Fyrsta götubitakeppnin á Íslandi haldin á Miðbakkanum Elísabet Inga Sigurðardóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 20. júlí 2019 13:37 Matarvagnar á Miðbakka. Facebook/Reykjavik Street Food Fyrsta götubitahátíðin á Íslandi fer fram um helgina. Samhliða hátíðinni munu matarvagnar keppa um besta götubitann en sigurvegarinn mun keppa fyrir Íslands hönd í European Streetfood Awards sem haldin verður í Svíþjóð í lok september. Hátíðin fer fram á Miðbakkanum um helgina. Þar eru saman komnir helstu matarvagnar landsins ásamt söluaðilum sem selja götubita í gámum, vögnum eða tjöldum. „Samhliða henni erum við að halda fyrstu götubitakeppnina, það er í samstarfi við EuropeanStreetfood Awards. Hér eru 20 söluaðilar sem eru í vögnum, gámum og öðru slíku sem eru að selja götubita og við erum við sérstaka dómnefnd sem tekur út alla söluaðila og þeir munu velja besta götubitann og sá aðili sem ber sigur úr bítum fer og keppir fyrir Íslands hönd á ESA.“ Á götubitahátíðinni má finna allt frá pulsum yfir í humar. „Svo erum við með tvo bari, kokteilbar, við erum með gullvagninn sem er víking brugghús og bara almenn stemning.“ Þá segir hann sólarvörn staðalbúnað á Miðbakka í dag. „Núna er bara blankalogn og sól, það er algjör steik þannig að það þarf að koma bara á stuttermabolnum.“ Næsta sumar er markmiðið að hátíðin heimsæki helstu hverfi Reykjavíkur. „Í fyrra þá prófuðum við okkur aðeins áfram í Skeifunni en okkur hreinlega rigndi niður þar, ég held að við höfum fengið tvo sólardaga. En við gáfumst ekkert upp og planið er að næsta sumar tökum við helstu hverfin í Reykjavík og endum svo hér á Miðbakkanum og verðum aðeins lengur. Þannig að við erum bara rétt að byrja,“ sagði Róbert Aron Magnússon, framkvæmdarstjóri Reykjavík Street Food. Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Fyrsta götubitahátíðin á Íslandi fer fram um helgina. Samhliða hátíðinni munu matarvagnar keppa um besta götubitann en sigurvegarinn mun keppa fyrir Íslands hönd í European Streetfood Awards sem haldin verður í Svíþjóð í lok september. Hátíðin fer fram á Miðbakkanum um helgina. Þar eru saman komnir helstu matarvagnar landsins ásamt söluaðilum sem selja götubita í gámum, vögnum eða tjöldum. „Samhliða henni erum við að halda fyrstu götubitakeppnina, það er í samstarfi við EuropeanStreetfood Awards. Hér eru 20 söluaðilar sem eru í vögnum, gámum og öðru slíku sem eru að selja götubita og við erum við sérstaka dómnefnd sem tekur út alla söluaðila og þeir munu velja besta götubitann og sá aðili sem ber sigur úr bítum fer og keppir fyrir Íslands hönd á ESA.“ Á götubitahátíðinni má finna allt frá pulsum yfir í humar. „Svo erum við með tvo bari, kokteilbar, við erum með gullvagninn sem er víking brugghús og bara almenn stemning.“ Þá segir hann sólarvörn staðalbúnað á Miðbakka í dag. „Núna er bara blankalogn og sól, það er algjör steik þannig að það þarf að koma bara á stuttermabolnum.“ Næsta sumar er markmiðið að hátíðin heimsæki helstu hverfi Reykjavíkur. „Í fyrra þá prófuðum við okkur aðeins áfram í Skeifunni en okkur hreinlega rigndi niður þar, ég held að við höfum fengið tvo sólardaga. En við gáfumst ekkert upp og planið er að næsta sumar tökum við helstu hverfin í Reykjavík og endum svo hér á Miðbakkanum og verðum aðeins lengur. Þannig að við erum bara rétt að byrja,“ sagði Róbert Aron Magnússon, framkvæmdarstjóri Reykjavík Street Food.
Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira