Fyrr og síðar Einar Benediktsson skrifar 22. júlí 2019 08:00 Þeirri vegsemd fylgir ábyrgð að eiga sæti í samstarfinu á norrænum vettvangi, EFTA/EES, NATO, Sameinuðu þjóðunum o.s.frv. með rétt til afstöðu í víðtækasta skilningi. Nýlega hafa stjórnvöld hafið virka þátttöku í mannréttindamálum á vettvangi S.Þj., sem er til sóma. Svo sem er um aðrar smáþjóðir finna Íslendingar samstöðu með vina- og bandalagsþjóðum. Norðurlöndin standa saman að framboði til Öryggisráðsins og þar er kominn tími til að sjáist til Íslands. Á árunum 2011-12 var brugðist við stórtækum fyrirætlunum Huangs Nubo um jarðakaup í Þingeyjarsýslu, sem telja mátti að tengdust risahöfn í Þistilfirði á vegum ókunnra aðila. Þeirri vá var þó bægt frá í bili með reglugerð innanríkisráðherra, sem gerði útlendingum óheimilt að eignast hér fasteignir nema með fastri búsetu. Einmitt þetta tryggðu Danir sér með undanþágu í aðildarsamningi sínum að ESB. Engu að síður var reglugerðin felld úr gildi. Nú þarf að endurvekja þessa bráðnauðsynlegu – vital interest – ráðstöfun enda hefur þessi danska löggjöf beint fordæmisgildi fyrir okkur þegar um var að ræða ekki síður ríkar ástæður en sumarbústaðaásókn nágranna Dana á Jótlandi. Stórfelld jarðakaup breska billjónerans Jims Radcliffe vegna laxveiðiréttinda á Norðausturlandi vekja furðu og ugg fólks. Brask með landgæði hefur greinilega staðið um árabil ef 60 jarðir eru komnar í eigu erlendra fjárfesta. Forsætisráðherra hefur boðað birtingu stefnumörkunar á þessu sviði í haust en er ekki tilefni til bráðabirgðaráðstafana? Í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur öll áhersla verið lögð á framkvæmd EES-samningsins fremur en fulla aðild að Evrópusambandinu. Samningurinn tryggir frjálsan aðgang að mikilvægasta markaðssvæði okkar og er árangur langrar baráttu um viðskiptafrelsi samfara óskoruðum yfirráðum varðandi fiskimiðin. Komið hefur fram hávær andstaða gegn innleiðingu þriðja orkupakkans með fáránlegum málatilbúningi, sem stofnar sjálfri þátttökunni í EES í hættu. Þetta skal þó kveðið niður á sérstökum, stuttum fundi Alþingis í ágústlok.Höfundur er fyrrverandi sendiherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Einar Benediktsson Jarðakaup útlendinga Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Sjá meira
Þeirri vegsemd fylgir ábyrgð að eiga sæti í samstarfinu á norrænum vettvangi, EFTA/EES, NATO, Sameinuðu þjóðunum o.s.frv. með rétt til afstöðu í víðtækasta skilningi. Nýlega hafa stjórnvöld hafið virka þátttöku í mannréttindamálum á vettvangi S.Þj., sem er til sóma. Svo sem er um aðrar smáþjóðir finna Íslendingar samstöðu með vina- og bandalagsþjóðum. Norðurlöndin standa saman að framboði til Öryggisráðsins og þar er kominn tími til að sjáist til Íslands. Á árunum 2011-12 var brugðist við stórtækum fyrirætlunum Huangs Nubo um jarðakaup í Þingeyjarsýslu, sem telja mátti að tengdust risahöfn í Þistilfirði á vegum ókunnra aðila. Þeirri vá var þó bægt frá í bili með reglugerð innanríkisráðherra, sem gerði útlendingum óheimilt að eignast hér fasteignir nema með fastri búsetu. Einmitt þetta tryggðu Danir sér með undanþágu í aðildarsamningi sínum að ESB. Engu að síður var reglugerðin felld úr gildi. Nú þarf að endurvekja þessa bráðnauðsynlegu – vital interest – ráðstöfun enda hefur þessi danska löggjöf beint fordæmisgildi fyrir okkur þegar um var að ræða ekki síður ríkar ástæður en sumarbústaðaásókn nágranna Dana á Jótlandi. Stórfelld jarðakaup breska billjónerans Jims Radcliffe vegna laxveiðiréttinda á Norðausturlandi vekja furðu og ugg fólks. Brask með landgæði hefur greinilega staðið um árabil ef 60 jarðir eru komnar í eigu erlendra fjárfesta. Forsætisráðherra hefur boðað birtingu stefnumörkunar á þessu sviði í haust en er ekki tilefni til bráðabirgðaráðstafana? Í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur öll áhersla verið lögð á framkvæmd EES-samningsins fremur en fulla aðild að Evrópusambandinu. Samningurinn tryggir frjálsan aðgang að mikilvægasta markaðssvæði okkar og er árangur langrar baráttu um viðskiptafrelsi samfara óskoruðum yfirráðum varðandi fiskimiðin. Komið hefur fram hávær andstaða gegn innleiðingu þriðja orkupakkans með fáránlegum málatilbúningi, sem stofnar sjálfri þátttökunni í EES í hættu. Þetta skal þó kveðið niður á sérstökum, stuttum fundi Alþingis í ágústlok.Höfundur er fyrrverandi sendiherra.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar