Lífskjaraflótti Óttar Guðmundsson skrifar 20. júlí 2019 08:00 Samkvæmt upplýsingum Þjóðskrár eru 47.278 Íslendingar búsettir erlendis. Þetta er um 15% þjóðarinnar sem er gríðarlega hátt hlutfall fyrir svo fámenna þjóð. Fjölmargir til viðbótar dveljast erlendis yfir vetrartímann. Flestir eru svokallaðir lífskjaraflóttamenn sem leita til útlanda til að bæta kjör sín og lífsafkomu. Fjölmiðlar hafa dálæti á þessum brottfluttu Íslendingum. Reglulega birtast viðtöl við öryrkja og ellilífeyrisþega og aðra sem segjast lifa ágætu lífi erlendis en vart skrimta af sama fé á Íslandi. Þetta fólk fer hörðum orðum um vaxtastig, verðlag og efnahagslegan óstöðugleika á Íslandi. Það vekur athygli að langflestir lífskjaraflóttamenn flytjast til landa ESB og Noregs þar sem velsæld virðist mest í heiminum. Á sama tíma er rekinn gegndarlaus áróður gegn ESB. Margir málsmetandi stjórnmálamenn finna ESB allt til foráttu og vilja slíta öllu Evrópusamstarfi. Það hlýtur að vera markmið allra að lífskjör á Íslandi séu sambærileg við það besta í Evrópu. Þegar gamlir taglhnýtingar Sovétríkjanna fengu sjálfstæði eftir lok kalda stríðsins 1990 flýttu menn sér að ganga í ESB til að bæta lífskjör almennings og koma í veg fyrir fólksflótta. Íslenskir stjórnmálamenn virðast hins vegar einir telja að lífskjörin muni batna ef þeir segja skilið við evrópska efnahagssvæðið. Í gamla Austur-Þýskalandi var talað um að fólk kysi með fótunum. Lýsti yfir stuðningi við stjórnvöld en flýði svo til vesturs þegar tækifæri gæfist. Sama er uppi á teningnum hérlendis. Íslenskir stjórnmálamenn eru kokhraustir og bölva ESB af öllum kröftum meðan þjóðin kýs með fótunum og velur að búa í löndum ESB um lengri og skemmri tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum Þjóðskrár eru 47.278 Íslendingar búsettir erlendis. Þetta er um 15% þjóðarinnar sem er gríðarlega hátt hlutfall fyrir svo fámenna þjóð. Fjölmargir til viðbótar dveljast erlendis yfir vetrartímann. Flestir eru svokallaðir lífskjaraflóttamenn sem leita til útlanda til að bæta kjör sín og lífsafkomu. Fjölmiðlar hafa dálæti á þessum brottfluttu Íslendingum. Reglulega birtast viðtöl við öryrkja og ellilífeyrisþega og aðra sem segjast lifa ágætu lífi erlendis en vart skrimta af sama fé á Íslandi. Þetta fólk fer hörðum orðum um vaxtastig, verðlag og efnahagslegan óstöðugleika á Íslandi. Það vekur athygli að langflestir lífskjaraflóttamenn flytjast til landa ESB og Noregs þar sem velsæld virðist mest í heiminum. Á sama tíma er rekinn gegndarlaus áróður gegn ESB. Margir málsmetandi stjórnmálamenn finna ESB allt til foráttu og vilja slíta öllu Evrópusamstarfi. Það hlýtur að vera markmið allra að lífskjör á Íslandi séu sambærileg við það besta í Evrópu. Þegar gamlir taglhnýtingar Sovétríkjanna fengu sjálfstæði eftir lok kalda stríðsins 1990 flýttu menn sér að ganga í ESB til að bæta lífskjör almennings og koma í veg fyrir fólksflótta. Íslenskir stjórnmálamenn virðast hins vegar einir telja að lífskjörin muni batna ef þeir segja skilið við evrópska efnahagssvæðið. Í gamla Austur-Þýskalandi var talað um að fólk kysi með fótunum. Lýsti yfir stuðningi við stjórnvöld en flýði svo til vesturs þegar tækifæri gæfist. Sama er uppi á teningnum hérlendis. Íslenskir stjórnmálamenn eru kokhraustir og bölva ESB af öllum kröftum meðan þjóðin kýs með fótunum og velur að búa í löndum ESB um lengri og skemmri tíma.
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar