Trump segist vilja hemja „tryllta“ leyniþjónustu Kjartan Kjartansson skrifar 31. júlí 2019 09:38 Trump ræddi um leyniþjónustuna eftir að hann kom aftur til Hvíta hússins eftir stutta heimsókn til Virginíu í gær. Vísir/EPA Nýr yfirmaður leyniþjónustu Bandaríkjanna getur haldið „trylltum“ leyniþjónustunum í skefjum, að sögn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Tilnefning Trump á þingmanni repúblikana með enga reynslu af leyniþjónustumálum hefur hlotið dræmar viðtökur til þessa. Trump tilkynnti í vikunni að Dan Coats, yfirmaður leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna, ætlaði að segja af sér í þessum mánuði. Í stað hans tilnefndi forsetinn John Ratcliffe, fulltrúadeildarþingmann repúblikana frá Texas, sem hefur verið einarður málsvari Trump. Demókratar og fyrrverandi leyniþjónustumenn halda því fram að Ratcliffe sé ekki hæfur til starfsins og að hann muni aðeins segja Trump forseta það sem hann vill heyra. Þingmenn repúblikana hafa ekki tekið tilnefningunni með miklum áhuga heldur, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fréttamenn spurðu Trump út í val hans á Ratcliffe við Hvíta húsið í gær. Hét Trump því að Ratcliffe stæði sig „ótrúlega vel“ ef öldungadeild staðfesti tilnefninguna. „Ég held að við þurfum einhvern þannig þangað inn. Við þurfum einhvern sterkan til að hafa hemil á þeim. Vegna þess, eins og ég held að þið hafið öll komist að, þá hafa leyniþjónustustofnanirnar gengið berserksgang. Þær eru trylltar,“ sagði forsetinn um eigin leyniþjónustustofnanir. Hélt forsetinn því ennfremur fram að honum hafi ekki verið illa við Coats, fráfarandi yfirmann leyniþjónustumála. „Dan setti fram yfirlýsingar sem voru svolítið ruglingslegar,“ sagði Trump. Álit leyniþjónustunnar í tíð Coats gekk oft þvert á yfirlýsingar forsetans, þar á meðal um kjarnorkutilraunir Norður-Kóreu, Ríki íslams í Sýrlandi og kjarnorkuáætlun Írans. Sem forseti hefur Trump ítrekað gert lítið úr störfum bandarísku leyniþjónustunnar. Hann hefur þráast við að samþykkja álit þeirra að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 með það fyrir augum að hjálpa honum. Tók Trump þannig upp málstað Vladímírs Pútín Rússlandsforseta og gegn leyniþjónustunni á umdeildum fundi þeirra í Helsinki í fyrra. Ratcliffe hefur í málsvörn sinni fyrir Trump haldið því fram að engar vísbendingar séu um afskipti Rússa, sakað alríkislögregluna FBI um að reka hlutdrægar rannsóknir gegn forsetanum og tekið undir rakalausar fullyrðingar hans um að ríkisstjórn Baracks Obama fyrrverandi forseta hafi njósnað um framboð Trump. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Yfirmaður leyniþjónustunnar hættir og Trump tilnefnir bandamann Samskipti Trump forseta og Dan Coats, leyniþjónustustjóra, hafa lengi verið stirð. Coats hefur verið tilbúinn að lýsa mati leyniþjónustunnar þó að það stangist á við orð forsetans. 29. júlí 2019 10:03 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Nýr yfirmaður leyniþjónustu Bandaríkjanna getur haldið „trylltum“ leyniþjónustunum í skefjum, að sögn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Tilnefning Trump á þingmanni repúblikana með enga reynslu af leyniþjónustumálum hefur hlotið dræmar viðtökur til þessa. Trump tilkynnti í vikunni að Dan Coats, yfirmaður leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna, ætlaði að segja af sér í þessum mánuði. Í stað hans tilnefndi forsetinn John Ratcliffe, fulltrúadeildarþingmann repúblikana frá Texas, sem hefur verið einarður málsvari Trump. Demókratar og fyrrverandi leyniþjónustumenn halda því fram að Ratcliffe sé ekki hæfur til starfsins og að hann muni aðeins segja Trump forseta það sem hann vill heyra. Þingmenn repúblikana hafa ekki tekið tilnefningunni með miklum áhuga heldur, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fréttamenn spurðu Trump út í val hans á Ratcliffe við Hvíta húsið í gær. Hét Trump því að Ratcliffe stæði sig „ótrúlega vel“ ef öldungadeild staðfesti tilnefninguna. „Ég held að við þurfum einhvern þannig þangað inn. Við þurfum einhvern sterkan til að hafa hemil á þeim. Vegna þess, eins og ég held að þið hafið öll komist að, þá hafa leyniþjónustustofnanirnar gengið berserksgang. Þær eru trylltar,“ sagði forsetinn um eigin leyniþjónustustofnanir. Hélt forsetinn því ennfremur fram að honum hafi ekki verið illa við Coats, fráfarandi yfirmann leyniþjónustumála. „Dan setti fram yfirlýsingar sem voru svolítið ruglingslegar,“ sagði Trump. Álit leyniþjónustunnar í tíð Coats gekk oft þvert á yfirlýsingar forsetans, þar á meðal um kjarnorkutilraunir Norður-Kóreu, Ríki íslams í Sýrlandi og kjarnorkuáætlun Írans. Sem forseti hefur Trump ítrekað gert lítið úr störfum bandarísku leyniþjónustunnar. Hann hefur þráast við að samþykkja álit þeirra að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 með það fyrir augum að hjálpa honum. Tók Trump þannig upp málstað Vladímírs Pútín Rússlandsforseta og gegn leyniþjónustunni á umdeildum fundi þeirra í Helsinki í fyrra. Ratcliffe hefur í málsvörn sinni fyrir Trump haldið því fram að engar vísbendingar séu um afskipti Rússa, sakað alríkislögregluna FBI um að reka hlutdrægar rannsóknir gegn forsetanum og tekið undir rakalausar fullyrðingar hans um að ríkisstjórn Baracks Obama fyrrverandi forseta hafi njósnað um framboð Trump.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Yfirmaður leyniþjónustunnar hættir og Trump tilnefnir bandamann Samskipti Trump forseta og Dan Coats, leyniþjónustustjóra, hafa lengi verið stirð. Coats hefur verið tilbúinn að lýsa mati leyniþjónustunnar þó að það stangist á við orð forsetans. 29. júlí 2019 10:03 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Yfirmaður leyniþjónustunnar hættir og Trump tilnefnir bandamann Samskipti Trump forseta og Dan Coats, leyniþjónustustjóra, hafa lengi verið stirð. Coats hefur verið tilbúinn að lýsa mati leyniþjónustunnar þó að það stangist á við orð forsetans. 29. júlí 2019 10:03