Bjarni og eistun Sif Sigmarsdóttir skrifar 20. júlí 2019 07:45 Í ekki-fréttum er þetta helst: Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var kjörinn varaformaður bankaráðs Asíska innviðafjárfestingarbankans um síðustu helgi. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, velti vöngum yfir því hvort slíkt samrýmdist siðareglum ráðherra. Bjarni brást ókvæða við: „Það er með miklum ólíkindum að sjá vangaveltur um brot á siðareglum ráðherra af þessu tilefni. Það vantar bara að menn segist hafa um það rökstuddan grun.“ Ekki alltaf klúryrði Laugardaginn 5. nóvember árið 1977 kom lögreglukona auga á plötu hljómsveitarinnar Sex Pistols í glugga Virgin hljómplötuverslunar í Nottingham á Englandi. Lögreglukonan gekk inn í búðina og gerði verslunarstjóranum að fjarlægja plötuna „Never mind the bollocks“ úr glugganum. Hún hélt því fram að orðið „bollocks“ í titlinum, sem útleggst sem eistu á íslensku, bryti í bága við lög um ósiðlegar auglýsingar frá árinu 1899. Verslunarstjórinn hlýddi en stillti plötunni út á ný þegar lögreglukonan var farin. Lögreglukonan sneri aftur með liðsauka og verslunarstjórinn var handtekinn. Málið var tekið fyrir í sakadómi Nottingham þremur vikum síðar. Stjörnulögmaðurinn John Mortimer var verjandi verslunarstjórans og fylgdust fjölmiðlar með málinu af ákafa. Í vörn sinni færði Mortimer rök fyrir því að það væru alls ekki dónar sem hefðu einkarétt á notkun orðsins „bollocks“. Orðið ætti sér langa sögu, bæri mismunandi merkingu eftir samhengi og væri ekki alltaf klúryrði. Deildarstjóri enskudeildar Háskólans í Nottingham bar vitni fyrir dómnum. Sagði hann að um árið 1000 hefði „bollocks“ verið notað um litla hringlaga hluti. Í fornensku hefði orðið verið notað yfir presta sem töluðu tóma vitleysu. Það væri í merkingunni „vitleysa“ sem orðið væri notað á plötuumslagi Sex Pistols en rík hefð væri fyrir slíkri notkun í almennu máli. „Í hvers konar landi búum við ef stjórnmálamaður heimsækir Nottingham, talar yfir hópi fólks í miðbænum og einhver hrópar „bollocks“?“ spurði John Mortimer í dómssal. „Viljum við að viðkomandi sé handtekinn eða viljum við búa í landi þar sem við megum vera stolt af engilsaxneskri tungu okkar? Viljum við að tungumálið sé vasklegt og þróttmikið eða útþynnt og aumt?“ Rökstuddur grunur Eins og frægt er orðið komst siðanefnd Alþingis að þeirri niðurstöðu að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hefði brotið siðareglur þingsins þegar hún notaði orðalagið „rökstuddur grunur“ í tengslum við ásakanir um að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefði dregið sér fé í formi aksturskostnaðar. Jón Ólafsson, heimspekingur og prófessor við Háskóla Íslands sem fór fyrir starfshópi ríkisstjórnarinnar um eflingu trausts á stjórnmálum, gagnrýndi siðanefnd Alþingis fyrir að hafa túlkað orðalag Þórhildar Sunnu með einstrengingslegum hætti. „Siðanefnd Alþingis kýs að skilja orðin „rökstuddur grunur“ svo, að þau hljóti að hafa þá tilteknu lögfræðilegu merkingu.“ Jón bætti við: „En lögfræðileg merking þessa orðasambands trompar alls ekki hversdagslega merkingu orðanna rök og grunur í pólitískum umræðum.“ Árið 1977 hafnaði sakadómur Nottingham einstrengingslegri túlkun lögfræðinga á orðinu „bollocks“. Verslunarstjóri hljómplötuverslunarinnar var sýknaður af öllum ákæruliðum. Tungumál eru lifandi. Þau taka stöðugum breytingum. Með ummælum sínum í vikunni innsiglaði Bjarni Benediktsson – með skætingi – tangarhald lögfræðinga á orðasambandinu „rökstuddur grunur“. Það er firra að ætla að lögfræðingar eigi einir orðasamband sem hefur skýra merkingu í almennu tali. „Rökstuddur grunur“ þýðir einfaldlega að einhver telji sig hafa vísbendingar fyrir einhverju. Ég fullyrði því hér með að „rökstuddur grunur“ sé um að röklaus veruleikinn inni á hinu háa Alþingi Íslendinga sé ríkisstyrktur farsi, innblásinn af leikhúsi fáránleikans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Í ekki-fréttum er þetta helst: Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var kjörinn varaformaður bankaráðs Asíska innviðafjárfestingarbankans um síðustu helgi. