaglugginn rennur út um mánaðarmótin. Ólafur vonast til að geta styrkt lið FH. „Ég vona að við gerum eitthvað,“ sagði Ólafur. FH missti af Kristjáni Flóka Finnbogasyni til KR. Í viðtali við Fótbolta.net sagði hann að KR hefði verið meira spennandi en FH. Ólafur vildi lítið tjá sig um þau ummæli. „Kristján Flóki valdi KR og ég hef ekkert út á það að setja. Við vildum fá hann og hann vissi af því. Mönnum er frjálst að velja og við virðum hans ákvörðun,“ sagði þjálfarinn að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - FH 2-0 | Fjórði sigur HK í síðustu fimm leikjum Nýliðar HK skelltu FH, 2-0, í Kórnum. Þetta var þriðji sigur þeirra í röð. 22. júlí 2019 22:00 Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Enski boltinn Mörkin í Meistaradeild: Gleymdur Kane og fullkomin vippa Fótbolti Fleiri fréttir Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Sjá meira
„Fyrstu viðbrögð eru að biðja stuðningsmenn FH afsökunar á frammistöðu liðsins í kvöld og óska HK til hamingju með sigurinn. Þeir verðskulduðu hann. Þetta var mjög slök frammistaða hjá FH-liðinu,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, í samtali við Vísi eftir tapið fyrir HK, 2-0, í Kórnum í kvöld. FH var 2-0 undir í hálfleik og þrátt fyrir fjölmargar sóknir í seinni hálfleik tókst gestunum ekki að jafna. „Í byrjun seinni hálfleiks áttum við upphlaup en það hékk ekkert saman hjá okkur í kvöld. Þegar við ætluðum að fara hátt og pressa var vörnin gisin. Sendingar, gegnumbrot, í raun allt, var ekki í lagi. Við áttum ekkert annað skilið en að tap í þessum leik. Þetta var döpur frammistaða frá A til Ö og mikil vonbrigði.“ Í síðustu þremur deildarleikjum fyrir leikinn í kvöld hafði FH fengið sjö stig af níu mögulegum. Ólafur segir því svekkjandi að hafa tekið skref aftur á bak í kvöld. „Þessi dýfa var djúp. Stundum hefur maður verið spurður hvort það sé krísa í liðunum sem maður hefur verið að þjálfa og það er alveg óhætt að segja að þegar heildarbragurinn á liðinu er eins og hann er fer maður að spyrja sig hvort það sé krísa,“ sagði Ólafur. „Við þurfum að grafa ansi djúpt, leikmenn og þjálfarateymi, til að fá svör. Það sem við vorum búnir að gera í tveimur leikjum á undan gefur andskotann ekkert.“ Félagaskiptaglugginn rennur út um mánaðarmótin. Ólafur vonast til að geta styrkt lið FH. „Ég vona að við gerum eitthvað,“ sagði Ólafur. FH missti af Kristjáni Flóka Finnbogasyni til KR. Í viðtali við Fótbolta.net sagði hann að KR hefði verið meira spennandi en FH. Ólafur vildi lítið tjá sig um þau ummæli. „Kristján Flóki valdi KR og ég hef ekkert út á það að setja. Við vildum fá hann og hann vissi af því. Mönnum er frjálst að velja og við virðum hans ákvörðun,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - FH 2-0 | Fjórði sigur HK í síðustu fimm leikjum Nýliðar HK skelltu FH, 2-0, í Kórnum. Þetta var þriðji sigur þeirra í röð. 22. júlí 2019 22:00 Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Enski boltinn Mörkin í Meistaradeild: Gleymdur Kane og fullkomin vippa Fótbolti Fleiri fréttir Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK - FH 2-0 | Fjórði sigur HK í síðustu fimm leikjum Nýliðar HK skelltu FH, 2-0, í Kórnum. Þetta var þriðji sigur þeirra í röð. 22. júlí 2019 22:00