Forstjóri segir einfalt að réttlæta ákvarðanir Sighvatur Arnmundsson skrifar 20. júlí 2019 07:15 Airbus-þota ALC yfirgefur Keflavíkurflugvöll í gær. Fréttablaðið/Anton Brink Ákveðin kaflaskil hafa orðið með því að vél ALC er farin úr landi að sögn forstjóra Isavia. Staðan til að innheimta skuld WOW hafi versnað. Hægt sé að draga lærdóm af málinu en ekki sé hægt að kalla einstaklinga til sérstakrar ábyrgðar. „Þetta eru ákveðin kaflaskil þegar vélin fer frá Íslandi. Það breytir náttúrulega stöðunni talsvert,“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, en Airbus-þota bandaríska félagsins ALC hélt af landi brott í gær. Vélin hafði þá verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli frá því í lok mars sem trygging fyrir ógreiddum skuldum WOW við Isavia upp á um tvo milljarða króna. Sveinbjörn segir stöðu Isavia til að innheimta skuldina eiga eftir að skýrast en hún hafi veikst. „Þá stöndum við bara frammi fyrir því að þurfa að afskrifa þessa fjármuni. Það mun ekki hafa einhver afgerandi áhrif á rekstur Isavia til framtíðar. Við stöndum fjárhagslega mjög vel og þolum það vel að afskrifa þessa fjármuni,“ segir Sveinbjörn. Vissulega sé um risastóra upphæð að ræða en það skipti miklu máli að þarna sé ekki um fjármuni að ræða sem Isavia þurfi að reiða fram heldur einfaldlega tekjur sem ekki náist að innheimta. Ekki megi heldur gleyma því að á síðustu níu mánuðunum í lífi WOW sem oft séu kallaðir hinir krítísku mánuðir hafi Isavia haft óflugtengdar tekjur af farþegum WOW. „Við erum búin að reikna það út að það eru líka tveir milljarðar. Það skilar sér inn á bankareikninginn.“ Aðspurður segir Sveinbjörn að hægt sé að draga lærdóma af málinu. „Ég efast um það að við munum nokkurn tímann aftur fara með vanskil upp í þessa tölu. Ég held líka að við munum ekki aftur láta líða svona langan tíma þangað til við grípum inn í.“ Sveinbjörn segir að miðað við þær upplýsingar sem legið hafi fyrir á hverjum tíma myndi hann taka sömu ákvörðun aftur. „Það þarf að setja allt þetta mál í stærra samhengi. Þetta er ofboðslega langur tími sem líður frá því að WOW air byrjar sitt fjármögnunarverkefni þangað til félagið fer endanlega á hliðina.“ Allar ákvarðanir hafi verið teknar með upplýstum hætti og verið viðskiptalegs eðlis. „Við sjáum bara áhrifin hérna þegar WOW air fellur. Það er mjög einfalt fyrir okkur að réttlæta það að þessar ákvarðanir voru viðskiptalega réttar.“ Það hafi verið margir kröfuhafar í kringum WOW sem hafi einhvern veginn verið samstiga um það að verða ekki þúfan sem velti hlassinu. Sveinbjörn tók við starfi forstjóra Isavia fyrir rúmum mánuði. Þá hafði hann gegnt starfinu tímabundið ásamt Elínu Árnadóttur aðstoðarforstjóra frá því að Björn Óli Hauksson lét af störfum um miðjan apríl. Áður var Sveinbjörn framkvæmdastjóri fjármálasviðs Isavia. „Ég ætla alls ekkert að skafa utan af því að ég var upp fyrir haus í öllum þessum ákvörðunum frá a til ö. Ég held alls ekki að það sé hægt að kalla einhvern einn eða einhverja hópa til einhverrar sérstakrar ábyrgðar. Ég tel enn þá að við höfum verið réttu megin við strikið.