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, velti vöngum yfir því hvort slíkt samrýmdist siðareglum ráðherra. Bjarni brást ókvæða við: „Það er með miklum ólíkindum að sjá vangaveltur um brot á siðareglum ráðherra af þessu tilefni. Það vantar bara að menn segist hafa um það rökstuddan grun.“ Ekki alltaf klúryrði Laugardaginn 5. nóvember árið 1977 kom lögreglukona auga á plötu hljómsveitarinnar Sex Pistols í glugga Virgin hljómplötuverslunar í Nottingham á Englandi. Lögreglukonan gekk inn í búðina og gerði verslunarstjóranum að fjarlægja plötuna „Never mind the bollocks“ úr glugganum. Hún hélt því fram að orðið „bollocks“ í titlinum, sem útleggst sem eistu á íslensku, bryti í bága við lög um ósiðlegar auglýsingar frá árinu 1899. Verslunarstjórinn hlýddi en stillti plötunni út á ný þegar lögreglukonan var farin. Lögreglukonan sneri aftur með liðsauka og verslunarstjórinn var handtekinn. Málið var tekið fyrir í sakadómi Nottingham þremur vikum síðar. Stjörnulögmaðurinn John Mortimer var verjandi verslunarstjórans og fylgdust fjölmiðlar með málinu af ákafa. Í vörn sinni færði Mortimer rök fyrir því að það væru alls ekki dónar sem hefðu einkarétt á notkun orðsins „bollocks“. Orðið ætti sér langa sögu, bæri mismunandi merkingu eftir samhengi og væri ekki alltaf klúryrði. Deildarstjóri enskudeildar Háskólans í Nottingham bar vitni fyrir dómnum. Sagði hann að um árið 1000 hefði „bollocks“ verið notað um litla hringlaga hluti. Í fornensku hefði orðið verið notað yfir presta sem töluðu tóma vitleysu. Það væri í merkingunni „vitleysa“ sem orðið væri notað á plötuumslagi Sex Pistols en rík hefð væri fyrir slíkri notkun í almennu máli. „Í hvers konar landi búum við ef stjórnmálamaður heimsækir Nottingham, talar yfir hópi fólks í miðbænum og einhver hrópar „bollocks“?“ spurði John Mortimer í dómssal. „Viljum við að viðkomandi sé handtekinn eða viljum við búa í landi þar sem við megum vera stolt af engilsaxneskri tungu okkar? Viljum við að tungumálið sé vasklegt og þróttmikið eða útþynnt og aumt?“ Rökstuddur grunur Eins og frægt er orðið komst siðanefnd Alþingis að þeirri niðurstöðu að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hefði brotið siðareglur þingsins þegar hún notaði orðalagið „rökstuddur grunur“ í tengslum við ásakanir um að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefði dregið sér fé í formi aksturskostnaðar. Jón Ólafsson, heimspekingur og prófessor við Háskóla Íslands sem fór fyrir starfshópi ríkisstjórnarinnar um eflingu trausts á stjórnmálum, gagnrýndi siðanefnd Alþingis fyrir að hafa túlkað orðalag Þórhildar Sunnu með einstrengingslegum hætti. „Siðanefnd Alþingis kýs að skilja orðin „rökstuddur grunur“ svo, að þau hljóti að hafa þá tilteknu lögfræðilegu merkingu.“ Jón bætti við: „En lögfræðileg merking þessa orðasambands trompar alls ekki hversdagslega merkingu orðanna rök og grunur í pólitískum umræðum.“ Árið 1977 hafnaði sakadómur Nottingham einstrengingslegri túlkun lögfræðinga á orðinu „bollocks“. Verslunarstjóri hljómplötuverslunarinnar var sýknaður af öllum ákæruliðum. Tungumál eru lifandi. Þau taka stöðugum breytingum. Með ummælum sínum í vikunni innsiglaði Bjarni Benediktsson – með skætingi – tangarhald lögfræðinga á orðasambandinu „rökstuddur grunur“. Það er firra að ætla að lögfræðingar eigi einir orðasamband sem hefur skýra merkingu í almennu tali. „Rökstuddur grunur“ þýðir einfaldlega að einhver telji sig hafa vísbendingar fyrir einhverju. Ég fullyrði því hér með að „rökstuddur grunur“ sé um að röklaus veruleikinn inni á hinu háa Alþingi Íslendinga sé ríkisstyrktur farsi, innblásinn af leikhúsi fáránleikans.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun