Tólf þúsund börn myrt eða alvarlega særð í átökum á síðasta ári Heimsljós kynnir 31. júlí 2019 11:30 UNICEF/Ashley Gilbertson Aldrei í sögunni hafa fleiri börn tekið þátt í vopnuðum átökum eins og á síðasta ári og aldrei fyrr hafa jafn mörg börn fallið eða verið alvarlega særð í átökum frá því Sameinuðu þjóðirnar hófu skráningu á slíkum ofbeldisverkum. Samkvæmt nýrri skýrslu voru rúmlega 12 þúsund börn ýmist myrt og lífshættulega særð á síðasta ári. Árleg skýrsla aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um börn og vopnuð átök kom út í gær og nær til tuttugu átakasvæða í heiminum. António Guterres segir gróf ofbeldisverk gagnvart börnum vera svívirðileg. Í skýrslunni kemur fram að börnum sé áfram beitt í bardögum, einkanlega í Sómalíu, Nígeríu og Sýrlandi. Alls voru um sjö þúsund börn sett í fremstu víglínu átaka í heiminum á síðasta ári. Börnum var einnig rænt og þau beitt kynferðisofbeldi. Langflest tilvik um misnotkun eru frá Sómalíu, um 2.500. Tilkynnt var um 933 tilvik kynferðislegs ofbeldis gagnvart drengjum og stúlkum, en skýrsluhöfundar telja að tölurnar séu til muna hærri því margir veigri sér við að tilkynna slíka glæpi af ótta við hefndaraðgerðir. Fram kemur í skýrslunni á árásum á skóla og sjúkrahús hafi fækkað en þó aukist á ákveðnum átakasvæðum eins og í Afganistan og Sýrlandi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent
Aldrei í sögunni hafa fleiri börn tekið þátt í vopnuðum átökum eins og á síðasta ári og aldrei fyrr hafa jafn mörg börn fallið eða verið alvarlega særð í átökum frá því Sameinuðu þjóðirnar hófu skráningu á slíkum ofbeldisverkum. Samkvæmt nýrri skýrslu voru rúmlega 12 þúsund börn ýmist myrt og lífshættulega særð á síðasta ári. Árleg skýrsla aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um börn og vopnuð átök kom út í gær og nær til tuttugu átakasvæða í heiminum. António Guterres segir gróf ofbeldisverk gagnvart börnum vera svívirðileg. Í skýrslunni kemur fram að börnum sé áfram beitt í bardögum, einkanlega í Sómalíu, Nígeríu og Sýrlandi. Alls voru um sjö þúsund börn sett í fremstu víglínu átaka í heiminum á síðasta ári. Börnum var einnig rænt og þau beitt kynferðisofbeldi. Langflest tilvik um misnotkun eru frá Sómalíu, um 2.500. Tilkynnt var um 933 tilvik kynferðislegs ofbeldis gagnvart drengjum og stúlkum, en skýrsluhöfundar telja að tölurnar séu til muna hærri því margir veigri sér við að tilkynna slíka glæpi af ótta við hefndaraðgerðir. Fram kemur í skýrslunni á árásum á skóla og sjúkrahús hafi fækkað en þó aukist á ákveðnum átakasvæðum eins og í Afganistan og Sýrlandi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Óviss hvort eiginmaðurinn sé á lífi en ætlar ekki að gefast upp Innlent Flúði land vegna ofbeldis Jóns stóra Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ekki slaufunarflokkur“ Innlent Harris og Trump hnífjöfn viku fyrir kosningar Innlent Þau skipa lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmunum Innlent Framhaldsskólar taki ekki tillit til verkfallsbarna Innlent Fimm börn alvarlega veik á gjörgæslu vegna E.coli sýkingar Innlent Vannærð og veik af áfengisneyslu eftir vetursetu í Evrópu Innlent Í blóma lífsins þegar hann lést í Fnjóská Innlent