“ Birtist í Fréttablaðinu Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Forstjórinn segir hald sem Isavia hafði vegna skuldar WOW air flogið í burtu Forstjóri Isavia segir að það hald sem félagið hafði vegna tveggja milljarða króna skuldar WOW air hafi flogið í burtu í morgun þegar flugvél ALC leigusalans yfirgaf Ísland. Mikilvægt sé að Landsréttur taki til meðferðar kæru Isavia vegna úrskurðar héraðsdóms í vikunni um að eigandinn fengi vélina sína afhenta á ný. 19. júlí 2019 19:00 Trygging Isavia fyrir skuldum WOW air farin Trygging sem Isavia hafði fyrir skuldum WOW air er farin af landi brott eftir að farþegaþota bandarísku flugvélaleigunnar ALC sem Isavia kyrrsetti fór frá Keflavíkurflugvelli í morgun. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að málinu sé ekki lokið, það verði áfram rekið fyrir dómstólum. 19. júlí 2019 12:00 Tjón ALC vegna kyrrsetningar á annað hundrað milljónir króna Flugvél ALC sem fór af landi brott í morgun er stefnt til Ljubljana í Slóveníu þar sem leigufélagið er með aðstöðu til að vera með þotur í viðhaldi. 19. júlí 2019 11:00 Þota ALC farin af landi brott Þotan sem Isavia kyrrsetti í mars og hefur verið miðpunktur dómsmála síðustu mánuði yfirgaf Keflavíkurflugvöll í morgun. 19. júlí 2019 09:54 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Ákveðin kaflaskil hafa orðið með því að vél ALC er farin úr landi að sögn forstjóra Isavia. Staðan til að innheimta skuld WOW hafi versnað. Hægt sé að draga lærdóm af málinu en ekki sé hægt að kalla einstaklinga til sérstakrar ábyrgðar. „Þetta eru ákveðin kaflaskil þegar vélin fer frá Íslandi. Það breytir náttúrulega stöðunni talsvert,“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia, en Airbus-þota bandaríska félagsins ALC hélt af landi brott í gær. Vélin hafði þá verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli frá því í lok mars sem trygging fyrir ógreiddum skuldum WOW við Isavia upp á um tvo milljarða króna. Sveinbjörn segir stöðu Isavia til að innheimta skuldina eiga eftir að skýrast en hún hafi veikst. „Þá stöndum við bara frammi fyrir því að þurfa að afskrifa þessa fjármuni. Það mun ekki hafa einhver afgerandi áhrif á rekstur Isavia til framtíðar. Við stöndum fjárhagslega mjög vel og þolum það vel að afskrifa þessa fjármuni,“ segir Sveinbjörn. Vissulega sé um risastóra upphæð að ræða en það skipti miklu máli að þarna sé ekki um fjármuni að ræða sem Isavia þurfi að reiða fram heldur einfaldlega tekjur sem ekki náist að innheimta. Ekki megi heldur gleyma því að á síðustu níu mánuðunum í lífi WOW sem oft séu kallaðir hinir krítísku mánuðir hafi Isavia haft óflugtengdar tekjur af farþegum WOW. „Við erum búin að reikna það út að það eru líka tveir milljarðar. Það skilar sér inn á bankareikninginn.“ Aðspurður segir Sveinbjörn að hægt sé að draga lærdóma af málinu. „Ég efast um það að við munum nokkurn tímann aftur fara með vanskil upp í þessa tölu. Ég held líka að við munum ekki aftur láta líða svona langan tíma þangað til við grípum inn í.“ Sveinbjörn segir að miðað við þær upplýsingar sem legið hafi fyrir á hverjum tíma myndi hann taka sömu ákvörðun aftur. „Það þarf að setja allt þetta mál í stærra samhengi. Þetta er ofboðslega langur tími sem líður frá því að WOW air byrjar sitt fjármögnunarverkefni þangað til félagið fer endanlega á hliðina.“ Allar ákvarðanir hafi verið teknar með upplýstum hætti og verið viðskiptalegs eðlis. „Við sjáum bara áhrifin hérna þegar WOW air fellur. Það er mjög einfalt fyrir okkur að réttlæta það að þessar ákvarðanir voru viðskiptalega réttar.