Skartgripasalar vilja kaupa tennur og bein úr grindhvölunum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 22. júlí 2019 12:05 Landeigandi hyggst skoða að koma tönnum og beinum úr grindhvölunum í verð. Vísir/Elín margrét Íslenskir skartgripasalar hafa sýnt því áhuga að kaupa tennur og bein úr grindhvölunum sem strönduðu á Löngufjörum í landi Litla-Hrauns á Snæfellsnesi. Landeigandi brýnir fyrir almenningi að það geti verið hættulegt að þvælast um svæðið. Hvalrekinn sem fréttist af í síðustu viku er líklega sá stærsti í rúma þrjá áratugi en á sjötta tug grindhvala liggja nú dauðir í fjörunni á Gömlu-Eyri á Löngufjörum sem er í landi Litla-Hrauns. Þorgrímur Leifsson er annar eigandi jarðarinnar en hann kannaði aðstæður á svæðinu í gær. „Þetta var bara náttúrulega svolítið skrítið og svolítið sorglegt að sjá hvalina þarna með litlu kálfana við hliðina,“ segir Þorgrímur. Sérfræðingar frá Hafrannsóknastofnun hyggjast fara með þyrlu Landhelgisgæslunnar á morgun til kanna aðstæður á svæðinu á morgun og taka sýni. Ekki stendur til að urða dýrin að sögn Þorgríms.Bæði kálfar og fullorðnir grindhvalir strönduðu á Löngufjörum.„Við höfum hugsað okkur að fara og taka tennurnar úr þeim, svo bíðum við eftir að beinin sýni sig og sjáum hvað við gerum við þau. Það var skartgripasali sem hafði samband við mig og vill fá bein og tennur,“ segir Þorgrímur. Hann kveðst þó ekki vita á þessari stundu um hvers virði tennurnar og beinin séu, en skartgripasali í miðborg Reykjavíkur hafi lýst áhuga fyrir að kaupa allt saman. Þorgrímur segir að þónokkur umferð hafi verið á svæðinu í gær. „Þegar ég kom í gær þá voru átta flugvélar og jeppar og mótorhjól og fullt af fólki.“ Hann ítrekar að það geti verið varhugavert að leggja leið sína á svæðið. „Ég held að það sé nú ekki óhætt fyrir alla að fara þarna. Það þarf að vera kunnugur til að komast þarna niður eftir. Það þarf að bera virðingu fyrir sjónum,“ útskýrir Þorgrímur. „Þetta er nú ekki ætlunin að fá almenning þarna niður eftir, það er stórhættulegt að fara þarna raunverulega.“ Borgarbyggð Dýr Tengdar fréttir Ólíklegt að hvalirnir strandi viljandi til að deyja Sjávarlíffræðingur segir að aðstæður í Löngufjörum á Snæfellsnesi, þar sem um fimmtíu grindhvali hefur strandað, séu einkar óhentugar fyrir hvali af þessari tegund. 18. júlí 2019 20:12 Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20 Líklega stærsti hvalrekinn síðan 1986 Hvalrekinn við Löngufjörur sem fréttist af í gær er líklega sá stærsti síðan árið 1986 með tilliti til fjölda dýra sem strönduðu. 19. júlí 2019 12:08 Aðhafast ekkert vegna grindhvalanna á Löngufjörum Sveitarfélagið Borgarbyggð hyggst ekkert aðhafast vegna grindhvalanna sem rak á land á Löngufjörum. Það sé torfærið og geti verið hættulegt. 19. júlí 2019 20:36 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Sjá meira
Íslenskir skartgripasalar hafa sýnt því áhuga að kaupa tennur og bein úr grindhvölunum sem strönduðu á Löngufjörum í landi Litla-Hrauns á Snæfellsnesi. Landeigandi brýnir fyrir almenningi að það geti verið hættulegt að þvælast um svæðið. Hvalrekinn sem fréttist af í síðustu viku er líklega sá stærsti í rúma þrjá áratugi en á sjötta tug grindhvala liggja nú dauðir í fjörunni á Gömlu-Eyri á Löngufjörum sem er í landi Litla-Hrauns. Þorgrímur Leifsson er annar eigandi jarðarinnar en hann kannaði aðstæður á svæðinu í gær. „Þetta var bara náttúrulega svolítið skrítið og svolítið sorglegt að sjá hvalina þarna með litlu kálfana við hliðina,“ segir Þorgrímur. Sérfræðingar frá Hafrannsóknastofnun hyggjast fara með þyrlu Landhelgisgæslunnar á morgun til kanna aðstæður á svæðinu á morgun og taka sýni. Ekki stendur til að urða dýrin að sögn Þorgríms.Bæði kálfar og fullorðnir grindhvalir strönduðu á Löngufjörum.„Við höfum hugsað okkur að fara og taka tennurnar úr þeim, svo bíðum við eftir að beinin sýni sig og sjáum hvað við gerum við þau. Það var skartgripasali sem hafði samband við mig og vill fá bein og tennur,“ segir Þorgrímur. Hann kveðst þó ekki vita á þessari stundu um hvers virði tennurnar og beinin séu, en skartgripasali í miðborg Reykjavíkur hafi lýst áhuga fyrir að kaupa allt saman. Þorgrímur segir að þónokkur umferð hafi verið á svæðinu í gær. „Þegar ég kom í gær þá voru átta flugvélar og jeppar og mótorhjól og fullt af fólki.“ Hann ítrekar að það geti verið varhugavert að leggja leið sína á svæðið. „Ég held að það sé nú ekki óhætt fyrir alla að fara þarna. Það þarf að vera kunnugur til að komast þarna niður eftir. Það þarf að bera virðingu fyrir sjónum,“ útskýrir Þorgrímur. „Þetta er nú ekki ætlunin að fá almenning þarna niður eftir, það er stórhættulegt að fara þarna raunverulega.“
Borgarbyggð Dýr Tengdar fréttir Ólíklegt að hvalirnir strandi viljandi til að deyja Sjávarlíffræðingur segir að aðstæður í Löngufjörum á Snæfellsnesi, þar sem um fimmtíu grindhvali hefur strandað, séu einkar óhentugar fyrir hvali af þessari tegund. 18. júlí 2019 20:12 Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20 Líklega stærsti hvalrekinn síðan 1986 Hvalrekinn við Löngufjörur sem fréttist af í gær er líklega sá stærsti síðan árið 1986 með tilliti til fjölda dýra sem strönduðu. 19. júlí 2019 12:08 Aðhafast ekkert vegna grindhvalanna á Löngufjörum Sveitarfélagið Borgarbyggð hyggst ekkert aðhafast vegna grindhvalanna sem rak á land á Löngufjörum. Það sé torfærið og geti verið hættulegt. 19. júlí 2019 20:36 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Sjá meira
Ólíklegt að hvalirnir strandi viljandi til að deyja Sjávarlíffræðingur segir að aðstæður í Löngufjörum á Snæfellsnesi, þar sem um fimmtíu grindhvali hefur strandað, séu einkar óhentugar fyrir hvali af þessari tegund. 18. júlí 2019 20:12
Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20
Líklega stærsti hvalrekinn síðan 1986 Hvalrekinn við Löngufjörur sem fréttist af í gær er líklega sá stærsti síðan árið 1986 með tilliti til fjölda dýra sem strönduðu. 19. júlí 2019 12:08
Aðhafast ekkert vegna grindhvalanna á Löngufjörum Sveitarfélagið Borgarbyggð hyggst ekkert aðhafast vegna grindhvalanna sem rak á land á Löngufjörum. Það sé torfærið og geti verið hættulegt. 19. júlí 2019 20:36