Fjöldi lögreglumanna í Alaska dæmdir afbrotamenn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. júlí 2019 17:47 Alls eru 42 lögreglumenn við störf í Alaska sem dæmdir hafa verið fyrir ofbeldisglæpi. Vísir/Getty Að minnsta kosti 14 borgir í Alaska-ríki í Bandaríkjunum hafa veitt dæmdum afbrotamönnum vinnu í lögregluliði sínu. Þetta er niðurstaða rannsóknarskýrslu sem unnin var af fréttamiðlunum Anchorage Daily News og ProPublica. Lög sem í gildi eru í ríkin ættu þó að koma í veg fyrir að mennirnir sem um ræðir gætu starfað við löggæslu. Í skýrslunni kemur fram að lögregluumdæmi í minnst 14 borgum í Alaska hafi ráðið yfir 34 dæmda glæpamenn til starfa í lögreglulið sitt, aðeins mánuði eftir að William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, lýsti yfir almannavarnaneyðarástandi í ríkinu, sökum gríðarhás hlutfalls ofbeldisglæpa og heimilisofbeldis miðað við önnur ríki. USA Today greinir frá þessu. Staðbundnar ríkisstjórnir ættbálka í ríkinu hafa einnig ráðið menn dæmda fyrir heimilisofbeldi eða kynferðisglæpi í lögregluna, í minnst átta ættbálkasamfélögum. Sem dæmi má nefna smáborgina Stebbins, sem telur um 570 íbúa, en allir sjö starfandi lögreglumenn borgarinnar hafa gerst sekir um og verið dæmdir fyrir heimilisofbeldisglæpi á síðustu tíu árum. Lögreglumennirnir sem um ræðir eru samtals 42 en lög sem í gildi eru víðs vegar um Bandaríkin hefðu komið í veg fyrir ráðningu hvers eins og einasta þeirra, sökum þess að þeir eru á sakaskrá. Eins leiðir skýrsla fréttamiðlanna í ljós að borgarstjórnir tilkynntu ráðningar fæstra mannanna til sérstakrar nefndar hvers hlutverk er að sjá til þess að stöðlum sé fylgt við ákvarðanatöku borganna. Það var aðeins gert í þremur tilfellum og margir mannanna starfa enn við löggæslu í borgunum. Melanie Bahnke, stjórnarmeðlimur í Samtökum ættbálka í Alaska sem nær til 191 ættbálks í ríkinu, segir ástandið forkastanlegt. „Það er fáránlegt að ástand almannavarna hjá okkur sé svo slæmt að farið sé að ráða ofbeldishneigða einstaklinga til þess að sinna löggæslu og setja þá í aðstöðu til þess að valda fórnarlömbum glæpa enn meiri skaða,“ hefur USA Today eftir Bahnke. Í síðasta mánuði veitti dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna sex milljónum dollara, eða um 750 milljónum króna, til Alaska-ríkis. Var það gert með það fyrir augum að hægt yrði að ráða og þjálfa lögreglumenn í ættbálkasamfélögum og bæjum ríkisins. Bandaríkin Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Að minnsta kosti 14 borgir í Alaska-ríki í Bandaríkjunum hafa veitt dæmdum afbrotamönnum vinnu í lögregluliði sínu. Þetta er niðurstaða rannsóknarskýrslu sem unnin var af fréttamiðlunum Anchorage Daily News og ProPublica. Lög sem í gildi eru í ríkin ættu þó að koma í veg fyrir að mennirnir sem um ræðir gætu starfað við löggæslu. Í skýrslunni kemur fram að lögregluumdæmi í minnst 14 borgum í Alaska hafi ráðið yfir 34 dæmda glæpamenn til starfa í lögreglulið sitt, aðeins mánuði eftir að William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, lýsti yfir almannavarnaneyðarástandi í ríkinu, sökum gríðarhás hlutfalls ofbeldisglæpa og heimilisofbeldis miðað við önnur ríki. USA Today greinir frá þessu. Staðbundnar ríkisstjórnir ættbálka í ríkinu hafa einnig ráðið menn dæmda fyrir heimilisofbeldi eða kynferðisglæpi í lögregluna, í minnst átta ættbálkasamfélögum. Sem dæmi má nefna smáborgina Stebbins, sem telur um 570 íbúa, en allir sjö starfandi lögreglumenn borgarinnar hafa gerst sekir um og verið dæmdir fyrir heimilisofbeldisglæpi á síðustu tíu árum. Lögreglumennirnir sem um ræðir eru samtals 42 en lög sem í gildi eru víðs vegar um Bandaríkin hefðu komið í veg fyrir ráðningu hvers eins og einasta þeirra, sökum þess að þeir eru á sakaskrá. Eins leiðir skýrsla fréttamiðlanna í ljós að borgarstjórnir tilkynntu ráðningar fæstra mannanna til sérstakrar nefndar hvers hlutverk er að sjá til þess að stöðlum sé fylgt við ákvarðanatöku borganna. Það var aðeins gert í þremur tilfellum og margir mannanna starfa enn við löggæslu í borgunum. Melanie Bahnke, stjórnarmeðlimur í Samtökum ættbálka í Alaska sem nær til 191 ættbálks í ríkinu, segir ástandið forkastanlegt. „Það er fáránlegt að ástand almannavarna hjá okkur sé svo slæmt að farið sé að ráða ofbeldishneigða einstaklinga til þess að sinna löggæslu og setja þá í aðstöðu til þess að valda fórnarlömbum glæpa enn meiri skaða,“ hefur USA Today eftir Bahnke. Í síðasta mánuði veitti dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna sex milljónum dollara, eða um 750 milljónum króna, til Alaska-ríkis. Var það gert með það fyrir augum að hægt yrði að ráða og þjálfa lögreglumenn í ættbálkasamfélögum og bæjum ríkisins.
Bandaríkin Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira