„Ég trúi því ekki að þingkonurnar fjórar séu þess megnugar að geta elskað landið okkar. Þær ættu að biðja Bandaríkin (og Ísrael) afsökunar vegna þeirra hræðilegu (og hatursfullu) hluta sem þær hafa sagt,“ sagði Trump í tísti sínu fyrr í dag.
Trump vakti mikla reiði fyrir viku síðan þegar hann tísti um að fjórar þingkonur Demókrataflokksins ættu að „fara aftur þangað sem þær komu frá upprunalega“ þrátt fyrir að þær séu allar bandarískir ríkisborgarar og þrjár þeirra séu fæddar í Bandaríkjunum.
Forsetinn hefur síðan tvíeflt árásir sínar á þingkonurnar sem hann sakar um að hata Bandaríkin og gyðinga.
Þingkonurnar sem um ræðir hafa verið mjög gagnrýnar á gjörðir Trumps í embætti, en ekki síður á störf sinnar eigin flokksforystu.
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem Demókratar eru nú í meirihluta, samþykkti ályktun á þriðjudag þar sem „kynþáttahatursfull ummæli“ forsetans voru sterklega fordæmd.
I don't believe the four Congresswomen are capable of loving our Country. They should apologize to America (and Israel) for the horrible (hateful) things they have said. They are destroying the Democrat Party, but are weak & insecure people who can never destroy our great Nation!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 21, 2019