“ Það hafi verið margir kröfuhafar í kringum WOW sem hafi einhvern veginn verið samstiga um það að verða ekki þúfan sem velti hlassinu. Sveinbjörn tók við starfi forstjóra Isavia fyrir rúmum mánuði. Þá hafði hann gegnt starfinu tímabundið ásamt Elínu Árnadóttur aðstoðarforstjóra frá því að Björn Óli Hauksson lét af störfum um miðjan apríl. Áður var Sveinbjörn framkvæmdastjóri fjármálasviðs Isavia. „Ég ætla alls ekkert að skafa utan af því að ég var upp fyrir haus í öllum þessum ákvörðunum frá a til ö. Ég held alls ekki að það sé hægt að kalla einhvern einn eða einhverja hópa til einhverrar sérstakrar ábyrgðar. Ég tel enn þá að við höfum verið réttu megin við strikið.“
Birtist í Fréttablaðinu Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Forstjórinn segir hald sem Isavia hafði vegna skuldar WOW air flogið í burtu Forstjóri Isavia segir að það hald sem félagið hafði vegna tveggja milljarða króna skuldar WOW air hafi flogið í burtu í morgun þegar flugvél ALC leigusalans yfirgaf Ísland. Mikilvægt sé að Landsréttur taki til meðferðar kæru Isavia vegna úrskurðar héraðsdóms í vikunni um að eigandinn fengi vélina sína afhenta á ný. 19. júlí 2019 19:00 Trygging Isavia fyrir skuldum WOW air farin Trygging sem Isavia hafði fyrir skuldum WOW air er farin af landi brott eftir að farþegaþota bandarísku flugvélaleigunnar ALC sem Isavia kyrrsetti fór frá Keflavíkurflugvelli í morgun. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að málinu sé ekki lokið, það verði áfram rekið fyrir dómstólum. 19. júlí 2019 12:00 Tjón ALC vegna kyrrsetningar á annað hundrað milljónir króna Flugvél ALC sem fór af landi brott í morgun er stefnt til Ljubljana í Slóveníu þar sem leigufélagið er með aðstöðu til að vera með þotur í viðhaldi. 19. júlí 2019 11:00 Þota ALC farin af landi brott Þotan sem Isavia kyrrsetti í mars og hefur verið miðpunktur dómsmála síðustu mánuði yfirgaf Keflavíkurflugvöll í morgun. 19. júlí 2019 09:54 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Forstjórinn segir hald sem Isavia hafði vegna skuldar WOW air flogið í burtu Forstjóri Isavia segir að það hald sem félagið hafði vegna tveggja milljarða króna skuldar WOW air hafi flogið í burtu í morgun þegar flugvél ALC leigusalans yfirgaf Ísland. Mikilvægt sé að Landsréttur taki til meðferðar kæru Isavia vegna úrskurðar héraðsdóms í vikunni um að eigandinn fengi vélina sína afhenta á ný. 19. júlí 2019 19:00
Trygging Isavia fyrir skuldum WOW air farin Trygging sem Isavia hafði fyrir skuldum WOW air er farin af landi brott eftir að farþegaþota bandarísku flugvélaleigunnar ALC sem Isavia kyrrsetti fór frá Keflavíkurflugvelli í morgun. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að málinu sé ekki lokið, það verði áfram rekið fyrir dómstólum. 19. júlí 2019 12:00
Tjón ALC vegna kyrrsetningar á annað hundrað milljónir króna Flugvél ALC sem fór af landi brott í morgun er stefnt til Ljubljana í Slóveníu þar sem leigufélagið er með aðstöðu til að vera með þotur í viðhaldi. 19. júlí 2019 11:00
Þota ALC farin af landi brott Þotan sem Isavia kyrrsetti í mars og hefur verið miðpunktur dómsmála síðustu mánuði yfirgaf Keflavíkurflugvöll í morgun. 19. júlí 2019 09:54