Utanríkisráðherra Bretlands hvetur Íran til að láta af "ólöglegri“ hertöku Eiður Þór Árnason skrifar 20. júlí 2019 17:30 Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, hvatti í dag Íran til að láta af „ólöglegri“ hertöku ólíuskipsins Stena Impero sem siglir undir breskum fána. Mikill þungi er að færast í deilu Breta og Írana eftir að stjórnvöld í Íran hertóku olíuskipið Stena Impero í gær. Tuttugu og þriggja manna áhöfn er um borð í skipinu sem komin er til hafnar í Bandar Abbas í Íran. Skipið er í eigu sænska fyrirtækisins Stena Bulk en siglir undir breskum fána. Hunt segir að aðgerðir Írana veki upp alvarlegar spurningar um öryggi breskra og alþjóðlegra flutningaskipa sem sigli í gegnum Hormússund. Stjórnvöld í Tehran segja að skipið hafi siglt á fiskibát í Hormússundi og hafi áhöfn þess báts reynt að ná sambandi við skipstjóra olíuskipsins en án árangurs. Þá létu þeir hafnaryfirvöld í Bandar Abbas vita og í kjölfar þess fóru liðsmenn íranska byltingavarðarins um borð og yfirtóku skipið. Hunt vill hins vegar meina að hertaka Stena Impero sé svar íranskra stjórnvalda við aðgerðum í Gíbraltar þar sem för íransks olíuskips var stöðvuð fyrr í mánuðinum, en áhöfn þess var sökuð um að reyna að smygla olíu til Sýrlands sem teldist brot á efnahagslegum refsiaðgerðum Evrópusambandsins. Þjóðaröryggisráð Bretlands kom saman í gærkvöldi vegna málsins og sagði utanríkisráðherra landsins, Jeremy Hunt, í gærkvöldi að það komi til með að hafa alvarlega afleiðingar láti írönsk stjórnvöld ekki skipið laust. Hann hefur meðal annars rætt málið við starfsbróður sinn í Bandaríkjunum, Mike Pompeo. Bretland Íran Tengdar fréttir Upptökur af því þegar Íranir hertóku olíuflutningaskip birtar Mynd- og hljóðupptökur hafa komið fram frá því að íranski byltingarvörðurinn hertók flutningaskip sem siglir undir bresku flaggi á föstudag. 21. júlí 2019 08:01 Breska skipið komið til hafnar í Íran Utanríkisráðherra Bretlands segir að afleiðingarnir verði alvarlegar skili írönsk stjórnvöld ekki olíuskipi sem þeir hertóku í gær. 20. júlí 2019 08:22 Íranir hertóku tvö bresk olíuskip Utanríkisráðherra Bretlands hefur lýst yfir miklum áhyggjum eftir að Íranir hertóku tvö bresk olíuskip í Hormússundi í dag. 19. júlí 2019 21:22 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, hvatti í dag Íran til að láta af „ólöglegri“ hertöku ólíuskipsins Stena Impero sem siglir undir breskum fána. Mikill þungi er að færast í deilu Breta og Írana eftir að stjórnvöld í Íran hertóku olíuskipið Stena Impero í gær. Tuttugu og þriggja manna áhöfn er um borð í skipinu sem komin er til hafnar í Bandar Abbas í Íran. Skipið er í eigu sænska fyrirtækisins Stena Bulk en siglir undir breskum fána. Hunt segir að aðgerðir Írana veki upp alvarlegar spurningar um öryggi breskra og alþjóðlegra flutningaskipa sem sigli í gegnum Hormússund. Stjórnvöld í Tehran segja að skipið hafi siglt á fiskibát í Hormússundi og hafi áhöfn þess báts reynt að ná sambandi við skipstjóra olíuskipsins en án árangurs. Þá létu þeir hafnaryfirvöld í Bandar Abbas vita og í kjölfar þess fóru liðsmenn íranska byltingavarðarins um borð og yfirtóku skipið. Hunt vill hins vegar meina að hertaka Stena Impero sé svar íranskra stjórnvalda við aðgerðum í Gíbraltar þar sem för íransks olíuskips var stöðvuð fyrr í mánuðinum, en áhöfn þess var sökuð um að reyna að smygla olíu til Sýrlands sem teldist brot á efnahagslegum refsiaðgerðum Evrópusambandsins. Þjóðaröryggisráð Bretlands kom saman í gærkvöldi vegna málsins og sagði utanríkisráðherra landsins, Jeremy Hunt, í gærkvöldi að það komi til með að hafa alvarlega afleiðingar láti írönsk stjórnvöld ekki skipið laust. Hann hefur meðal annars rætt málið við starfsbróður sinn í Bandaríkjunum, Mike Pompeo.
Bretland Íran Tengdar fréttir Upptökur af því þegar Íranir hertóku olíuflutningaskip birtar Mynd- og hljóðupptökur hafa komið fram frá því að íranski byltingarvörðurinn hertók flutningaskip sem siglir undir bresku flaggi á föstudag. 21. júlí 2019 08:01 Breska skipið komið til hafnar í Íran Utanríkisráðherra Bretlands segir að afleiðingarnir verði alvarlegar skili írönsk stjórnvöld ekki olíuskipi sem þeir hertóku í gær. 20. júlí 2019 08:22 Íranir hertóku tvö bresk olíuskip Utanríkisráðherra Bretlands hefur lýst yfir miklum áhyggjum eftir að Íranir hertóku tvö bresk olíuskip í Hormússundi í dag. 19. júlí 2019 21:22 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Upptökur af því þegar Íranir hertóku olíuflutningaskip birtar Mynd- og hljóðupptökur hafa komið fram frá því að íranski byltingarvörðurinn hertók flutningaskip sem siglir undir bresku flaggi á föstudag. 21. júlí 2019 08:01
Breska skipið komið til hafnar í Íran Utanríkisráðherra Bretlands segir að afleiðingarnir verði alvarlegar skili írönsk stjórnvöld ekki olíuskipi sem þeir hertóku í gær. 20. júlí 2019 08:22
Íranir hertóku tvö bresk olíuskip Utanríkisráðherra Bretlands hefur lýst yfir miklum áhyggjum eftir að Íranir hertóku tvö bresk olíuskip í Hormússundi í dag. 19. júlí 2019 21:22